„Hér er mannúðarkrísa“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Lovísa Arnardóttir skrifa 23. ágúst 2023 20:41 Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður og Sólveig Ásta Sigurðardóttir varaformaður Solaris tóku bæði til máls. Vísir/Vilhelm Tuttugu og átta félagasamtök funduðu í dag um málefni flóttafólks sem hefur verið svipt þjónustu. Félagsmálaráðherra var eini ráðherra ríkisstjórnarinnar sem mætti en hann sagði það ekki stefnu stjórnvalda að fólk sé á götunni og að verið sé að vinna að lausn með sveitarfélögum. Á fundinum tóku meðlimir tólf félagasamtaka til máls og veltu upp spurningum tengdar flóttafólki sem ekki fær þjónustu. Í kjölfarið tóku ráðamenn við, þar á meðal Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumálaráðherra og Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Guðmundur sagði í ræðu sinni að ekki væri stefna stjórnvalda að senda fólk á götuna. Þá sagði hann að honum hugnaðist ekki tillögu dómsmálaráðherra um búsetuúrræði með takmörkunum. Hann sagði að búast megi við lausn á málum flóttafólks á götunni sem stjórnvöld hafa verið að vinna að í samstarfi við sveitarfélögin. „Jafnréttisparadísarkokteillinn er beiskur í dag,“ sagði Ellen Calmon gjaldkeri kvenréttindafélags Íslands. Flóttakonan Blessing Newton, sem var svipt allri þjónustu eftir að hafa verið synjað um vernd í mánuðinum, var á fundinum.Vísir/Vilhelm Ræða þingkonu féll misvel í kramið Bryndís Haraldsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins tók til máls á eftir Guðmundi. Ræða hennar hlaut misgóðar undirtektir fundarmanna en einhverjir létu frá sér fliss þegar hún kom sínum málum á framfæri. „Mig langar bara að segja við við sem fórum yfir þessa löggjöf við vönduðum okkur. Ég vil meina það að við vönduðum mjög vel til verka,“ sagði hún um umrædda löggjöf. Hún sagðist átta sig á því að ekki allir séu sáttir við niðurstöðuna. Þá brýndi hún mikilvægi þess að taka vel á móti öllum sem koma til landsins. En þeir sem fái synjun verði að yfirgefa landið. Meðan á ræðu Bryndísar stóð gekk Sema Erla Serdaroglu baráttukona auk nokkurra annarra fundarmanna úr salnum. Hægt að fresta niðurfellingu á þjónustu „Í styttra samhenginu er ríkislögreglustjóri með það í hendi sér að fresta niðurfellingu þjónustu í þessum nýju lögum sem ég held að hafi verið frekar skýrt ákall um að þarf að breyta sem fyrst,“ sagði Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir ríkislögreglustjóra geta ákveðið að fresta niðurfellingu á þjónustu fyrir þá sem synjað er um vernd. „Þá dæmir bara hver fyrir sig, er þetta sanngjarnt? Ég held að flestum finnist þetta ekki sanngjarnt eða mannúðlegt og vilji ekki sjá þetta gerast í stórum stíl og það getur ríkislögreglustjóri komið í veg fyrir í dag,“ sagði Helgi. Hefurðu reynt á það í einhverjum tilfellum að festa þessu? „Já, við höfum fengið neikvæðar niðurstöður í nokkrum málum sem að ég hef þegar kært en það frestar engri ákvörðun þannig að þetta fólk er náttúrlega ennþá í þessari stöðu þangað til að það kærumál er búið, sem það er ekki.“ Er einhver tímarammi á ákvörðuninni í þessu hjá þér? „Ég myndi nú ætla að kærunefnd myndi taka þetta fyrir hraðar en venjuleg mál, en nei, það er enginn dagsetning komin á það hvenær niðurstaða fæst í þetta.“ Nokkra þingmenn mátti sjá í salnum, þar á meðal Helgu Völu Helgadóttur úr Samfylkingunni, Björn Leví Gunnarsson úr Pírötum, Jódísi Skúladóttur úr Vinstri grænum og Jakob Frímann Magnússon úr Flokki fólksins.Vísir/Vilhelm Mannúðarkrísa Sólveig Ásta Sigurðardóttir, varaformaður Solaris segir stöðuna grafalvarlega og að fjöldi fólks sem sett hefur verið á götuna haldi áfram að aukast. „Síðast í gær voru fjórir einstaklingar settir á götuna með enga leið að afla sér viðværis, ekki með húsaskjól og allt það sem við höfum séð í fréttum. Og þurfa að reiða sig á ókunnuga, eins og okkur, til þess að lifa daginn af,“ sagði Sólveig. “Þannig að þetta er auðvitað grafalvarlegt ástand og það er virkilega ánægjulegt að öll þessi félög sem eru hér taka heils hugar undir það og lýsa yfir að hér er mannúðarkrísa,“ bætti hún við. Hvernig finnst þér að heyra af því að ráðherra vinni að lausn með sveitarfélögunum? „Við bara, grátbiðjum og vonum að það verði einhver breyting, og höldum áfram að þrýsta á að það verði og hér verði unnið að mannúðlegum niðurstöðum fyrir fólk og við munum ekki gefast upp. Hér, það sem hefur haldið okkur gangandi er allt það fólk sem hefur boðið þjónustu og vill mótmæla þessu með okkur og við munum bara halda áfram að knýja á raunverulegar breytingar.“ Vîsir fylgdist með fundinum í vaktinni eins og sjá má að neðan.
