Lærisveinar Guðjóns Vals í Gummersbach unnu þriggja marka sigur á Lemgo, 30-27. Elliði Snær Viðarsson var markahæstur Gummersbach manna með sex mörk.
Þá vann Melsungen öruggan tíu marka sigur á Göppingen þar sem Elvar Örn Jónsson var markahæstur með átta mörk og bætti einnig við sex stoðsendingum.
