Kaupsamningum fækkað um 30 prósent milli ára Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. ágúst 2023 06:43 Bríet rekur um 250 fasteignir í 34 sveitarfélögum allt í kringum landið. Vísir/Vilhelm Kaupsamningum á öðrum ársfjórðungi fækkaði um 31,1 prósent milli ára en þeir voru 1.793 á þessu ári, samanborið við 2.603 á síðasta ári. Kaupsamningum fjölgaði milli mánaða í júní, voru 698 samanborið við 643 í maí. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,8 prósent í júlí. Sérbýli lækkaði um 2,8 prósent en fjölbýli um 0,2 prósent. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins stendur verð í stað milli mánaða en annars staðar lækkaði það um 1,1 prósent. „Þrátt fyrir að stýrivextir hafi verið hækkaðir samfellt frá maí 2021 þá hafa raunstýrivextir ekki verið jákvæðir í rúm þrjú ár. Raunstýrivextir mælast nú jákvæðir í fyrsta sinn síðan í mars 2020. Tólf mánaða verðbólga hefur verið á niðurleið og vísitala neysluverðs stóð nánast í stað í síðustu mælingu þegar hún hækkaði um 0,03% í júlí. Stýrivextir Seðlabankans hækkuðu um 0,5% í vikunni og eru orðnir 9,25% og hafa ekki verið hærri síðan í desember 2009,“ segir í skýrslunni. Alls hafa 2.038 nýbyggðar íbúðir komið inn á markað það sem af er ári, þar af 393 í júlí. Í skýrslunni er fjallað um gjaldþrot fyrirtækja í byggingastarfsemi en þau voru 37 í maí. Það hefur þá gerst þrisvar á árinu að gjaldþrot fyrirtækja í byggingarstarfsemi hafi veið fleiri en 30 í einum mánuði. „Sé miðað við 6 mánaða hlaupandi árstíðaleiðrétt meðaltal hafa gjaldþrot í greininni ekki verið fleiri síðan árið 2012. Í júní fækkaði gjaldþrotum og varð 21 fyrirtæki í geiranum gjaldþrota. Jafnframt hefur nýskráðum fyrirtækjum í geiranum fjölgað frá 2019 en 56 fyrirtæki voru nýskráð í júnímánuði.“ Hér má finna skýrsluna í heild. Fasteignamarkaður Verðlag Neytendur Húsnæðismál Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,8 prósent í júlí. Sérbýli lækkaði um 2,8 prósent en fjölbýli um 0,2 prósent. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins stendur verð í stað milli mánaða en annars staðar lækkaði það um 1,1 prósent. „Þrátt fyrir að stýrivextir hafi verið hækkaðir samfellt frá maí 2021 þá hafa raunstýrivextir ekki verið jákvæðir í rúm þrjú ár. Raunstýrivextir mælast nú jákvæðir í fyrsta sinn síðan í mars 2020. Tólf mánaða verðbólga hefur verið á niðurleið og vísitala neysluverðs stóð nánast í stað í síðustu mælingu þegar hún hækkaði um 0,03% í júlí. Stýrivextir Seðlabankans hækkuðu um 0,5% í vikunni og eru orðnir 9,25% og hafa ekki verið hærri síðan í desember 2009,“ segir í skýrslunni. Alls hafa 2.038 nýbyggðar íbúðir komið inn á markað það sem af er ári, þar af 393 í júlí. Í skýrslunni er fjallað um gjaldþrot fyrirtækja í byggingastarfsemi en þau voru 37 í maí. Það hefur þá gerst þrisvar á árinu að gjaldþrot fyrirtækja í byggingarstarfsemi hafi veið fleiri en 30 í einum mánuði. „Sé miðað við 6 mánaða hlaupandi árstíðaleiðrétt meðaltal hafa gjaldþrot í greininni ekki verið fleiri síðan árið 2012. Í júní fækkaði gjaldþrotum og varð 21 fyrirtæki í geiranum gjaldþrota. Jafnframt hefur nýskráðum fyrirtækjum í geiranum fjölgað frá 2019 en 56 fyrirtæki voru nýskráð í júnímánuði.“ Hér má finna skýrsluna í heild.
Fasteignamarkaður Verðlag Neytendur Húsnæðismál Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf