Umfjöllun og viðtal: Keflavík - Fram 0-0 | Markalaust í botnslag suður með sjó Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. ágúst 2023 19:05 Vísir/Hulda Margrét Keflavík tók á móti Fram í botnbaráttuslag 21. umferðar Bestu deildar karla. Leiknum lauk með 0-0 jafntefli, en bæði lið skoruðu mörk sem voru dæmd ógild. Leikurinn fór afar hægt af stað og hvorugt lið náði að spila boltanum vel sín á milli. Keflavíkurmenn reyndu marga háa bolta inn fyrir vörnina en voru með vind í bakið sem gerði þær sendingar mjög erfiðar. Fram áttu nokkra fína spretti upp vængina og komu sér í ágætis stöður en gekk illa að skapa sér hættuleg færi. Það gerðist svo á 29. mínútu leiksins að Stefan Ljubicic setti boltann í netið fyrir Keflavík, en hann var dæmdur brotlegur í baráttunni við varnarmann Fram og markið dæmt af. Fram tóku aukaspyrnu og brunuðu upp hinum megin, komu boltanum fyrir á Aron Jóhannsson sem komst framhjá markverðinum og skaut að marki. En Magnús Þór las þetta vel, kom sér niður á línuna, fleygði sér fyrir boltann og tókst að bjarga marki. Fyrir utan þennan kafla var fyrri hálfleikur fremur tíðindalítill og fátt um færi. En spilamennska beggja liða var svo öllu skárri í seinni hálfleik. Keflavík átti tvö hættuleg færi snemma í hálfleiknum þar sem Ólafur Íshólm gerði mjög vel í að verja mark sitt og kom í veg fyrir að heimamenn tækju forystuna. Skömmu síðar voru Framarar mjög nálægt því að komast yfir. Guðmundur Magnússon átti skalla af stuttu færi sem fór í varnarmann og Aron Jóhannsson átti skot sem fór í þverslánna. Bæði lið gerðu breytingar fram á við og inni á miðsvæðinu til að hrista upp í hlutunum. Keflavíkurliðið virkaði sérstaklega hungrað í stigin þrjú og sóttu vel síðustu mínúturnar en tókst ekki að koma boltanum yfir línuna í þetta skiptið, niðurstaðan markalaust jafntefli. Afhverju endaði leikurinn með jafntefli? Þetta var mjög sanngjarnt, botnbaráttu 0-0 jafntefli. Hvorugt lið sýndi neina glæsitakta en sköpuðu sér þó eitthvað af færum. Skoruðu bæði mörk sem voru dæmd af og voru heilt yfir jöfn í allri baráttu í dag. Hverjir stóðu upp úr? Brynjar Gauti kom vel inn í vörn Fram eftir stutta fjarveru. Ólafur Íshólm átti sömuleiðis nokkrar góðar vörslur og tókst að halda marki sínu hreinu. Keflavíkurmegin var nýliðinn Muhamed Alghoul allra manna sprækastur, spilaði vel úti á kantinum og skapaði sér góðar stöður. Hvað gekk illa? Ákvarðanataka beggja liða á síðasta þriðjungi var ekki nógu góð í dag, sendu boltann oft þegar átti að skjóta og skutu þegar átti að senda. Voru lengi að færa hann milli svæða og vantaði svolitla ákefð fram á við. Hvað gerist næst? Síðasta umferð deildarinnar, áður en henni verður skipt í tvennt, fer fram næstu helgi. Þar mætir Fram toppliði Víkings en Keflavík mætir Stjörnunni. Allir leikir lokaumferðarinnar fara fram sunnudaginn 3. september, klukkan 14:00. Ragnar: Maður hefur séð dómara sleppa því að dæma á svona Úr leik Framara í Bestu deildinni.Vísir/Diego Ragnar Sigurðsson, þjálfari Fram, var svekktur að hafa ekki tekið þrjú stig heim frá Keflavík. Hann telur sitt lið hafa gert nóg í dag til að sigra leikinn. „Bara þokkalega jafn leikur en mér fannst við gera nógu til að ná í þrjú stig. Það datt bara ekki með okkur í dag, tvö sláarskot og mark sem var dæmt af. Kannski allt í lagi að dæma á þetta en maður hefur séð dómara sleppa því að dæma á svona.“ Jannik Holmsgaard, framherji Fram, er að snúa aftur úr meiðslum. Hann spilaði 10 mínútur gegn KA í síðustu umferð og 20 mínútur í dag. Ragnar segir gríðarlega mikilvægt að fá þann sterka leikmann aftur fyrir lokasprettinn. „Jú klárlega, hann gefur okkur mikið með sínum leik, það er alveg á hreinu.“ Fram kom sér upp úr fallsæti í síðustu umferð, þeir sitja nú í 10. sæti deildarinnar með 19 stig. Ragnar segist bjartsýnn og vongóður að liðinu takist að halda sér uppi. Næsti leikur þeirra er gegn toppliði Víkings og Ragnar segir að það megi búast við töluvert öðruvísi leik þar en í dag. „Já klárlega [bjartsýnn á framhaldið]. Það verður allt öðruvísi leikur, þetta var meiri barátta og langir en verður örugglega meira spil í þeim leik.“ Besta deild karla Keflavík ÍF Fram
