Skrifar forsætisráðherra bréf og hvetur til formannafundar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2023 15:30 Þorgerður Katrín er þungt hugsi yfir löggjöf um útlendinga. Vísir/Vilhelm Formaður Viðreisnar hefur sent Katrínu Jakobsdóttur bréf þess efnis að hún beiti sér fyrir formlegum viðræðum formanna allra flokka á Alþingi til að kanna möguleika á breiðri samstöðu um lögggjöf um útlendinga. Lífskjör á Íslandi verði mjög háð erlendu vinnuafli á komandi árum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, vísar til togstreitu milli ríkisstjórnarflokkanna varðandi löggjöf um útlendinga. Hún hafi nú síðast birst í gjörólíkum ályktunum á flokksráðsfundum Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um helgina. „Það er brýnt að mynda eins breiða samstöðu um útlendingamál og kostur er. Ellegar er hætta á stigvaxandi pólaríseringu í samfélaginu okkar,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir gildandi löggjöf um útlendinga frá 2016 hafa verið byggða á þverpólitískri nefnd undir stjórn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þáverandi innanríkisráðherra. Ólöf Nordal, eftirmaður hennar, hafi fylgt þeirri vinnu vel eftir og á sjö árum hafi fengist margvísleg reynsla af framkvæmd laganna. Síðan hafi ytri aðstæður breyst með vaxandi fjölda flóttamanna í heiminum. Við undirbúning þeirra breytinga á útlendingalögum sem samþykktar voru í mars hafi ekki verið leitað eftir breiðu pólitísku samstarfi. Var það samþykkt með 38 atkvæðum gegn 15. Viðreisn viji gera sitt til að leita lausna í þessum mikilvæga en viðkvæma málaflokki. Bréf Þorgerðar Katrínar til forsætisráðherra. „Við gerum okkur grein fyrir því að landamæri Íslands eru ekki lokuð en þau eru heldur ekki galopin. Við viljum skynsama, mannlega en líka raunsæja útlendingastefnu.“ Uppi séu þrjú ólík lögfræðiálit og ráðherrar séu uppteknari við að benda hver á annan frekar en að leysa málin. „Ákveðin óvissa ríkir um merkingu útlendingalaga en það dregur úr trúverðugleika stefnu landsins í málaflokknum. Það er í þágu allra að um þessa mikilvægu löggjöf geti tekist eins breið samstaða og kostur er.“ Þorgerður segir tíma kominn til að hífa málið upp úr pólitískum skotgröfum og leysa málin, öllum til heilla. Flóttafólk á Íslandi Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttamenn Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, vísar til togstreitu milli ríkisstjórnarflokkanna varðandi löggjöf um útlendinga. Hún hafi nú síðast birst í gjörólíkum ályktunum á flokksráðsfundum Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um helgina. „Það er brýnt að mynda eins breiða samstöðu um útlendingamál og kostur er. Ellegar er hætta á stigvaxandi pólaríseringu í samfélaginu okkar,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir gildandi löggjöf um útlendinga frá 2016 hafa verið byggða á þverpólitískri nefnd undir stjórn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þáverandi innanríkisráðherra. Ólöf Nordal, eftirmaður hennar, hafi fylgt þeirri vinnu vel eftir og á sjö árum hafi fengist margvísleg reynsla af framkvæmd laganna. Síðan hafi ytri aðstæður breyst með vaxandi fjölda flóttamanna í heiminum. Við undirbúning þeirra breytinga á útlendingalögum sem samþykktar voru í mars hafi ekki verið leitað eftir breiðu pólitísku samstarfi. Var það samþykkt með 38 atkvæðum gegn 15. Viðreisn viji gera sitt til að leita lausna í þessum mikilvæga en viðkvæma málaflokki. Bréf Þorgerðar Katrínar til forsætisráðherra. „Við gerum okkur grein fyrir því að landamæri Íslands eru ekki lokuð en þau eru heldur ekki galopin. Við viljum skynsama, mannlega en líka raunsæja útlendingastefnu.“ Uppi séu þrjú ólík lögfræðiálit og ráðherrar séu uppteknari við að benda hver á annan frekar en að leysa málin. „Ákveðin óvissa ríkir um merkingu útlendingalaga en það dregur úr trúverðugleika stefnu landsins í málaflokknum. Það er í þágu allra að um þessa mikilvægu löggjöf geti tekist eins breið samstaða og kostur er.“ Þorgerður segir tíma kominn til að hífa málið upp úr pólitískum skotgröfum og leysa málin, öllum til heilla.
Flóttafólk á Íslandi Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttamenn Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira