Tilkynnt var um átök í uppsiglingu við Völvufell í Breiðholti laust eftir klukkan 18 í kvöld.
Í samtali við Vísi segir Þóra Jónasdóttir, stöðvarstjóri lögreglustöðvar þrjú, sem heldur uppi lögum og reglu í Kópavogi og Breiðholti, að um hafi verið að ræða hóp ungra manna, sem virtust vera í þann mund að slást.
Lögregla hafi farið á vettvang og sérsveitin kölluð til. Einn hnífur hafi verið haldlagður í aðgerðum lögreglu.