Stuðningsmenn Trumps bíða við fangelsið í Fulton-sýslu Samúel Karl Ólason skrifar 24. ágúst 2023 18:47 Stuðningsmenn Trumps segja að þau vilji að hann sjái að hann njóti stuðnings þeirra. AP/Mike Stewart Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun gefa sig fram við lögreglu í Fulton-sýslu í Georgíu í kvöld. Mikill fjöldi stuðningsmanna forsetans hefur þegar komið sér fyrir við fangelsið þar sem Trump ætlar að gefa sig fram á tólfta tímanum í kvöld. Trump var ákærður í Georgíu fyrr í mánuðinum vegna tilrauna hans til að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu en það var í fjórða sinn á þessu ári sem Trump var ákærður. Þó þetta sé fjórða ákæran og Trump hafi þurft að gefa sig fram þrisvar áður, verður þetta í fyrsta sinn sem svokölluðu fangamynd verður tekin af honum og birt opinberlega. Fyrr í vikunni hafa slíkar myndir birst af Rudy Guiliani, fyrrverandi einkalögmanni Trumps, og öðrum bandamönnum forsetans fyrrverandi. Mark Meadows, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins, gaf sig fram á sjöunda tímanum í dag. Pat Labat, fógeti, segir að komið verði fram við Trump eins og alla aðra sakborninga. Trump og átján aðrir voru ákærðir af héraðssaksóknaranum Fani Willis. Þau voru ákærð á grunni RICO-laganna svokölluðu en þau voru upprunalega sett til að auðvelda yfirvöldum að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Nokkrir af þeim sem eru ákærðir eru sakaðir um að hafa reynt að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar. Willis hefur lagt til að réttarhöldin hefjist í mars. AP fréttaveitan segir að stuðningsmönnum Trumps við fangelsið í Fulton-sýslu hafi fjölgað mjög í dag. Í samtali við fréttaveituna hafa stuðningsmenn Trumps haldið því fram að verið sé að koma fram við hann af mikilli ósanngirni. Þau sögðu meðal annars að ákærurnar væru pólitísks eðlis. Fólkið sagði einnig að ákærurnar hefðu aukið stuðning þeirra við Trump. Andstæðingar Trumps hafa einnig komið saman við fangelsið. Mótmælendur eru einnig búnir að koma saman við fangelsið í Fulton-sýslu.AP/Ben Gray Trump birti nú fyrir skömmu svokallaðan „sannleik“ á samfélagsmiðli sínum Truth Social, þar sem hann heldur því fram að viðtal hans hjá Tucker Carlson sem sýnt var á X, sem áður hét Twitter, hafi fengið tvöfalt meira áhorf en Ofurskálin. Þá bætir hann við að hann þurfi að fara til Atlanta þar sem hann verði handtekinn. Í færslunni kallar hann Willis lúsablesa og segir að hann verði handtekinn klukkan 19:30 að staðartíma. Það er klukkan hálf tólf í kvöld, að íslenskum tíma. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Flestir frambjóðendur myndu styðja Trump þrátt fyrir sakfellingu Aðeins einn frambjóðandi í forvali Repúblikana sagðist ekki munu styðja framboð Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna þrátt fyrir að hann yrði sakfelldur í einhverju af málunum fjórum sem höfðuð hafa verið á hendur honum. Allir frambjóðendur nema Trump, sem er með mikið forskot í skoðanakönnunum, mættust í kappræðum í gærkvöldi. 24. ágúst 2023 10:14 Starfsmaður Trumps dró framburð sinn til baka eftir að hann skipti um lögmann Starfsmaður í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi Donalds Trump í Flórída, dró vitnisburð sinn í einu af fjórum sakamálum gegn Trump til baka. Það gerði hann eftir að hann skipti um lögmann og hefur hann bendlað Trump og tvo aðstoðarmenn hans við að reyna að hindra framgang réttvísinnar. 22. ágúst 2023 23:09 Gert að greiða tuttugu og sex milljónir króna í tryggingu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun þurfa að greiða tvö hundruð þúsund dali í tryggingu til að komast hjá því að sitja í fangelsi vegna ákæra gegn honum í Fulton-sýslu í Georgíu. Hann var ákærður í Georgíu í síðustu viku vegna tilrauna hans til að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu en það var í fjórða sinn á þessu ári sem Trump var ákærður. 21. ágúst 2023 20:38 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Trump var ákærður í Georgíu fyrr í mánuðinum vegna tilrauna hans til að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu en það var í fjórða sinn á þessu ári sem Trump var ákærður. Þó þetta sé fjórða ákæran og Trump hafi þurft að gefa sig fram þrisvar áður, verður þetta í fyrsta sinn sem svokölluðu fangamynd verður tekin af honum og birt opinberlega. Fyrr í vikunni hafa slíkar myndir birst af Rudy Guiliani, fyrrverandi einkalögmanni Trumps, og öðrum bandamönnum forsetans fyrrverandi. Mark Meadows, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins, gaf sig fram á sjöunda tímanum í dag. Pat Labat, fógeti, segir að komið verði fram við Trump eins og alla aðra sakborninga. Trump og átján aðrir voru ákærðir af héraðssaksóknaranum Fani Willis. Þau voru ákærð á grunni RICO-laganna svokölluðu en þau voru upprunalega sett til að auðvelda yfirvöldum að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Nokkrir af þeim sem eru ákærðir eru sakaðir um að hafa reynt að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar. Willis hefur lagt til að réttarhöldin hefjist í mars. AP fréttaveitan segir að stuðningsmönnum Trumps við fangelsið í Fulton-sýslu hafi fjölgað mjög í dag. Í samtali við fréttaveituna hafa stuðningsmenn Trumps haldið því fram að verið sé að koma fram við hann af mikilli ósanngirni. Þau sögðu meðal annars að ákærurnar væru pólitísks eðlis. Fólkið sagði einnig að ákærurnar hefðu aukið stuðning þeirra við Trump. Andstæðingar Trumps hafa einnig komið saman við fangelsið. Mótmælendur eru einnig búnir að koma saman við fangelsið í Fulton-sýslu.AP/Ben Gray Trump birti nú fyrir skömmu svokallaðan „sannleik“ á samfélagsmiðli sínum Truth Social, þar sem hann heldur því fram að viðtal hans hjá Tucker Carlson sem sýnt var á X, sem áður hét Twitter, hafi fengið tvöfalt meira áhorf en Ofurskálin. Þá bætir hann við að hann þurfi að fara til Atlanta þar sem hann verði handtekinn. Í færslunni kallar hann Willis lúsablesa og segir að hann verði handtekinn klukkan 19:30 að staðartíma. Það er klukkan hálf tólf í kvöld, að íslenskum tíma.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Flestir frambjóðendur myndu styðja Trump þrátt fyrir sakfellingu Aðeins einn frambjóðandi í forvali Repúblikana sagðist ekki munu styðja framboð Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna þrátt fyrir að hann yrði sakfelldur í einhverju af málunum fjórum sem höfðuð hafa verið á hendur honum. Allir frambjóðendur nema Trump, sem er með mikið forskot í skoðanakönnunum, mættust í kappræðum í gærkvöldi. 24. ágúst 2023 10:14 Starfsmaður Trumps dró framburð sinn til baka eftir að hann skipti um lögmann Starfsmaður í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi Donalds Trump í Flórída, dró vitnisburð sinn í einu af fjórum sakamálum gegn Trump til baka. Það gerði hann eftir að hann skipti um lögmann og hefur hann bendlað Trump og tvo aðstoðarmenn hans við að reyna að hindra framgang réttvísinnar. 22. ágúst 2023 23:09 Gert að greiða tuttugu og sex milljónir króna í tryggingu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun þurfa að greiða tvö hundruð þúsund dali í tryggingu til að komast hjá því að sitja í fangelsi vegna ákæra gegn honum í Fulton-sýslu í Georgíu. Hann var ákærður í Georgíu í síðustu viku vegna tilrauna hans til að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu en það var í fjórða sinn á þessu ári sem Trump var ákærður. 21. ágúst 2023 20:38 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Flestir frambjóðendur myndu styðja Trump þrátt fyrir sakfellingu Aðeins einn frambjóðandi í forvali Repúblikana sagðist ekki munu styðja framboð Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna þrátt fyrir að hann yrði sakfelldur í einhverju af málunum fjórum sem höfðuð hafa verið á hendur honum. Allir frambjóðendur nema Trump, sem er með mikið forskot í skoðanakönnunum, mættust í kappræðum í gærkvöldi. 24. ágúst 2023 10:14
Starfsmaður Trumps dró framburð sinn til baka eftir að hann skipti um lögmann Starfsmaður í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi Donalds Trump í Flórída, dró vitnisburð sinn í einu af fjórum sakamálum gegn Trump til baka. Það gerði hann eftir að hann skipti um lögmann og hefur hann bendlað Trump og tvo aðstoðarmenn hans við að reyna að hindra framgang réttvísinnar. 22. ágúst 2023 23:09
Gert að greiða tuttugu og sex milljónir króna í tryggingu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun þurfa að greiða tvö hundruð þúsund dali í tryggingu til að komast hjá því að sitja í fangelsi vegna ákæra gegn honum í Fulton-sýslu í Georgíu. Hann var ákærður í Georgíu í síðustu viku vegna tilrauna hans til að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu en það var í fjórða sinn á þessu ári sem Trump var ákærður. 21. ágúst 2023 20:38