Þjálfaramál Breiðabliks skýrist á allra næstu dögum: „Ekki léttvæg skref að stíga“ Aron Guðmundsson skrifar 29. ágúst 2023 12:01 Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks (til vinstri) og Ásmundur Arnarsson, fráfarandi þjálfari Breiðabliks (til hægri) Vísir/Samsett mynd Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks segir ákvörðunina um að binda endi á samstarfs félagsins við þjálfarann Ásmund Arnarsson, sem hafði stýrt kvennaliði félagsins frá því um haustið 2021, vera afar erfiða. Þjálfaramál liðsins skýrist á allra næstu dögum. Seinni partinn í gær birtist yfirlýsing frá knattspyrnudeild Breiðabliks þar sem greint var frá því að félagið hefði komist að samkomulagi við Ásmund Arnarsson um að hann myndi láta af störfum sem þjálfari kvennaliðs félagsins í fótbolta. Er árangur liðsins að undanförnu sagður liggja að baki þessari ákvörðun. 4-2 tap gegn Þrótti Reykjavík um nýliðna helgi reyndist síðan vera dropinn sem fyllti mælinn. „Þessi ákvörðun var okkur erfið,“ segir Flosi í samtali við Vísi. „Ásmundur er afar góður þjálfari og fær, það hefur hann sýnt á sínum tíma hjá okkur. Þá er hann góður félagi en við töldum okkur þurfa að gera breytingar á þessum tímapunkti miðað við stöðuna en þetta eru ekki léttvæg skref að stíga.“ Er það Breiðablik sem á frumkvæðið að þessari ákvörðun? „Við komumst að þessu samkomulagi,“ var svar Flosa við þessari spurningu. En hvað tekur þá við hjá Breiðabliki núna hvað varðar þjálfaramál? Fram undan er úrslitakeppni Bestu deildarinnar en liðið er sem stendur í 2.sæti, átta stigum á eftir toppliði Vals og fimm stigum fyrir ofan Stjörnuna sem situr í 3.sæti. En leit ykkar að nýjum þjálfara. Búist þið við að ganga frá ráðningu fyrir lok tímabils eða er það eitthvað sem bíður þar til eftir tímabil? „Þetta er nú bara eitthvað sem er í vinnslu. Þetta eru tvær aðskildar ákvarðanir sem við erum að taka, þar er annars vegar að klára þetta tímabil og hins vegar hvernig við högum þjálfaramálum liðsins til framtíðar. Þetta skýrist á allra næstu dögum.“ Leitað var eftir viðbrögðum hjá Ásmundi Arnarssyni, fráfarandi þjálfara Breiðabliks, en hann vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
Seinni partinn í gær birtist yfirlýsing frá knattspyrnudeild Breiðabliks þar sem greint var frá því að félagið hefði komist að samkomulagi við Ásmund Arnarsson um að hann myndi láta af störfum sem þjálfari kvennaliðs félagsins í fótbolta. Er árangur liðsins að undanförnu sagður liggja að baki þessari ákvörðun. 4-2 tap gegn Þrótti Reykjavík um nýliðna helgi reyndist síðan vera dropinn sem fyllti mælinn. „Þessi ákvörðun var okkur erfið,“ segir Flosi í samtali við Vísi. „Ásmundur er afar góður þjálfari og fær, það hefur hann sýnt á sínum tíma hjá okkur. Þá er hann góður félagi en við töldum okkur þurfa að gera breytingar á þessum tímapunkti miðað við stöðuna en þetta eru ekki léttvæg skref að stíga.“ Er það Breiðablik sem á frumkvæðið að þessari ákvörðun? „Við komumst að þessu samkomulagi,“ var svar Flosa við þessari spurningu. En hvað tekur þá við hjá Breiðabliki núna hvað varðar þjálfaramál? Fram undan er úrslitakeppni Bestu deildarinnar en liðið er sem stendur í 2.sæti, átta stigum á eftir toppliði Vals og fimm stigum fyrir ofan Stjörnuna sem situr í 3.sæti. En leit ykkar að nýjum þjálfara. Búist þið við að ganga frá ráðningu fyrir lok tímabils eða er það eitthvað sem bíður þar til eftir tímabil? „Þetta er nú bara eitthvað sem er í vinnslu. Þetta eru tvær aðskildar ákvarðanir sem við erum að taka, þar er annars vegar að klára þetta tímabil og hins vegar hvernig við högum þjálfaramálum liðsins til framtíðar. Þetta skýrist á allra næstu dögum.“ Leitað var eftir viðbrögðum hjá Ásmundi Arnarssyni, fráfarandi þjálfara Breiðabliks, en hann vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu.
Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira