Óður til einstæðra mæðra Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 27. ágúst 2023 20:00 Óður til einstæðra mæðra -leir til systra minna Þú vaknaðir með börnunum -því enginn var heima nema þú Þú gafst þeim að borða Þú kveiktir á sjónvarpinu Þú vaskaðir upp Þú fylgdir þeim á klósettið Þú burstaðir í þeim tennurnar Þú greiddir á þeim hárið Þú þvoðir fötin þeirra Þú hengdir þau upp Þú passaðir upp á að þau ættu fín föt til að fara í afmæli, tilbúin með gjöf Þú knúsaðir þau og kysstir Þú brostir til þeirra Þú varst stolt af þeim Þú hvesstir þig aðeins því þolinmæðin var búin Þú eldaðir kvöldmatinn Þú poppaðir og horfðir á sömu teiknimyndina með öðru auganu í þúsundasta sinn Þú vaskaðir upp og settir í aðra vél Þú skiptir um á rúmunum Þú gekkst frá dótinu Þú gafst litlu fötin á Rauða krossinn og fékkst gefins gamla úlpu því hin var orðin of lítil og ljót Þú ryksugaðir og skúraðir Þú settir þau í bað og stundum fórstu í sund en kannski bara sjaldan því kannski bara kannski þurftirðu að setja í aðra vél og elda kvöldmat helst eitthvað ódýrt og varst því fegin að fiskurinn sem þau fengu á leikskólanum í dag ætti að vera nóg og helltir restinni af serjósinu í hreinar skálar sem þú vaskaðir upp í morgun því þeim er alveg sama þó þau éti serjós tvisvar á einum mánudegi Þú last bók og söngst sömu vögguljóðin sem þú hefur sungið frá því að þau fæddust svo kysstirðu þau bæði skreiðst fram um níuleytið hélst áfram að laga til og settir í aðra vél. Hengdir upp og skúraðir og hugsaðir aðeins um hvítvínstár sem væri gott að sötra á meðan þú kláraðir að brjóta saman með nóttina þér við hlið saman tvær á sófanum. En þú keyptir mjólk í staðinn því þannig eru mömmur. Mömmur eins og þú. Forsetinn var að senda fálkaorðu í pósti því enginn á hana meira skilið en einstæðar mæður sem gera allt þetta á hverjum degi og mæta samt til vinnu skutla og sækja áður en leikskólinn lokar draga börnin í Bónus til að finna eitthvað að éta áður en það lokar og börnin verða brjáluð. Það voru engin fríkvöld eða helgarferðir en þú komst þeim til manns og gerðir það vel þú og enginn annar því enginn var heima nema þú og þau. Afhverju ertu svona þreytt? Viltu ekki fá þér eins og eitt hvítvínsglas? Nei, þetta er allt í lagi, ég fæ mér bara mjólkurglas og kleinu því ég þarf að drepa geitung og kítta í kringum klósettið því það er aftur farið að leka. En að koma með mér í jóga? Nei, takk. Ég þoli ekki jóga. Mér finnst betra að slaka á við að skrúfa í sundur borð, skipta um peru og lyfta einhverju þungu og bera það inn úr bílnum. Djöfull ertu sterk! Það var bara enginn annar heima. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Anna Gunndís Guðmundsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Óður til einstæðra mæðra -leir til systra minna Þú vaknaðir með börnunum -því enginn var heima nema þú Þú gafst þeim að borða Þú kveiktir á sjónvarpinu Þú vaskaðir upp Þú fylgdir þeim á klósettið Þú burstaðir í þeim tennurnar Þú greiddir á þeim hárið Þú þvoðir fötin þeirra Þú hengdir þau upp Þú passaðir upp á að þau ættu fín föt til að fara í afmæli, tilbúin með gjöf Þú knúsaðir þau og kysstir Þú brostir til þeirra Þú varst stolt af þeim Þú hvesstir þig aðeins því þolinmæðin var búin Þú eldaðir kvöldmatinn Þú poppaðir og horfðir á sömu teiknimyndina með öðru auganu í þúsundasta sinn Þú vaskaðir upp og settir í aðra vél Þú skiptir um á rúmunum Þú gekkst frá dótinu Þú gafst litlu fötin á Rauða krossinn og fékkst gefins gamla úlpu því hin var orðin of lítil og ljót Þú ryksugaðir og skúraðir Þú settir þau í bað og stundum fórstu í sund en kannski bara sjaldan því kannski bara kannski þurftirðu að setja í aðra vél og elda kvöldmat helst eitthvað ódýrt og varst því fegin að fiskurinn sem þau fengu á leikskólanum í dag ætti að vera nóg og helltir restinni af serjósinu í hreinar skálar sem þú vaskaðir upp í morgun því þeim er alveg sama þó þau éti serjós tvisvar á einum mánudegi Þú last bók og söngst sömu vögguljóðin sem þú hefur sungið frá því að þau fæddust svo kysstirðu þau bæði skreiðst fram um níuleytið hélst áfram að laga til og settir í aðra vél. Hengdir upp og skúraðir og hugsaðir aðeins um hvítvínstár sem væri gott að sötra á meðan þú kláraðir að brjóta saman með nóttina þér við hlið saman tvær á sófanum. En þú keyptir mjólk í staðinn því þannig eru mömmur. Mömmur eins og þú. Forsetinn var að senda fálkaorðu í pósti því enginn á hana meira skilið en einstæðar mæður sem gera allt þetta á hverjum degi og mæta samt til vinnu skutla og sækja áður en leikskólinn lokar draga börnin í Bónus til að finna eitthvað að éta áður en það lokar og börnin verða brjáluð. Það voru engin fríkvöld eða helgarferðir en þú komst þeim til manns og gerðir það vel þú og enginn annar því enginn var heima nema þú og þau. Afhverju ertu svona þreytt? Viltu ekki fá þér eins og eitt hvítvínsglas? Nei, þetta er allt í lagi, ég fæ mér bara mjólkurglas og kleinu því ég þarf að drepa geitung og kítta í kringum klósettið því það er aftur farið að leka. En að koma með mér í jóga? Nei, takk. Ég þoli ekki jóga. Mér finnst betra að slaka á við að skrúfa í sundur borð, skipta um peru og lyfta einhverju þungu og bera það inn úr bílnum. Djöfull ertu sterk! Það var bara enginn annar heima. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar