Sá bíllyklana sína á Vísi og fann loksins bílinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. ágúst 2023 20:35 Innbrotsþjófurinn sem reyndi að brjótast inn í bílskúra reyndist vera sá sami og stal bílnum hans Björns. Björn Sigurðsson, hlaðmaður hjá Icelandair, fann bílinn sinn í dag við Víðimel í vesturbæ Reykjavíkur eftir rúma fjögurra vikna leit. Honum var stolið af starfsmannaplani á Reykjavíkurflugvelli í upphafi mánaðar en innbrotsþjófurinn tjónaði bílinn með því að keyra aftan á annan á Sæbrautinni og stinga af. „Bíllinn fannst nú eiginlega út af því að ég kannaðist við lykla sem birtust þarna í þessari frétt,“ segir Björn í samtali við Vísi. Þar vísar hann í frétt miðilsins sem birtist í dag, af innbrotsþjófi í Reykjavík sem reyndi að brjótast inn í bílskúr á Víðimel og braut svo bílrúðu á Hringbraut. Þjófurinn náðist tvisvar á mynd en sama dag lét hann til skarar skríða gegn Birni á flugvellinum. „Ég var búinn að sjá mynd af honum frá flugfélaginu og þar sást í hann á stuttbuxum og ég hugsaði nú þegar ég sá fréttina á Vísi: „Skildi þetta vera hann?“ Svo las ég fréttina betur og fletti neðar og þar bara sá ég þessa lykla. Þetta eru mínir lyklar! Og nú er ég búinn að ná í bílinn.“ Björn segir að hann hafi mætt til vinnu eins og venjulega á milli 6 og 7 að morgni föstudaginn 4. ágúst. Á meðan fyrstu tvær vélarnar til Akureyrar og Egilsstaða hafi verið afgreiddar hafi innbrotsþjófurinn athafnað sig á svæðinu. Ljóst sé að hann hafi brotist inn fyrir girðingu á flugvellinum. „Ég hugsa að ef ég hefði verið fimm sekúndum fljótari þá hefði ég orðið var við hann. En hann nær að skjóta sér inn á verkstæðið hjá okkur, þar sem hann brýst inn í fataskápinn minn og stelur kreditkortaveski ásamt lyklunum að bílnum og fjarstýringu að innkeyrsluhliðinu á flugvöllinn.“ Tjónaði bílinn og stakk af „Hann keyrði aftan á annan bíl á Sæbrautinni og stakk af. Þannig komst ég í raun að því að bílnum hefði verið stolið, af því að konan mín hringdi í mig og spurði hvort ég væri að keyra út í bæ og hvort ég hefði stungið af eftir ákeyrslu? Lögreglan hringdi nefnilega í hana þar sem tjónþolinn náði bílnúmerinu.“ Björn tilkynnti þjófnaðinn til lögreglu um leið og ljóst var hvað hafði gerst. Lítið hafi þó verið að frétta af rannsókninni og segir Björn sjálfur hafa lagt mikinn tíma í að hafa uppi á bílnum. Um er að ræða bíl af gerðinni Toyota Aygo frá 2008. Það hafi meðal annars reynst þrautinni þyngra að fá myndefni af vellinum og þá segist hann velta fyrir sér hvort hann fái tjónið á bílnum greitt. „Þetta var fyrsta vikan mín í sumarfríi. Maður hefur í raun ekkert getað gert neitt annað en að grennslast fyrir um þetta.“ Maðurinn hafði gert nokkrar tilraunir til að brjótast inn í bílskúr í vesturbænum. Skjáskot Fyrsti bíllinn sem blasti við á Víðimel Eftir að hafa séð myndina af bíllyklunum sínum á Vísi hringdi Björn í Olís, en þar sagðist Ketill Sigurðarson, íbúi í vesturbæ, hafa skilið lyklana hans eftir í samtali við Vísi í dag. „Síðan fór ég bara á staðinn, fékk systur mína með mér til að keyra þarna um og sótti lyklana í leiðinni. Við vorum búin að keyra aðeins þarna í kringum Grund og þá ákváðum við að taka melana, Víðimel og þar í kring. Við keyrðum aðeins um í Melunum og ég sagði að við ættum bara að byrja á Víðimelnum. Um leið og við keyrum þar inn, þá sjáum við hann, þetta var næsti bíll á Víðimelnum.“ Þjófurinn hafði tekið númeraplöturnar af bílnum og sett aðrar á þær. Björn segir um að ræða gríðarlegan létti. „Það var þungu fargi létt af okkur hjónunum. Þarna voru húslyklar á kippunni, svo ég varð að skipta um alla sílendra. Svo var öllum kreditkortunum stolið líka, svo þetta var þvílíkt tjón sem við urðum fyrir þarna. En það er svona, það virðist ekkert vera heilagt fyrir þessum mönnum.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Sjá meira
„Bíllinn fannst nú eiginlega út af því að ég kannaðist við lykla sem birtust þarna í þessari frétt,“ segir Björn í samtali við Vísi. Þar vísar hann í frétt miðilsins sem birtist í dag, af innbrotsþjófi í Reykjavík sem reyndi að brjótast inn í bílskúr á Víðimel og braut svo bílrúðu á Hringbraut. Þjófurinn náðist tvisvar á mynd en sama dag lét hann til skarar skríða gegn Birni á flugvellinum. „Ég var búinn að sjá mynd af honum frá flugfélaginu og þar sást í hann á stuttbuxum og ég hugsaði nú þegar ég sá fréttina á Vísi: „Skildi þetta vera hann?“ Svo las ég fréttina betur og fletti neðar og þar bara sá ég þessa lykla. Þetta eru mínir lyklar! Og nú er ég búinn að ná í bílinn.“ Björn segir að hann hafi mætt til vinnu eins og venjulega á milli 6 og 7 að morgni föstudaginn 4. ágúst. Á meðan fyrstu tvær vélarnar til Akureyrar og Egilsstaða hafi verið afgreiddar hafi innbrotsþjófurinn athafnað sig á svæðinu. Ljóst sé að hann hafi brotist inn fyrir girðingu á flugvellinum. „Ég hugsa að ef ég hefði verið fimm sekúndum fljótari þá hefði ég orðið var við hann. En hann nær að skjóta sér inn á verkstæðið hjá okkur, þar sem hann brýst inn í fataskápinn minn og stelur kreditkortaveski ásamt lyklunum að bílnum og fjarstýringu að innkeyrsluhliðinu á flugvöllinn.“ Tjónaði bílinn og stakk af „Hann keyrði aftan á annan bíl á Sæbrautinni og stakk af. Þannig komst ég í raun að því að bílnum hefði verið stolið, af því að konan mín hringdi í mig og spurði hvort ég væri að keyra út í bæ og hvort ég hefði stungið af eftir ákeyrslu? Lögreglan hringdi nefnilega í hana þar sem tjónþolinn náði bílnúmerinu.“ Björn tilkynnti þjófnaðinn til lögreglu um leið og ljóst var hvað hafði gerst. Lítið hafi þó verið að frétta af rannsókninni og segir Björn sjálfur hafa lagt mikinn tíma í að hafa uppi á bílnum. Um er að ræða bíl af gerðinni Toyota Aygo frá 2008. Það hafi meðal annars reynst þrautinni þyngra að fá myndefni af vellinum og þá segist hann velta fyrir sér hvort hann fái tjónið á bílnum greitt. „Þetta var fyrsta vikan mín í sumarfríi. Maður hefur í raun ekkert getað gert neitt annað en að grennslast fyrir um þetta.“ Maðurinn hafði gert nokkrar tilraunir til að brjótast inn í bílskúr í vesturbænum. Skjáskot Fyrsti bíllinn sem blasti við á Víðimel Eftir að hafa séð myndina af bíllyklunum sínum á Vísi hringdi Björn í Olís, en þar sagðist Ketill Sigurðarson, íbúi í vesturbæ, hafa skilið lyklana hans eftir í samtali við Vísi í dag. „Síðan fór ég bara á staðinn, fékk systur mína með mér til að keyra þarna um og sótti lyklana í leiðinni. Við vorum búin að keyra aðeins þarna í kringum Grund og þá ákváðum við að taka melana, Víðimel og þar í kring. Við keyrðum aðeins um í Melunum og ég sagði að við ættum bara að byrja á Víðimelnum. Um leið og við keyrum þar inn, þá sjáum við hann, þetta var næsti bíll á Víðimelnum.“ Þjófurinn hafði tekið númeraplöturnar af bílnum og sett aðrar á þær. Björn segir um að ræða gríðarlegan létti. „Það var þungu fargi létt af okkur hjónunum. Þarna voru húslyklar á kippunni, svo ég varð að skipta um alla sílendra. Svo var öllum kreditkortunum stolið líka, svo þetta var þvílíkt tjón sem við urðum fyrir þarna. En það er svona, það virðist ekkert vera heilagt fyrir þessum mönnum.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Sjá meira