Eins og óhamingjusöm hjón sem rífast alltaf úti á svölum Bjarki Sigurðsson skrifar 30. ágúst 2023 06:48 Formenn stjórnarflokkanna þriggja; Sigurður Ingi Jóhannsson, Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson. Vísir/Arnar/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar líkir stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins við afar óhamingjusöm hjón. Ráðherrar þurfi að hætta að rífast og fara að hugsa um fólkið í landinu. Í morgun var greint frá því að Sjálfstæðismenn ræddu um mögulega vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra komi í ljós að hún hafi brotið stjórnsýslulög er hún frestaði hvalveiðum í sumar. Er ritari flokksins var síðan spurður hvort Sjálfstæðismenn myndu styðja vantrauststillöguna sagðist hann ekki útiloka það. Þá sagðist formaður Framsóknarflokksins ekki vilja svara svokölluðum „ef“ spurningum um mögulega vantrauststillögu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa stjórnarandstöðuflokkarnir þó ekkert rætt sín á milli um neina vantrauststillögu. Því virðist vera að einu sem hafa rætt um hana sé samstarfsflokkur matvælaráðherra í ríkisstjórn, Sjálfstæðisflokkurinn. Fólk þurfi forystu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir mál þetta vera broslegt. „Vandamálið líka fyrir fólkið í landinu er að öll orka ríkisstjórnar Íslands fer í þessar innbyrðis erjur. Á sama tíma hafa stýrivextir tólffaldast frá því að ríkisstjórnin fór aftur af stað fyrir tveimur árum síðan. Fólkið í landinu, fyrirtækin í landinu finna fyrir verðbólgu og vaxtahækkunum. Þetta eru málin sem fólk er að hugsa um. Hvert sem maður fer heyrir maður að umræðan snýst um þetta. Fólk þarf forystu, stefnufestu og sundruð ríkisstjórn getur ekki veitt þeim það,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er þingmaður Viðreisnar. Vísir/Einar Kalli meðvitundarleysi stöðugleika Hún líkir ríkisstjórnarsamstarfinu við óhamingjusöm hjón í fjölbýlishúsi sem taka öll rifrildi úti á svölum. „Vandamálið fyrir fólk á Íslandi er að þessi ríkisstjórn er svo sundruð að það er ekki bara þannig að hún er ekki hluti af lausninni fyrir fólkið í landinu heldur er hún hluti af þeim vandamálum sem við stöndum frami fyrir því hún liggur eins og pólitískt meðvitundarlaus og kallar það stöðugleika,“ segir Þorbjörg. Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Í morgun var greint frá því að Sjálfstæðismenn ræddu um mögulega vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra komi í ljós að hún hafi brotið stjórnsýslulög er hún frestaði hvalveiðum í sumar. Er ritari flokksins var síðan spurður hvort Sjálfstæðismenn myndu styðja vantrauststillöguna sagðist hann ekki útiloka það. Þá sagðist formaður Framsóknarflokksins ekki vilja svara svokölluðum „ef“ spurningum um mögulega vantrauststillögu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa stjórnarandstöðuflokkarnir þó ekkert rætt sín á milli um neina vantrauststillögu. Því virðist vera að einu sem hafa rætt um hana sé samstarfsflokkur matvælaráðherra í ríkisstjórn, Sjálfstæðisflokkurinn. Fólk þurfi forystu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir mál þetta vera broslegt. „Vandamálið líka fyrir fólkið í landinu er að öll orka ríkisstjórnar Íslands fer í þessar innbyrðis erjur. Á sama tíma hafa stýrivextir tólffaldast frá því að ríkisstjórnin fór aftur af stað fyrir tveimur árum síðan. Fólkið í landinu, fyrirtækin í landinu finna fyrir verðbólgu og vaxtahækkunum. Þetta eru málin sem fólk er að hugsa um. Hvert sem maður fer heyrir maður að umræðan snýst um þetta. Fólk þarf forystu, stefnufestu og sundruð ríkisstjórn getur ekki veitt þeim það,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er þingmaður Viðreisnar. Vísir/Einar Kalli meðvitundarleysi stöðugleika Hún líkir ríkisstjórnarsamstarfinu við óhamingjusöm hjón í fjölbýlishúsi sem taka öll rifrildi úti á svölum. „Vandamálið fyrir fólk á Íslandi er að þessi ríkisstjórn er svo sundruð að það er ekki bara þannig að hún er ekki hluti af lausninni fyrir fólkið í landinu heldur er hún hluti af þeim vandamálum sem við stöndum frami fyrir því hún liggur eins og pólitískt meðvitundarlaus og kallar það stöðugleika,“ segir Þorbjörg.
Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira