Klara biður aganefnd KSÍ að skoða afskipti Arnars Aron Guðmundsson skrifar 24. ágúst 2023 11:00 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ og Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur Vísir/Samsett mynd Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ hefur óskað eftir því við aga- og úrskurðarnefnd sambandsins að hún taki til skoðunar afskipti Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara Víkings Reykjavíkur, af leik liðsins við Val í Bestu deild karla á dögunum. Þetta staðfestir Klara í samtali við Vísi en Arnar tók út leikbann í umræddum leik en var, líkt og hann greindi frá í viðtali í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport eftir leik, í símasambandi við aðstoðarmenn sína á hliðarlínunni. Klippa: Arnar í viðtali eftir leik gegn Val Valsarar íhuga það nú að kæra afskipti Arnars af leik liðanna og hafa út morgundaginn til þess að kæra. Í samtali við Vísi segist Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar félagsins, engu við málið að bæta á þessari stundu. Valsarar séu bara með málið til skoðunar. Í þessum efnum liggja greinar í reglugerðum KSÍ og FIFA meðal annars undir og segir Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ, að aga- og úrskurðarnefnd hafi heimild til þess að líta í báðar reglugerðir í málum sem koma inn á borð nefndarinnar. „Það getur alveg átt við í svona máli,“ segir Haukur í samtali við Vísi. „Ef horft er á íslensku reglugerðina og hún er kannski ekki nægilega nákvæm um tilvikin þá er heimild fyrir aganefndina ,og eftir atvikum áfrýjunardómstól, að horfa til FIFA reglugerðarinnar því hún er ákvæðum KSÍ reglugerðarinnar til fyllingar. Hún fyllir upp í eyðurnar ef svo má segja.“ Í 66.kafla reglugerðar agareglna FIFA, FIFA Disciplinary Code, undir liðum B og C í 3.grein, segir að þjálfari eða forystumaður félags, sem taki út leikbann, sé ekki heimilt að fara inn til búningsherbergja, í leikmannagöngin eða boðvang umrædds leikstaðs og megi ekki vera í samskiptum eða hafa samband við annan einstakling sem gæti talist sem hluti af leiknum þar til að dómari flautar til leiksloka. „Ég var bara í stöðugum samskiptum við bekkinn, það er svo fínt útsýni þarna úr stúkunni og hægt að ´micro-managera´ vel þarna úr stúkunni,“ sagði Arnar, þjálfari Víkinga í viðtali á Stöð 2 Sport eftir leik Vals og Víkings á dögunum. Í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál, sem er sett samkvæmt agareglum FIFA, segir að þjálfari eða forystumaður sem tekur út leikbann og mætir á leikstað skuli vera meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik og þar til dómari hefur flautað til leiksloka. Á því tímabili má viðkomandi ekki vera á leikvellinum, boðvangi, í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem hann getur verið í tengslum við lið sitt. Möguleg sekt Fari svo að kært verði í málinu, og komist að þeirri niðurstöðu að Arnar hafi brotið í bága við reglugerð KSÍ, kveður reglugerð sambandsins um knattspyrnumót hvaða afleiðingar það geti haft í för með sér. Undir 36.grein umræddrar reglugerðar segir: Félag sem notar þjálfara eða forystumann sem er í leikbanni skal sæta sektum og viðkomandi frekara leikbanni í samræmi við ákvörðun aga- og úrskurðarnefndar. Lið, sem mætir ólöglega skipað til leiks, skal sæta sekt að upphæð allt að kr. 75.000. Félag, sem notar leikmann, þjálfara eða forystumann í leikbanni, skal sæta sektum að upphæð allt að kr. 300.000 sé brotið framið í meistaraflokki. Er það ólíkt þeim afleiðingum sem það getur haft í för með sér þegar að félag notar leikmann í leikbanni í leik sínum. Þá telst það lið hafa tapað leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra, þá skal sú markatala ráða. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Gestirnir með sóp á lofti? Körfubolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - ÍR | Síðasti séns fyrir Breiðhyltinga Körfubolti Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Valur | Meistarar mætast Í beinni: Breiðablik - Valur | Meistarar mætast Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Sjá meira
