Eftir 2-1 tap í fyrri leiknum var ljóst að brekkan var nokkuð brött fyrir Hörð og félaga.
Lengst af leit þó út fyrir að leikur kvöldsins myndi enda með markalausu jafntefli, en Bruma sá til þess að gestirnir í Braga unnu 0-1 útisigur með marki á 83. mínútu.
Ekki gerðu heimamenn sér auðveldara fyrir þegar Juankar fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á þriðju mínútu uppbótartíma, en þá voru úrslitin þegar ráðin. SC Braga er á leið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, en Hörður og félagar sitja eftir með sárt ennið.
Þá vann Young Boys öruggan 3-0 sigur gegn Maccabi Haifa á sama tíma og vann sér inn sæti í Meistaradeild Evrópu, sem og Galatasaray sem vann samanlagðan 5-3 sigur gegn Molde.