„Ég kem úr yngri flokka starfi Breiðabliks og kannaðist við þetta“ Andri Már Eggertsson skrifar 27. ágúst 2023 22:00 Danijel Dejan Djuric var afar ánægður með sigurinn Vísir/Hulda Margrét Víkingur vann 5-3 sigur gegn Breiðabliki. Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings, var ánægður með sigurinn og vandaði sínu uppeldisfélagi ekki kveðjurnar. „Mér fannst við stjórna leiknum frá a til ö og við skoruðum mörg mörk. Mér fannst þetta mjög góður leikur,“ sagði Danijel Dejan Djuric eftir leik. Það var ansi skrautleg uppákoma fyrir leik þegar lið Breiðabliks mætti seint. Blikar skiluðu leikskýrslu 35 mínútum fyrir leik og mættu í rútu tilbúnir í leikinn tíu mínútum síðar. Þetta kom Danijel ekki á óvart þar sem hann er uppalinn í Breiðabliki og átti von á þessu. „Þetta kom mér ekkert á óvart. Ég er frá Blikum og veit hvernig þeir spila þennan leik og þetta voru trúðslæti. Mér gæti ekki verið meira sama en strákunum var brugðið inn í klefa. Ég kem úr yngri flokka starfi Breiðabliks og ég kannaðist við þetta.“ „Mér fannst Víkingur bregðast vel við þessu og þetta var betra fyrir okkur þar sem þetta kveikti í okkur. Þessi trúðslæti fóru í okkur og við vildum þetta meira.“ Danijel Dejan Djuric skoraði þriðja mark Víkings í upphafi síðari hálfleiks og fagnaði með því að þykjast gráta. „Fagnið kom að sjálfu sér þar sem það er búið að kæra okkur og það var reynt að færa leikinn. Við einbeitum okkur af fótbolta og hlustum ekki á þetta. Það er verið að grenja í kringum okkur þannig að þetta var fagnið.“ „Mér gæti ekki verið meira sama þótt ég hafi verið rangstæður. Þetta var geggjað mark. Ég skallaði boltann niður og inn. Mark er mark.“ Danijel taldi það ekki erfitt að mæta í næstu leiki aðspurður hvort það yrði erfitt að gíra sig upp í þá verandi með fjórtán stiga forystu á toppnum. „Nefnilega ekki. Við erum með gott lið og það vilja allir spila. Við viljum vinna alla leiki og sýna að við séum bestir,“ sagði Danijel Dejan Djuric að lokum. Víkingur Reykjavík Breiðablik Besta deild karla Tengdar fréttir Leik Breiðabliks og Víkings í kvöld verður ekki frestað Knattspyrnusamband Íslands hefur staðfest fyrri ákvörðun sína um að leik Breiðabliks og Víkings sem fram fer í kvöld verði ekki frestað. Breiðablik hafði óskað eftir því að KSÍ myndi endurskoða ákvörðun sína um að fresta ekki en sú ákvörðun stendur. 27. ágúst 2023 13:01 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum „Fáum fullt af svörum um helgina“ Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Sjá meira
„Mér fannst við stjórna leiknum frá a til ö og við skoruðum mörg mörk. Mér fannst þetta mjög góður leikur,“ sagði Danijel Dejan Djuric eftir leik. Það var ansi skrautleg uppákoma fyrir leik þegar lið Breiðabliks mætti seint. Blikar skiluðu leikskýrslu 35 mínútum fyrir leik og mættu í rútu tilbúnir í leikinn tíu mínútum síðar. Þetta kom Danijel ekki á óvart þar sem hann er uppalinn í Breiðabliki og átti von á þessu. „Þetta kom mér ekkert á óvart. Ég er frá Blikum og veit hvernig þeir spila þennan leik og þetta voru trúðslæti. Mér gæti ekki verið meira sama en strákunum var brugðið inn í klefa. Ég kem úr yngri flokka starfi Breiðabliks og ég kannaðist við þetta.“ „Mér fannst Víkingur bregðast vel við þessu og þetta var betra fyrir okkur þar sem þetta kveikti í okkur. Þessi trúðslæti fóru í okkur og við vildum þetta meira.“ Danijel Dejan Djuric skoraði þriðja mark Víkings í upphafi síðari hálfleiks og fagnaði með því að þykjast gráta. „Fagnið kom að sjálfu sér þar sem það er búið að kæra okkur og það var reynt að færa leikinn. Við einbeitum okkur af fótbolta og hlustum ekki á þetta. Það er verið að grenja í kringum okkur þannig að þetta var fagnið.“ „Mér gæti ekki verið meira sama þótt ég hafi verið rangstæður. Þetta var geggjað mark. Ég skallaði boltann niður og inn. Mark er mark.“ Danijel taldi það ekki erfitt að mæta í næstu leiki aðspurður hvort það yrði erfitt að gíra sig upp í þá verandi með fjórtán stiga forystu á toppnum. „Nefnilega ekki. Við erum með gott lið og það vilja allir spila. Við viljum vinna alla leiki og sýna að við séum bestir,“ sagði Danijel Dejan Djuric að lokum.
Víkingur Reykjavík Breiðablik Besta deild karla Tengdar fréttir Leik Breiðabliks og Víkings í kvöld verður ekki frestað Knattspyrnusamband Íslands hefur staðfest fyrri ákvörðun sína um að leik Breiðabliks og Víkings sem fram fer í kvöld verði ekki frestað. Breiðablik hafði óskað eftir því að KSÍ myndi endurskoða ákvörðun sína um að fresta ekki en sú ákvörðun stendur. 27. ágúst 2023 13:01 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum „Fáum fullt af svörum um helgina“ Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Sjá meira
Leik Breiðabliks og Víkings í kvöld verður ekki frestað Knattspyrnusamband Íslands hefur staðfest fyrri ákvörðun sína um að leik Breiðabliks og Víkings sem fram fer í kvöld verði ekki frestað. Breiðablik hafði óskað eftir því að KSÍ myndi endurskoða ákvörðun sína um að fresta ekki en sú ákvörðun stendur. 27. ágúst 2023 13:01