Þetta staðfestir Klara í samtali við Vísi en Arnar tók út leikbann í umræddum leik en var, líkt og hann greindi frá í viðtali í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport eftir leik, í símasambandi við aðstoðarmenn sína á hliðarlínunni. Klippa: Arnar í viðtali eftir leik gegn Val Valsarar íhuga það nú að kæra afskipti Arnars af leik liðanna og hafa út morgundaginn til þess að kæra. Í samtali við Vísi segist Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar félagsins, engu við málið að bæta á þessari stundu. Valsarar séu bara með málið til skoðunar. Í þessum efnum liggja greinar í reglugerðum KSÍ og FIFA meðal annars undir og segir Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ, að aga- og úrskurðarnefnd hafi heimild til þess að líta í báðar reglugerðir í málum sem koma inn á borð nefndarinnar. „Það getur alveg átt við í svona máli,“ segir Haukur í samtali við Vísi. „Ef horft er á íslensku reglugerðina og hún er kannski ekki nægilega nákvæm um tilvikin þá er heimild fyrir aganefndina ,og eftir atvikum áfrýjunardómstól, að horfa til FIFA reglugerðarinnar því hún er ákvæðum KSÍ reglugerðarinnar til fyllingar. Hún fyllir upp í eyðurnar ef svo má segja.“ Í 66.kafla reglugerðar agareglna FIFA, FIFA Disciplinary Code, undir liðum B og C í 3.grein, segir að þjálfari eða forystumaður félags, sem taki út leikbann, sé ekki heimilt að fara inn til búningsherbergja, í leikmannagöngin eða boðvang umrædds leikstaðs og megi ekki vera í samskiptum eða hafa samband við annan einstakling sem gæti talist sem hluti af leiknum þar til að dómari flautar til leiksloka. „Ég var bara í stöðugum samskiptum við bekkinn, það er svo fínt útsýni þarna úr stúkunni og hægt að ´micro-managera´ vel þarna úr stúkunni,“ sagði Arnar, þjálfari Víkinga í viðtali á Stöð 2 Sport eftir leik Vals og Víkings á dögunum. Í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál, sem er sett samkvæmt agareglum FIFA, segir að þjálfari eða forystumaður sem tekur út leikbann og mætir á leikstað skuli vera meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik og þar til dómari hefur flautað til leiksloka. Á því tímabili má viðkomandi ekki vera á leikvellinum, boðvangi, í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem hann getur verið í tengslum við lið sitt. Möguleg sekt Fari svo að kært verði í málinu, og komist að þeirri niðurstöðu að Arnar hafi brotið í bága við reglugerð KSÍ, kveður reglugerð sambandsins um knattspyrnumót hvaða afleiðingar það geti haft í för með sér. Undir 36.grein umræddrar reglugerðar segir: Félag sem notar þjálfara eða forystumann sem er í leikbanni skal sæta sektum og viðkomandi frekara leikbanni í samræmi við ákvörðun aga- og úrskurðarnefndar. Lið, sem mætir ólöglega skipað til leiks, skal sæta sekt að upphæð allt að kr. 75.000. Félag, sem notar leikmann, þjálfara eða forystumann í leikbanni, skal sæta sektum að upphæð allt að kr. 300.000 sé brotið framið í meistaraflokki. Er það ólíkt þeim afleiðingum sem það getur haft í för með sér þegar að félag notar leikmann í leikbanni í leik sínum. Þá telst það lið hafa tapað leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra, þá skal sú markatala ráða.
Félag sem notar þjálfara eða forystumann sem er í leikbanni skal sæta sektum og viðkomandi frekara leikbanni í samræmi við ákvörðun aga- og úrskurðarnefndar. Lið, sem mætir ólöglega skipað til leiks, skal sæta sekt að upphæð allt að kr. 75.000. Félag, sem notar leikmann, þjálfara eða forystumann í leikbanni, skal sæta sektum að upphæð allt að kr. 300.000 sé brotið framið í meistaraflokki.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Gestirnir með sóp á lofti? Körfubolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - ÍR | Síðasti séns fyrir Breiðhyltinga Körfubolti Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Valur | Meistarar mætast Í beinni: Breiðablik - Valur | Meistarar mætast Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Sjá meira