Á fundinum tóku meðlimir tólf félagasamtaka til máls og veltu upp spurningum tengdar flóttafólki sem ekki fær þjónustu. Í kjölfarið tóku ráðamenn við, þar á meðal Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumálaráðherra og Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Guðmundur sagði í ræðu sinni að ekki væri stefna stjórnvalda að senda fólk á götuna. Þá sagði hann að honum hugnaðist ekki tillögu dómsmálaráðherra um búsetuúrræði með takmörkunum. Hann sagði að búast megi við lausn á málum flóttafólks á götunni sem stjórnvöld hafa verið að vinna að í samstarfi við sveitarfélögin. „Jafnréttisparadísarkokteillinn er beiskur í dag,“ sagði Ellen Calmon gjaldkeri kvenréttindafélags Íslands. Flóttakonan Blessing Newton, sem var svipt allri þjónustu eftir að hafa verið synjað um vernd í mánuðinum, var á fundinum.Vísir/Vilhelm Ræða þingkonu féll misvel í kramið Bryndís Haraldsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins tók til máls á eftir Guðmundi. Ræða hennar hlaut misgóðar undirtektir fundarmanna en einhverjir létu frá sér fliss þegar hún kom sínum málum á framfæri. „Mig langar bara að segja við við sem fórum yfir þessa löggjöf við vönduðum okkur. Ég vil meina það að við vönduðum mjög vel til verka,“ sagði hún um umrædda löggjöf. Hún sagðist átta sig á því að ekki allir séu sáttir við niðurstöðuna. Þá brýndi hún mikilvægi þess að taka vel á móti öllum sem koma til landsins. En þeir sem fái synjun verði að yfirgefa landið. Meðan á ræðu Bryndísar stóð gekk Sema Erla Serdaroglu baráttukona auk nokkurra annarra fundarmanna úr salnum. Hægt að fresta niðurfellingu á þjónustu „Í styttra samhenginu er ríkislögreglustjóri með það í hendi sér að fresta niðurfellingu þjónustu í þessum nýju lögum sem ég held að hafi verið frekar skýrt ákall um að þarf að breyta sem fyrst,“ sagði Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir ríkislögreglustjóra geta ákveðið að fresta niðurfellingu á þjónustu fyrir þá sem synjað er um vernd. „Þá dæmir bara hver fyrir sig, er þetta sanngjarnt? Ég held að flestum finnist þetta ekki sanngjarnt eða mannúðlegt og vilji ekki sjá þetta gerast í stórum stíl og það getur ríkislögreglustjóri komið í veg fyrir í dag,“ sagði Helgi. Hefurðu reynt á það í einhverjum tilfellum að festa þessu? „Já, við höfum fengið neikvæðar niðurstöður í nokkrum málum sem að ég hef þegar kært en það frestar engri ákvörðun þannig að þetta fólk er náttúrlega ennþá í þessari stöðu þangað til að það kærumál er búið, sem það er ekki.“ Er einhver tímarammi á ákvörðuninni í þessu hjá þér? „Ég myndi nú ætla að kærunefnd myndi taka þetta fyrir hraðar en venjuleg mál, en nei, það er enginn dagsetning komin á það hvenær niðurstaða fæst í þetta.“ Nokkra þingmenn mátti sjá í salnum, þar á meðal Helgu Völu Helgadóttur úr Samfylkingunni, Björn Leví Gunnarsson úr Pírötum, Jódísi Skúladóttur úr Vinstri grænum og Jakob Frímann Magnússon úr Flokki fólksins.Vísir/Vilhelm Mannúðarkrísa Sólveig Ásta Sigurðardóttir, varaformaður Solaris segir stöðuna grafalvarlega og að fjöldi fólks sem sett hefur verið á götuna haldi áfram að aukast. „Síðast í gær voru fjórir einstaklingar settir á götuna með enga leið að afla sér viðværis, ekki með húsaskjól og allt það sem við höfum séð í fréttum. Og þurfa að reiða sig á ókunnuga, eins og okkur, til þess að lifa daginn af,“ sagði Sólveig. “Þannig að þetta er auðvitað grafalvarlegt ástand og það er virkilega ánægjulegt að öll þessi félög sem eru hér taka heils hugar undir það og lýsa yfir að hér er mannúðarkrísa,“ bætti hún við. Hvernig finnst þér að heyra af því að ráðherra vinni að lausn með sveitarfélögunum? „Við bara, grátbiðjum og vonum að það verði einhver breyting, og höldum áfram að þrýsta á að það verði og hér verði unnið að mannúðlegum niðurstöðum fyrir fólk og við munum ekki gefast upp. Hér, það sem hefur haldið okkur gangandi er allt það fólk sem hefur boðið þjónustu og vill mótmæla þessu með okkur og við munum bara halda áfram að knýja á raunverulegar breytingar.“ Vîsir fylgdist með fundinum í vaktinni eins og sjá má að neðan.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Vaktin: Málefni flóttafólks sem er synjað um alþjóðlega vernd Alls bjóða 23 félagasamtök til fundar í húsakynnum Hjálpræðishersins í Mörkinni í Reykjavík klukkan 17. Til umræðu er málefni flóttafólks sem svipt hefur verið rétti á þjónustu eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. 23. ágúst 2023 16:01 Þjónustusvipt flóttafólk til Hjálpræðishers í mat og virkniúrræði Svæðisstjóri Hjálpræðishersins segir þjónustusvipt flóttafólk leita til þeirra í mat og virkniúrræði. Ræða á málefni þessa hóps á samráðsfundi seinnipartinn í dag. Fjöldi félagasamtaka hafa skorað á yfirvöld að tryggja öryggi fólksins og grunnaðstoð. 23. ágúst 2023 13:00 Fjörutíu og tveir frá Venesúela fengið hæli en 435 verið synjað Á tímabilinu frá og með janúar og til og með júlí barst Útlendingastofnun 2.751 umsókn um vernd. Stærsti hlutinn var vegna einstaklinga frá Venesúela, 1.208 umsóknir, en 980 vegna einstaklinga frá Úkraínu. 22. ágúst 2023 07:10 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Vaktin: Málefni flóttafólks sem er synjað um alþjóðlega vernd Alls bjóða 23 félagasamtök til fundar í húsakynnum Hjálpræðishersins í Mörkinni í Reykjavík klukkan 17. Til umræðu er málefni flóttafólks sem svipt hefur verið rétti á þjónustu eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. 23. ágúst 2023 16:01
Þjónustusvipt flóttafólk til Hjálpræðishers í mat og virkniúrræði Svæðisstjóri Hjálpræðishersins segir þjónustusvipt flóttafólk leita til þeirra í mat og virkniúrræði. Ræða á málefni þessa hóps á samráðsfundi seinnipartinn í dag. Fjöldi félagasamtaka hafa skorað á yfirvöld að tryggja öryggi fólksins og grunnaðstoð. 23. ágúst 2023 13:00
Fjörutíu og tveir frá Venesúela fengið hæli en 435 verið synjað Á tímabilinu frá og með janúar og til og með júlí barst Útlendingastofnun 2.751 umsókn um vernd. Stærsti hlutinn var vegna einstaklinga frá Venesúela, 1.208 umsóknir, en 980 vegna einstaklinga frá Úkraínu. 22. ágúst 2023 07:10