Upplifun seðlabankastjóra Karl Guðlaugsson skrifar 28. ágúst 2023 07:31 Seðlabankastjóri hélt ræðu á Hólum í Hjaltadal í ágúst þar sem hann gerði að umtalsefni framtíð og upplifun komandi kynslóða. Ungt fólk í blóma lífsins og þar með talin þrjú af börnum mínum fjórum með mökum, tóku lán vegna húsnæðiskaupa eftir að Seðlabankastjóri talaði um að loksins gætu íbúðarkaupendur greitt sambærilega vexti af lánum sínum og jafnaldrar þeirra í Evrópu. Mánaðarleg afborgun óverðtryggðs láns með breytilegum vöxtum var í byrjun kr. 177,000.-. Fyrir, ég ítreka, fyrir þessa fjórtándu vaxtahækkun Seðlabankastjórans hefur mánaðarleg afborgun þessa láns vegna íbúðakaupa hækkað um kr.203,000.- og er komin í kr.380,000.- á mánuði. Ég spyr Seðlabankastjóra hvar á ungt fólk að finna kr.203,000.- aukalega mánaðarlega til að borga af slíku láni? Ég leyfi mér að fullyrða að enginn af þessu unga fólki sem ber slíka aukna mánaðarlega greiðslubyrði geti valdið „þenslu“ eða „spennu“ í hagkerfinu, enginn. Samt ræðst Seðlabankastjóri á þennan viðkvæma hóp skuldara, fjöregg þjóðarinnar og telur okurvexti á þau leysa hagvaxtar-„vandann“. Seðlabankastjóri verður að finna sökudólga þenslunnar í öðrum en þessum ungu ólánsömu lántakendum. Seðlabankastjóri situr núna í glerhýsi sínu og segir að unga fólkið sem er að reyna að koma sér þaki yfir höfuðið eigi að tala við bankann sinn vegna aukinnar greiðslubyrði sem á mannamáli þýðir að lengja í hengingarólinni og setja sig í enn meira skuldafangelsi. Upplifun barnanna minna og komandi kynslóða á Íslandi sem þurftu að taka lán vegna húsnæðiskaupa stefnir því miður í aðra átt en Seðlabankastjóri talar um. Þau taka ekki táslumyndir af sér á Tenerife og þau taka ekki myndir af sér skálandi í kampavíni við sundlaugabakka á Ítalíu. Þau verða þrælar óstöðugs gjaldmiðils, okurvaxta og hafa ekki hugmynd um hvað matarkarfan mun kosta í næsta mánuði. Ég veit ekki hvort Seðlabankastjóri kom við á Sauðárkróki á leið sinni til Reykjavíkur eftir ræðuna á Hólahátíð. En eins og staðan er núna er ég mest hræddur um að Kaupfélagsstjórinn í Skagafirði þurfi að senda unga fólkinu sem skuldar húsnæðislán, margar matarkörfur fyrir næstu jól. Höfundur er faðir fjögurra barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Seðlabankastjóri hélt ræðu á Hólum í Hjaltadal í ágúst þar sem hann gerði að umtalsefni framtíð og upplifun komandi kynslóða. Ungt fólk í blóma lífsins og þar með talin þrjú af börnum mínum fjórum með mökum, tóku lán vegna húsnæðiskaupa eftir að Seðlabankastjóri talaði um að loksins gætu íbúðarkaupendur greitt sambærilega vexti af lánum sínum og jafnaldrar þeirra í Evrópu. Mánaðarleg afborgun óverðtryggðs láns með breytilegum vöxtum var í byrjun kr. 177,000.-. Fyrir, ég ítreka, fyrir þessa fjórtándu vaxtahækkun Seðlabankastjórans hefur mánaðarleg afborgun þessa láns vegna íbúðakaupa hækkað um kr.203,000.- og er komin í kr.380,000.- á mánuði. Ég spyr Seðlabankastjóra hvar á ungt fólk að finna kr.203,000.- aukalega mánaðarlega til að borga af slíku láni? Ég leyfi mér að fullyrða að enginn af þessu unga fólki sem ber slíka aukna mánaðarlega greiðslubyrði geti valdið „þenslu“ eða „spennu“ í hagkerfinu, enginn. Samt ræðst Seðlabankastjóri á þennan viðkvæma hóp skuldara, fjöregg þjóðarinnar og telur okurvexti á þau leysa hagvaxtar-„vandann“. Seðlabankastjóri verður að finna sökudólga þenslunnar í öðrum en þessum ungu ólánsömu lántakendum. Seðlabankastjóri situr núna í glerhýsi sínu og segir að unga fólkið sem er að reyna að koma sér þaki yfir höfuðið eigi að tala við bankann sinn vegna aukinnar greiðslubyrði sem á mannamáli þýðir að lengja í hengingarólinni og setja sig í enn meira skuldafangelsi. Upplifun barnanna minna og komandi kynslóða á Íslandi sem þurftu að taka lán vegna húsnæðiskaupa stefnir því miður í aðra átt en Seðlabankastjóri talar um. Þau taka ekki táslumyndir af sér á Tenerife og þau taka ekki myndir af sér skálandi í kampavíni við sundlaugabakka á Ítalíu. Þau verða þrælar óstöðugs gjaldmiðils, okurvaxta og hafa ekki hugmynd um hvað matarkarfan mun kosta í næsta mánuði. Ég veit ekki hvort Seðlabankastjóri kom við á Sauðárkróki á leið sinni til Reykjavíkur eftir ræðuna á Hólahátíð. En eins og staðan er núna er ég mest hræddur um að Kaupfélagsstjórinn í Skagafirði þurfi að senda unga fólkinu sem skuldar húsnæðislán, margar matarkörfur fyrir næstu jól. Höfundur er faðir fjögurra barna.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun