Sá bíllyklana sína á Vísi og fann loksins bílinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. ágúst 2023 20:35 Innbrotsþjófurinn sem reyndi að brjótast inn í bílskúra reyndist vera sá sami og stal bílnum hans Björns. Björn Sigurðsson, hlaðmaður hjá Icelandair, fann bílinn sinn í dag við Víðimel í vesturbæ Reykjavíkur eftir rúma fjögurra vikna leit. Honum var stolið af starfsmannaplani á Reykjavíkurflugvelli í upphafi mánaðar en innbrotsþjófurinn tjónaði bílinn með því að keyra aftan á annan á Sæbrautinni og stinga af. „Bíllinn fannst nú eiginlega út af því að ég kannaðist við lykla sem birtust þarna í þessari frétt,“ segir Björn í samtali við Vísi. Þar vísar hann í frétt miðilsins sem birtist í dag, af innbrotsþjófi í Reykjavík sem reyndi að brjótast inn í bílskúr á Víðimel og braut svo bílrúðu á Hringbraut. Þjófurinn náðist tvisvar á mynd en sama dag lét hann til skarar skríða gegn Birni á flugvellinum. „Ég var búinn að sjá mynd af honum frá flugfélaginu og þar sást í hann á stuttbuxum og ég hugsaði nú þegar ég sá fréttina á Vísi: „Skildi þetta vera hann?“ Svo las ég fréttina betur og fletti neðar og þar bara sá ég þessa lykla. Þetta eru mínir lyklar! Og nú er ég búinn að ná í bílinn.“ Björn segir að hann hafi mætt til vinnu eins og venjulega á milli 6 og 7 að morgni föstudaginn 4. ágúst. Á meðan fyrstu tvær vélarnar til Akureyrar og Egilsstaða hafi verið afgreiddar hafi innbrotsþjófurinn athafnað sig á svæðinu. Ljóst sé að hann hafi brotist inn fyrir girðingu á flugvellinum. „Ég hugsa að ef ég hefði verið fimm sekúndum fljótari þá hefði ég orðið var við hann. En hann nær að skjóta sér inn á verkstæðið hjá okkur, þar sem hann brýst inn í fataskápinn minn og stelur kreditkortaveski ásamt lyklunum að bílnum og fjarstýringu að innkeyrsluhliðinu á flugvöllinn.“ Tjónaði bílinn og stakk af „Hann keyrði aftan á annan bíl á Sæbrautinni og stakk af. Þannig komst ég í raun að því að bílnum hefði verið stolið, af því að konan mín hringdi í mig og spurði hvort ég væri að keyra út í bæ og hvort ég hefði stungið af eftir ákeyrslu? Lögreglan hringdi nefnilega í hana þar sem tjónþolinn náði bílnúmerinu.“ Björn tilkynnti þjófnaðinn til lögreglu um leið og ljóst var hvað hafði gerst. Lítið hafi þó verið að frétta af rannsókninni og segir Björn sjálfur hafa lagt mikinn tíma í að hafa uppi á bílnum. Um er að ræða bíl af gerðinni Toyota Aygo frá 2008. Það hafi meðal annars reynst þrautinni þyngra að fá myndefni af vellinum og þá segist hann velta fyrir sér hvort hann fái tjónið á bílnum greitt. „Þetta var fyrsta vikan mín í sumarfríi. Maður hefur í raun ekkert getað gert neitt annað en að grennslast fyrir um þetta.“ Maðurinn hafði gert nokkrar tilraunir til að brjótast inn í bílskúr í vesturbænum. Skjáskot Fyrsti bíllinn sem blasti við á Víðimel Eftir að hafa séð myndina af bíllyklunum sínum á Vísi hringdi Björn í Olís, en þar sagðist Ketill Sigurðarson, íbúi í vesturbæ, hafa skilið lyklana hans eftir í samtali við Vísi í dag. „Síðan fór ég bara á staðinn, fékk systur mína með mér til að keyra þarna um og sótti lyklana í leiðinni. Við vorum búin að keyra aðeins þarna í kringum Grund og þá ákváðum við að taka melana, Víðimel og þar í kring. Við keyrðum aðeins um í Melunum og ég sagði að við ættum bara að byrja á Víðimelnum. Um leið og við keyrum þar inn, þá sjáum við hann, þetta var næsti bíll á Víðimelnum.“ Þjófurinn hafði tekið númeraplöturnar af bílnum og sett aðrar á þær. Björn segir um að ræða gríðarlegan létti. „Það var þungu fargi létt af okkur hjónunum. Þarna voru húslyklar á kippunni, svo ég varð að skipta um alla sílendra. Svo var öllum kreditkortunum stolið líka, svo þetta var þvílíkt tjón sem við urðum fyrir þarna. En það er svona, það virðist ekkert vera heilagt fyrir þessum mönnum.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Sjá meira
„Bíllinn fannst nú eiginlega út af því að ég kannaðist við lykla sem birtust þarna í þessari frétt,“ segir Björn í samtali við Vísi. Þar vísar hann í frétt miðilsins sem birtist í dag, af innbrotsþjófi í Reykjavík sem reyndi að brjótast inn í bílskúr á Víðimel og braut svo bílrúðu á Hringbraut. Þjófurinn náðist tvisvar á mynd en sama dag lét hann til skarar skríða gegn Birni á flugvellinum. „Ég var búinn að sjá mynd af honum frá flugfélaginu og þar sást í hann á stuttbuxum og ég hugsaði nú þegar ég sá fréttina á Vísi: „Skildi þetta vera hann?“ Svo las ég fréttina betur og fletti neðar og þar bara sá ég þessa lykla. Þetta eru mínir lyklar! Og nú er ég búinn að ná í bílinn.“ Björn segir að hann hafi mætt til vinnu eins og venjulega á milli 6 og 7 að morgni föstudaginn 4. ágúst. Á meðan fyrstu tvær vélarnar til Akureyrar og Egilsstaða hafi verið afgreiddar hafi innbrotsþjófurinn athafnað sig á svæðinu. Ljóst sé að hann hafi brotist inn fyrir girðingu á flugvellinum. „Ég hugsa að ef ég hefði verið fimm sekúndum fljótari þá hefði ég orðið var við hann. En hann nær að skjóta sér inn á verkstæðið hjá okkur, þar sem hann brýst inn í fataskápinn minn og stelur kreditkortaveski ásamt lyklunum að bílnum og fjarstýringu að innkeyrsluhliðinu á flugvöllinn.“ Tjónaði bílinn og stakk af „Hann keyrði aftan á annan bíl á Sæbrautinni og stakk af. Þannig komst ég í raun að því að bílnum hefði verið stolið, af því að konan mín hringdi í mig og spurði hvort ég væri að keyra út í bæ og hvort ég hefði stungið af eftir ákeyrslu? Lögreglan hringdi nefnilega í hana þar sem tjónþolinn náði bílnúmerinu.“ Björn tilkynnti þjófnaðinn til lögreglu um leið og ljóst var hvað hafði gerst. Lítið hafi þó verið að frétta af rannsókninni og segir Björn sjálfur hafa lagt mikinn tíma í að hafa uppi á bílnum. Um er að ræða bíl af gerðinni Toyota Aygo frá 2008. Það hafi meðal annars reynst þrautinni þyngra að fá myndefni af vellinum og þá segist hann velta fyrir sér hvort hann fái tjónið á bílnum greitt. „Þetta var fyrsta vikan mín í sumarfríi. Maður hefur í raun ekkert getað gert neitt annað en að grennslast fyrir um þetta.“ Maðurinn hafði gert nokkrar tilraunir til að brjótast inn í bílskúr í vesturbænum. Skjáskot Fyrsti bíllinn sem blasti við á Víðimel Eftir að hafa séð myndina af bíllyklunum sínum á Vísi hringdi Björn í Olís, en þar sagðist Ketill Sigurðarson, íbúi í vesturbæ, hafa skilið lyklana hans eftir í samtali við Vísi í dag. „Síðan fór ég bara á staðinn, fékk systur mína með mér til að keyra þarna um og sótti lyklana í leiðinni. Við vorum búin að keyra aðeins þarna í kringum Grund og þá ákváðum við að taka melana, Víðimel og þar í kring. Við keyrðum aðeins um í Melunum og ég sagði að við ættum bara að byrja á Víðimelnum. Um leið og við keyrum þar inn, þá sjáum við hann, þetta var næsti bíll á Víðimelnum.“ Þjófurinn hafði tekið númeraplöturnar af bílnum og sett aðrar á þær. Björn segir um að ræða gríðarlegan létti. „Það var þungu fargi létt af okkur hjónunum. Þarna voru húslyklar á kippunni, svo ég varð að skipta um alla sílendra. Svo var öllum kreditkortunum stolið líka, svo þetta var þvílíkt tjón sem við urðum fyrir þarna. En það er svona, það virðist ekkert vera heilagt fyrir þessum mönnum.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent