Hælisleitendur sem fá synjun fari í búsetuúrræði „með takmörkunum“ Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2023 08:55 Rúmlega sex hundruð fulltrúar af öllu landinu eiga sæti í flokksráðið Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Einar Flokksráð Sjálfstæðisflokksins vill að hælisleitendur sem fá synjun og eigi ekki samvinnu við yfirvöld skuli sæta vistun í búsetuúrræði með takmörkunum þar til hægt er að vísa þeim úr landi. Dómsmálráðherra hefur talað um að ferðafrelsi fólks væri skert í slíku úrræði. Verndarkerfi flóttamanna er sagt ógnað í ályktun sem flokksráð Sjálfstæðisflokksins samþykkti um helgina. Flokksráðið er æðsta stofnun flokksins utan landsfunda og í því eiga sæti rúmlega sex hundruð fulltrúar, þar á meðal ráðherrar, þingmenn og sveitarstjórnarmenn. Flokksráðið segir að undir forystu ráðherra flokksins hafi lagabreytingar verið gerðar til þess að styrkja undirstöður verndarkerfisins en margt sé enn ógert. Einfalda þurfi kerfið og stytta alla ferla sem varða umsækjendu um alþjóðlega vernd. Sjálfstæðismenn vilja að þeim sem fá ekki alþjóðlega vernd skuli gert að yfirgefa landið eins fljótt og hægt er eftir að niðurstaða liggur fyrir í málum þeirra. „Þeir sem ekki eiga samvinnu við yfirvöld skulu sæta vistun í búsetuúrræði með takmörkunum þar til hægt er að brottvísa af landinu,“ segir í ályktuninni. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, hefur viðrað möguleikann á að hælisleitendunum sem fá synjun um vernd verði komið fyrir í einhvers konar búsetuúrræði þar sem ferðafrelsi þeirra væri skert. Vilja Sundabraut í samgöngusáttmála Á meðal þess sem flokksráðið leggur sérstaka áherslu á í ályktun sinni er að endurskoða samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins á milli ríkis og sveitarfélaganna á svæðinu. Borgarlínan er hluti af þeim sáttmála. Ráðið vill endurskoða sáttmálanna með skilvirkni og hagkvæmni að leiðarljósi. „Í sáttmálanum á að leggja áherslu á greiðar samgöngur óháð samgöngumáta,“ segir í ályktuninni. Þá segir þar að Sundabraut eigi að vera hluti af samgöngusáttmálanum. Í orkumálum vill flokksráðið stórauka framleiðslu grænnar orku tafarlaust. Það segir að treysta verði flutningskerfi raforku og endurskoða lög um rammaáætlun og einfalda regluverk og stjórnsýslu sem tengist grænni orkuvinnslu. Ísland eigi að vera leiðandi í orkuskiptum og fyrirmynd annarra þjóða. Ljúka sölu á Íslandsbanka fyrir lok 2024 Í efnahagsmálum vill flokksráðið að stuðlað verði að stöðugleika og lækkun verðbólgu með aðhaldi í ríkisfjármálum þar sem útgjöld verði ekki aukin. Auka skuli hagræðingu með fækkun stofnana, sölu ríkisfyrirtækja og fjárfestingu í starfrænni stjórnsýslu. Flokkurinn vill halda áfram á braut þess að einfalda skattkerfið, létta byrðar launafólks og auka kaupmátt, styrkja afkomu fyrirtækja, hvetja þau til fjárfestinga og byggja undir nýsköpun og þróun. Sérstaklega vill flokksráðið að hugað verði að barnafjölskyldum, meðal annars með breytingum á barnabótakerfinu og hækkun hámarksgreiðslu í fæðingarorlofi. Þá vill flokksráðið fækka stöðugildum í allri stjórnsýslu ríkisins með aukinni sjálfvirkni og með því að úthýsa verkefnum. Sérstök áhersla er lögð á að lokið verði við sölu á öllum hlutum ríkisins í Íslandsbanka í almennu útboðið fyrir lok næsta árs í ályktun flokksráðsins. Einnig sé nauðsynlegt að ríkið losi um eignarhald sitt á Landsbankanum á næstu árum. Leggja niður ÁTVR og afnema útvarpsgjald Af öðrum málum vill Sjálfstæðisflokkurinn meðal annars taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði og leggja útvarpsgjaldið niður, bjóða út rekstur Fríhafnarinnar í Keflavík og leggja niður ÁTVR. Einnig vill flokkurinn fjölga lögreglumönnum og tryggja öryggi þeirra. Vinna þurfi marvisst gegn skipulagðri glæpastarfsemi og hryðjuverkaógn. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira
Verndarkerfi flóttamanna er sagt ógnað í ályktun sem flokksráð Sjálfstæðisflokksins samþykkti um helgina. Flokksráðið er æðsta stofnun flokksins utan landsfunda og í því eiga sæti rúmlega sex hundruð fulltrúar, þar á meðal ráðherrar, þingmenn og sveitarstjórnarmenn. Flokksráðið segir að undir forystu ráðherra flokksins hafi lagabreytingar verið gerðar til þess að styrkja undirstöður verndarkerfisins en margt sé enn ógert. Einfalda þurfi kerfið og stytta alla ferla sem varða umsækjendu um alþjóðlega vernd. Sjálfstæðismenn vilja að þeim sem fá ekki alþjóðlega vernd skuli gert að yfirgefa landið eins fljótt og hægt er eftir að niðurstaða liggur fyrir í málum þeirra. „Þeir sem ekki eiga samvinnu við yfirvöld skulu sæta vistun í búsetuúrræði með takmörkunum þar til hægt er að brottvísa af landinu,“ segir í ályktuninni. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, hefur viðrað möguleikann á að hælisleitendunum sem fá synjun um vernd verði komið fyrir í einhvers konar búsetuúrræði þar sem ferðafrelsi þeirra væri skert. Vilja Sundabraut í samgöngusáttmála Á meðal þess sem flokksráðið leggur sérstaka áherslu á í ályktun sinni er að endurskoða samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins á milli ríkis og sveitarfélaganna á svæðinu. Borgarlínan er hluti af þeim sáttmála. Ráðið vill endurskoða sáttmálanna með skilvirkni og hagkvæmni að leiðarljósi. „Í sáttmálanum á að leggja áherslu á greiðar samgöngur óháð samgöngumáta,“ segir í ályktuninni. Þá segir þar að Sundabraut eigi að vera hluti af samgöngusáttmálanum. Í orkumálum vill flokksráðið stórauka framleiðslu grænnar orku tafarlaust. Það segir að treysta verði flutningskerfi raforku og endurskoða lög um rammaáætlun og einfalda regluverk og stjórnsýslu sem tengist grænni orkuvinnslu. Ísland eigi að vera leiðandi í orkuskiptum og fyrirmynd annarra þjóða. Ljúka sölu á Íslandsbanka fyrir lok 2024 Í efnahagsmálum vill flokksráðið að stuðlað verði að stöðugleika og lækkun verðbólgu með aðhaldi í ríkisfjármálum þar sem útgjöld verði ekki aukin. Auka skuli hagræðingu með fækkun stofnana, sölu ríkisfyrirtækja og fjárfestingu í starfrænni stjórnsýslu. Flokkurinn vill halda áfram á braut þess að einfalda skattkerfið, létta byrðar launafólks og auka kaupmátt, styrkja afkomu fyrirtækja, hvetja þau til fjárfestinga og byggja undir nýsköpun og þróun. Sérstaklega vill flokksráðið að hugað verði að barnafjölskyldum, meðal annars með breytingum á barnabótakerfinu og hækkun hámarksgreiðslu í fæðingarorlofi. Þá vill flokksráðið fækka stöðugildum í allri stjórnsýslu ríkisins með aukinni sjálfvirkni og með því að úthýsa verkefnum. Sérstök áhersla er lögð á að lokið verði við sölu á öllum hlutum ríkisins í Íslandsbanka í almennu útboðið fyrir lok næsta árs í ályktun flokksráðsins. Einnig sé nauðsynlegt að ríkið losi um eignarhald sitt á Landsbankanum á næstu árum. Leggja niður ÁTVR og afnema útvarpsgjald Af öðrum málum vill Sjálfstæðisflokkurinn meðal annars taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði og leggja útvarpsgjaldið niður, bjóða út rekstur Fríhafnarinnar í Keflavík og leggja niður ÁTVR. Einnig vill flokkurinn fjölga lögreglumönnum og tryggja öryggi þeirra. Vinna þurfi marvisst gegn skipulagðri glæpastarfsemi og hryðjuverkaógn.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira