Leggja taugaóstyrkir Sjálfstæðismenn ef til vill sjálfir fram vantraust? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. ágúst 2023 11:46 „Það eru þingmennríkisstjórnarinnar sem eru opinberlega að daðra við vantraust,“ segir Þorbjörg. Vísir/Vilhelm „Sjálfstæðisflokkurinn er farinn á taugum,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar um stöðu stjórnarsamstarfsins. Tilefnið eru vangaveltur um mögulegt vantraust á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Elliði Vignisson, sveitarstjóri Ölfuss, segist gera ráð fyrir því að stjórnarandstaðan leggi fram vantrauststillögu gegn Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra en hann gefur sér að Umboðsmaður Alþingis muni komast að þeirri niðurstöðu að Svandís hafi brotið lög þegar hún frestaði hvalveiðum. „Sundruð ríkisstjórn virðist ekki geta starfað eftir skýrri stefnu í þágu almennings. Almenningur er að kalla eftir forystu og stefnu - en ríkisstjórnin ræðir það helst núna að leggja fram vantrauststillögu á sig sjálfa,“ segir Þorbjörg í færslu á Facebook nú í morgun. Hún segir lítið heyrast frá ríkisstjórninni annað en rifrildi en á sama tíma glími almenningur við raunveruleg vandamál; verðbólgu, vaxtahækkanir og rýrnun ráðstöfunartekna. Þá séu kjarasamningar fram undan og óvissan mikil. Þorbjörg segir ríkisstjórnina „meðvitundarlausa“. „Ríkisstjórnin er ekki bara stefnulaus í efnahagsmálum. Það er hún í heilbrigðismálum jafnt sem velferðarmálum. Hún er sundruð í löggæslumálum og húsnæðismálum, útlendingamálum sem orkumálum. Raunar í flestum þeim málum sem snerta venjulegt fólk í landinu,“ segir hún. Vísir hafði samband við Þorbjörgu og spurði hana hvort hún sæi fyrir sér vantrauststillögu gegn matvælaráðherra af hálfu stjórnarandstöðunnar. „Það eru þingmenn ríkisstjórnarinnar sem eru opinberlega að daðra við vantraust. Leggja þeir það kannski fram sjálfir?“ spyr hún á móti. „Og hver eru skilaboð þeirra til síns formanns sem er með hliðstætt mál hjá Umboðsmanni Alþingis; möguleg brot á stjórnsýslulögum? Aðalatriðið er að ríkisstjórnin er svo sundruð að hún getur ekki sýnt forystu í þeim málum sem venjulegt fólk er að glíma við. Það eru efnahagsmálin; vextir og verðbólga, og innviðir; heilbrigðisþjónusta fyrir fólkið í landinu.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Sjá meira
Elliði Vignisson, sveitarstjóri Ölfuss, segist gera ráð fyrir því að stjórnarandstaðan leggi fram vantrauststillögu gegn Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra en hann gefur sér að Umboðsmaður Alþingis muni komast að þeirri niðurstöðu að Svandís hafi brotið lög þegar hún frestaði hvalveiðum. „Sundruð ríkisstjórn virðist ekki geta starfað eftir skýrri stefnu í þágu almennings. Almenningur er að kalla eftir forystu og stefnu - en ríkisstjórnin ræðir það helst núna að leggja fram vantrauststillögu á sig sjálfa,“ segir Þorbjörg í færslu á Facebook nú í morgun. Hún segir lítið heyrast frá ríkisstjórninni annað en rifrildi en á sama tíma glími almenningur við raunveruleg vandamál; verðbólgu, vaxtahækkanir og rýrnun ráðstöfunartekna. Þá séu kjarasamningar fram undan og óvissan mikil. Þorbjörg segir ríkisstjórnina „meðvitundarlausa“. „Ríkisstjórnin er ekki bara stefnulaus í efnahagsmálum. Það er hún í heilbrigðismálum jafnt sem velferðarmálum. Hún er sundruð í löggæslumálum og húsnæðismálum, útlendingamálum sem orkumálum. Raunar í flestum þeim málum sem snerta venjulegt fólk í landinu,“ segir hún. Vísir hafði samband við Þorbjörgu og spurði hana hvort hún sæi fyrir sér vantrauststillögu gegn matvælaráðherra af hálfu stjórnarandstöðunnar. „Það eru þingmenn ríkisstjórnarinnar sem eru opinberlega að daðra við vantraust. Leggja þeir það kannski fram sjálfir?“ spyr hún á móti. „Og hver eru skilaboð þeirra til síns formanns sem er með hliðstætt mál hjá Umboðsmanni Alþingis; möguleg brot á stjórnsýslulögum? Aðalatriðið er að ríkisstjórnin er svo sundruð að hún getur ekki sýnt forystu í þeim málum sem venjulegt fólk er að glíma við. Það eru efnahagsmálin; vextir og verðbólga, og innviðir; heilbrigðisþjónusta fyrir fólkið í landinu.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Sjá meira