Keflavík tók á móti Fram í botnbaráttuslag 21. umferðar Bestu deildar karla. Leiknum lauk með 0-0 jafntefli, en bæði lið skoruðu mörk sem voru dæmd ógild. Leikurinn fór afar hægt af stað og hvorugt lið náði að spila boltanum vel sín á milli. Keflavíkurmenn reyndu marga háa bolta inn fyrir vörnina en voru með vind í bakið sem gerði þær sendingar mjög erfiðar. Fram áttu nokkra fína spretti upp vængina og komu sér í ágætis stöður en gekk illa að skapa sér hættuleg færi. Það gerðist svo á 29. mínútu leiksins að Stefan Ljubicic setti boltann í netið fyrir Keflavík, en hann var dæmdur brotlegur í baráttunni við varnarmann Fram og markið dæmt af. Fram tóku aukaspyrnu og brunuðu upp hinum megin, komu boltanum fyrir á Aron Jóhannsson sem komst framhjá markverðinum og skaut að marki. En Magnús Þór las þetta vel, kom sér niður á línuna, fleygði sér fyrir boltann og tókst að bjarga marki. Fyrir utan þennan kafla var fyrri hálfleikur fremur tíðindalítill og fátt um færi. En spilamennska beggja liða var svo öllu skárri í seinni hálfleik. Keflavík átti tvö hættuleg færi snemma í hálfleiknum þar sem Ólafur Íshólm gerði mjög vel í að verja mark sitt og kom í veg fyrir að heimamenn tækju forystuna. Skömmu síðar voru Framarar mjög nálægt því að komast yfir. Guðmundur Magnússon átti skalla af stuttu færi sem fór í varnarmann og Aron Jóhannsson átti skot sem fór í þverslánna. Bæði lið gerðu breytingar fram á við og inni á miðsvæðinu til að hrista upp í hlutunum. Keflavíkurliðið virkaði sérstaklega hungrað í stigin þrjú og sóttu vel síðustu mínúturnar en tókst ekki að koma boltanum yfir línuna í þetta skiptið, niðurstaðan markalaust jafntefli. Afhverju endaði leikurinn með jafntefli? Þetta var mjög sanngjarnt, botnbaráttu 0-0 jafntefli. Hvorugt lið sýndi neina glæsitakta en sköpuðu sér þó eitthvað af færum. Skoruðu bæði mörk sem voru dæmd af og voru heilt yfir jöfn í allri baráttu í dag. Hverjir stóðu upp úr? Brynjar Gauti kom vel inn í vörn Fram eftir stutta fjarveru. Ólafur Íshólm átti sömuleiðis nokkrar góðar vörslur og tókst að halda marki sínu hreinu. Keflavíkurmegin var nýliðinn Muhamed Alghoul allra manna sprækastur, spilaði vel úti á kantinum og skapaði sér góðar stöður. Hvað gekk illa? Ákvarðanataka beggja liða á síðasta þriðjungi var ekki nógu góð í dag, sendu boltann oft þegar átti að skjóta og skutu þegar átti að senda. Voru lengi að færa hann milli svæða og vantaði svolitla ákefð fram á við. Hvað gerist næst? Síðasta umferð deildarinnar, áður en henni verður skipt í tvennt, fer fram næstu helgi. Þar mætir Fram toppliði Víkings en Keflavík mætir Stjörnunni. Allir leikir lokaumferðarinnar fara fram sunnudaginn 3. september, klukkan 14:00. Ragnar: Maður hefur séð dómara sleppa því að dæma á svona Úr leik Framara í Bestu deildinni.Vísir/Diego Ragnar Sigurðsson, þjálfari Fram, var svekktur að hafa ekki tekið þrjú stig heim frá Keflavík. Hann telur sitt lið hafa gert nóg í dag til að sigra leikinn. „Bara þokkalega jafn leikur en mér fannst við gera nógu til að ná í þrjú stig. Það datt bara ekki með okkur í dag, tvö sláarskot og mark sem var dæmt af. Kannski allt í lagi að dæma á þetta en maður hefur séð dómara sleppa því að dæma á svona.“ Jannik Holmsgaard, framherji Fram, er að snúa aftur úr meiðslum. Hann spilaði 10 mínútur gegn KA í síðustu umferð og 20 mínútur í dag. Ragnar segir gríðarlega mikilvægt að fá þann sterka leikmann aftur fyrir lokasprettinn. „Jú klárlega, hann gefur okkur mikið með sínum leik, það er alveg á hreinu.“ Fram kom sér upp úr fallsæti í síðustu umferð, þeir sitja nú í 10. sæti deildarinnar með 19 stig. Ragnar segist bjartsýnn og vongóður að liðinu takist að halda sér uppi. Næsti leikur þeirra er gegn toppliði Víkings og Ragnar segir að það megi búast við töluvert öðruvísi leik þar en í dag. „Já klárlega [bjartsýnn á framhaldið]. Það verður allt öðruvísi leikur, þetta var meiri barátta og langir en verður örugglega meira spil í þeim leik.“
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti