Upplifun seðlabankastjóra Karl Guðlaugsson skrifar 28. ágúst 2023 07:31 Seðlabankastjóri hélt ræðu á Hólum í Hjaltadal í ágúst þar sem hann gerði að umtalsefni framtíð og upplifun komandi kynslóða. Ungt fólk í blóma lífsins og þar með talin þrjú af börnum mínum fjórum með mökum, tóku lán vegna húsnæðiskaupa eftir að Seðlabankastjóri talaði um að loksins gætu íbúðarkaupendur greitt sambærilega vexti af lánum sínum og jafnaldrar þeirra í Evrópu. Mánaðarleg afborgun óverðtryggðs láns með breytilegum vöxtum var í byrjun kr. 177,000.-. Fyrir, ég ítreka, fyrir þessa fjórtándu vaxtahækkun Seðlabankastjórans hefur mánaðarleg afborgun þessa láns vegna íbúðakaupa hækkað um kr.203,000.- og er komin í kr.380,000.- á mánuði. Ég spyr Seðlabankastjóra hvar á ungt fólk að finna kr.203,000.- aukalega mánaðarlega til að borga af slíku láni? Ég leyfi mér að fullyrða að enginn af þessu unga fólki sem ber slíka aukna mánaðarlega greiðslubyrði geti valdið „þenslu“ eða „spennu“ í hagkerfinu, enginn. Samt ræðst Seðlabankastjóri á þennan viðkvæma hóp skuldara, fjöregg þjóðarinnar og telur okurvexti á þau leysa hagvaxtar-„vandann“. Seðlabankastjóri verður að finna sökudólga þenslunnar í öðrum en þessum ungu ólánsömu lántakendum. Seðlabankastjóri situr núna í glerhýsi sínu og segir að unga fólkið sem er að reyna að koma sér þaki yfir höfuðið eigi að tala við bankann sinn vegna aukinnar greiðslubyrði sem á mannamáli þýðir að lengja í hengingarólinni og setja sig í enn meira skuldafangelsi. Upplifun barnanna minna og komandi kynslóða á Íslandi sem þurftu að taka lán vegna húsnæðiskaupa stefnir því miður í aðra átt en Seðlabankastjóri talar um. Þau taka ekki táslumyndir af sér á Tenerife og þau taka ekki myndir af sér skálandi í kampavíni við sundlaugabakka á Ítalíu. Þau verða þrælar óstöðugs gjaldmiðils, okurvaxta og hafa ekki hugmynd um hvað matarkarfan mun kosta í næsta mánuði. Ég veit ekki hvort Seðlabankastjóri kom við á Sauðárkróki á leið sinni til Reykjavíkur eftir ræðuna á Hólahátíð. En eins og staðan er núna er ég mest hræddur um að Kaupfélagsstjórinn í Skagafirði þurfi að senda unga fólkinu sem skuldar húsnæðislán, margar matarkörfur fyrir næstu jól. Höfundur er faðir fjögurra barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Seðlabankastjóri hélt ræðu á Hólum í Hjaltadal í ágúst þar sem hann gerði að umtalsefni framtíð og upplifun komandi kynslóða. Ungt fólk í blóma lífsins og þar með talin þrjú af börnum mínum fjórum með mökum, tóku lán vegna húsnæðiskaupa eftir að Seðlabankastjóri talaði um að loksins gætu íbúðarkaupendur greitt sambærilega vexti af lánum sínum og jafnaldrar þeirra í Evrópu. Mánaðarleg afborgun óverðtryggðs láns með breytilegum vöxtum var í byrjun kr. 177,000.-. Fyrir, ég ítreka, fyrir þessa fjórtándu vaxtahækkun Seðlabankastjórans hefur mánaðarleg afborgun þessa láns vegna íbúðakaupa hækkað um kr.203,000.- og er komin í kr.380,000.- á mánuði. Ég spyr Seðlabankastjóra hvar á ungt fólk að finna kr.203,000.- aukalega mánaðarlega til að borga af slíku láni? Ég leyfi mér að fullyrða að enginn af þessu unga fólki sem ber slíka aukna mánaðarlega greiðslubyrði geti valdið „þenslu“ eða „spennu“ í hagkerfinu, enginn. Samt ræðst Seðlabankastjóri á þennan viðkvæma hóp skuldara, fjöregg þjóðarinnar og telur okurvexti á þau leysa hagvaxtar-„vandann“. Seðlabankastjóri verður að finna sökudólga þenslunnar í öðrum en þessum ungu ólánsömu lántakendum. Seðlabankastjóri situr núna í glerhýsi sínu og segir að unga fólkið sem er að reyna að koma sér þaki yfir höfuðið eigi að tala við bankann sinn vegna aukinnar greiðslubyrði sem á mannamáli þýðir að lengja í hengingarólinni og setja sig í enn meira skuldafangelsi. Upplifun barnanna minna og komandi kynslóða á Íslandi sem þurftu að taka lán vegna húsnæðiskaupa stefnir því miður í aðra átt en Seðlabankastjóri talar um. Þau taka ekki táslumyndir af sér á Tenerife og þau taka ekki myndir af sér skálandi í kampavíni við sundlaugabakka á Ítalíu. Þau verða þrælar óstöðugs gjaldmiðils, okurvaxta og hafa ekki hugmynd um hvað matarkarfan mun kosta í næsta mánuði. Ég veit ekki hvort Seðlabankastjóri kom við á Sauðárkróki á leið sinni til Reykjavíkur eftir ræðuna á Hólahátíð. En eins og staðan er núna er ég mest hræddur um að Kaupfélagsstjórinn í Skagafirði þurfi að senda unga fólkinu sem skuldar húsnæðislán, margar matarkörfur fyrir næstu jól. Höfundur er faðir fjögurra barna.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar