Situr í gæsluvarðhaldi lengur en lög gera ráð fyrir: „Það einfaldlega gengur ekki í réttarríki“ Árni Sæberg skrifar 23. ágúst 2023 13:31 Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson er verjandi mannsins sem grunaður er um manndráp á Selfossi. Vísir/Vilhelm Undanfarnar vikur hafa reglulega birst fréttir af því að fallist hafi verið á framlengingu gæsluvarðhalds manns sem grunaður er um að hafa banað ungri konu í heimahúsi á Selfossi þann 27. apríl síðastliðinn. Hann mun sæta gæsluvarðhaldi út ágúst og mun þá hafa verið í haldi í átján vikur. Lög um meðferð sakamála kveða á um að ekki megi halda manni í gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema mál hafi verið höfðað gegn honum eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tvisvar fengið kröfu um framlengingu fram yfir tólf vikna frestinn á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna samþykkta. Það telur Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, verjandi mannsins, ekki standast skoðun. Lögin séu alveg skýr um meginregluna um tólf vikna hámark og dóstólum beri að dæma eftir lögum. „Hvað undantekninguna varðar um brýna rannsóknarhagsmuni, að þá auðvitað verður að skýra þá undantekningu þröngt, enda er um að ræða meginreglu sem á sér stoð í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Þess vegna þurfa að liggja fyrir mjög veigamiklar ástæður til þess að það sé farið fram hjá þessari meginreglu. Og ég tel að þau skilyrði séu alls ekki til staðar í því máli sem hér er til úrlausnar. Það er meðal annars beðið eftir endanlegri krufningarskýrslu en það er morgunljóst að umbjóðandi minn getur engin áhrif haft á niðurstöðu þeirrar rannsóknar og þar af leiðandi eiga þessi rök um brýna rannsóknarhagsmuni bara alls ekki við.“ Engar upplýsingar um hvenær niðurstöðu má vænta Í nýjasta úrskurði Héraðsdóms Suðurlands um framlengingu, sem hefur ekki enn verið birtur en Vísir hefur undir höndum að hluta, segir meðal annars að við meðferð fyrri krafna um framlengingu hafi verið gefin tímamörk varðandi rannsóknir á efnisinnihaldi rafrænna gagna og niðurstöðu krufningar. Þau hafi ekki staðist og ekkert lægi fyrir um hvenær niðurstaða væri að vænta. Þá segir að þrátt fyrir að brýnir rannsóknarhagsmunir væru fyrir hendi bæri að túlka undantekningu frá tólf vikna hámarkinu þröngt. Þrátt fyrir það féllst dómurinn á tveggja vikna framlengingu sem Landsréttur lengdi svo um eina viku. Lögregla og ákæruvald vilja rýmri frest Fáheyrt er að dómstólar fallist á að mönnum sé haldið lengur en í tólf vikur í gæsluvarðhaldi án þess að mál sé höfðað gegn þeim. Það hefur raunar bara gerst í einu öðru máli frá því að undantekningarákvæðið kom inn í lög árið 2008. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, segir í samtali við Vísi að lögregla og ákæruvald hafi lengi bent á að þessi frestur setji rannsóknum oft miklar skorður og því sé nauðsynlegt að endurskoða ákvæðið. Með því sé þó ekki verið að óska eftir ótakmörkuðum tíma enda sé gæsluvarðhald mjög íþyngjandi en hins vegar sé rétt að dómstólar setji lögreglu og ákæruvaldi mörk og veiti aðhald. Fresturinn lengdur án aðkomu Alþingis Vilhjálmur segir að með kröfum Lögreglustjórans á Suðurlandi í málinu sé verið að klæða kröfu á grundvelli almannahagsmuna í búning kröfu á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Með því að dómstólar fallist á það, eins og gert hefur verið tvisvar í málinu, sé verið að þynna út meginregluna um tólf vikna hámarkslengd gæsluvarðhalds. „Það má í raun og veru segja að þarna séu lögregla og ákæruvald að fara bakdyraleiðina að því að ná sínu fram um lengingu þessa frests umfram tólf vikurnar, án þess að löggjafinn eigi aðkomu að þeirri ákvörðun og að lögum sé breytt. Það einfaldlega gengur ekki í réttarríki,“ segir Vilhjálmur. Dómsmál Lögreglumál Alþingi Grunur um manndráp á Selfossi Tengdar fréttir Brýnir hagsmunir halda þeim grunaða á Selfossi bak við lás og slá Lögreglustjórinn á Suðurlandi gerði í dag enn einu gæsluvarðhaldskröfuna fyrir héraðsdómi yfir manni sem grunaður er um manndráp. Maðurinn var handtekinn 27. apríl síðastliðinn en krafan er lögð fram á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna þar sem endanleg niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 11. ágúst 2023 18:01 Rannsókn á manndrápi á Selfossi gengur vel Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur krafist áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir manni sem grunaður er um manndráp á Selfossi. Sá hefur meiri aðkomu að málinu en annar maður sem var handtekinn við upphaf rannsóknar en sleppt. 16. júní 2023 14:13 Gæsluvarðhald vegna manndrápsins á Selfossi framlengt Í dag féllst dómari við Héraðsdóm Suðurlands á kröfu Lögreglustjórans á Suðurlandi um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni, vegna rannsóknar á andláti ungrar konu á Selfossi frá því í apríl síðastliðnum. Gæsluvarðhald var framlengt til sextánda júní næstkomandi. 2. júní 2023 17:58 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Sjá meira
Lög um meðferð sakamála kveða á um að ekki megi halda manni í gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema mál hafi verið höfðað gegn honum eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tvisvar fengið kröfu um framlengingu fram yfir tólf vikna frestinn á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna samþykkta. Það telur Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, verjandi mannsins, ekki standast skoðun. Lögin séu alveg skýr um meginregluna um tólf vikna hámark og dóstólum beri að dæma eftir lögum. „Hvað undantekninguna varðar um brýna rannsóknarhagsmuni, að þá auðvitað verður að skýra þá undantekningu þröngt, enda er um að ræða meginreglu sem á sér stoð í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Þess vegna þurfa að liggja fyrir mjög veigamiklar ástæður til þess að það sé farið fram hjá þessari meginreglu. Og ég tel að þau skilyrði séu alls ekki til staðar í því máli sem hér er til úrlausnar. Það er meðal annars beðið eftir endanlegri krufningarskýrslu en það er morgunljóst að umbjóðandi minn getur engin áhrif haft á niðurstöðu þeirrar rannsóknar og þar af leiðandi eiga þessi rök um brýna rannsóknarhagsmuni bara alls ekki við.“ Engar upplýsingar um hvenær niðurstöðu má vænta Í nýjasta úrskurði Héraðsdóms Suðurlands um framlengingu, sem hefur ekki enn verið birtur en Vísir hefur undir höndum að hluta, segir meðal annars að við meðferð fyrri krafna um framlengingu hafi verið gefin tímamörk varðandi rannsóknir á efnisinnihaldi rafrænna gagna og niðurstöðu krufningar. Þau hafi ekki staðist og ekkert lægi fyrir um hvenær niðurstaða væri að vænta. Þá segir að þrátt fyrir að brýnir rannsóknarhagsmunir væru fyrir hendi bæri að túlka undantekningu frá tólf vikna hámarkinu þröngt. Þrátt fyrir það féllst dómurinn á tveggja vikna framlengingu sem Landsréttur lengdi svo um eina viku. Lögregla og ákæruvald vilja rýmri frest Fáheyrt er að dómstólar fallist á að mönnum sé haldið lengur en í tólf vikur í gæsluvarðhaldi án þess að mál sé höfðað gegn þeim. Það hefur raunar bara gerst í einu öðru máli frá því að undantekningarákvæðið kom inn í lög árið 2008. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, segir í samtali við Vísi að lögregla og ákæruvald hafi lengi bent á að þessi frestur setji rannsóknum oft miklar skorður og því sé nauðsynlegt að endurskoða ákvæðið. Með því sé þó ekki verið að óska eftir ótakmörkuðum tíma enda sé gæsluvarðhald mjög íþyngjandi en hins vegar sé rétt að dómstólar setji lögreglu og ákæruvaldi mörk og veiti aðhald. Fresturinn lengdur án aðkomu Alþingis Vilhjálmur segir að með kröfum Lögreglustjórans á Suðurlandi í málinu sé verið að klæða kröfu á grundvelli almannahagsmuna í búning kröfu á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Með því að dómstólar fallist á það, eins og gert hefur verið tvisvar í málinu, sé verið að þynna út meginregluna um tólf vikna hámarkslengd gæsluvarðhalds. „Það má í raun og veru segja að þarna séu lögregla og ákæruvald að fara bakdyraleiðina að því að ná sínu fram um lengingu þessa frests umfram tólf vikurnar, án þess að löggjafinn eigi aðkomu að þeirri ákvörðun og að lögum sé breytt. Það einfaldlega gengur ekki í réttarríki,“ segir Vilhjálmur.
Dómsmál Lögreglumál Alþingi Grunur um manndráp á Selfossi Tengdar fréttir Brýnir hagsmunir halda þeim grunaða á Selfossi bak við lás og slá Lögreglustjórinn á Suðurlandi gerði í dag enn einu gæsluvarðhaldskröfuna fyrir héraðsdómi yfir manni sem grunaður er um manndráp. Maðurinn var handtekinn 27. apríl síðastliðinn en krafan er lögð fram á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna þar sem endanleg niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 11. ágúst 2023 18:01 Rannsókn á manndrápi á Selfossi gengur vel Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur krafist áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir manni sem grunaður er um manndráp á Selfossi. Sá hefur meiri aðkomu að málinu en annar maður sem var handtekinn við upphaf rannsóknar en sleppt. 16. júní 2023 14:13 Gæsluvarðhald vegna manndrápsins á Selfossi framlengt Í dag féllst dómari við Héraðsdóm Suðurlands á kröfu Lögreglustjórans á Suðurlandi um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni, vegna rannsóknar á andláti ungrar konu á Selfossi frá því í apríl síðastliðnum. Gæsluvarðhald var framlengt til sextánda júní næstkomandi. 2. júní 2023 17:58 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Sjá meira
Brýnir hagsmunir halda þeim grunaða á Selfossi bak við lás og slá Lögreglustjórinn á Suðurlandi gerði í dag enn einu gæsluvarðhaldskröfuna fyrir héraðsdómi yfir manni sem grunaður er um manndráp. Maðurinn var handtekinn 27. apríl síðastliðinn en krafan er lögð fram á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna þar sem endanleg niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 11. ágúst 2023 18:01
Rannsókn á manndrápi á Selfossi gengur vel Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur krafist áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir manni sem grunaður er um manndráp á Selfossi. Sá hefur meiri aðkomu að málinu en annar maður sem var handtekinn við upphaf rannsóknar en sleppt. 16. júní 2023 14:13
Gæsluvarðhald vegna manndrápsins á Selfossi framlengt Í dag féllst dómari við Héraðsdóm Suðurlands á kröfu Lögreglustjórans á Suðurlandi um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni, vegna rannsóknar á andláti ungrar konu á Selfossi frá því í apríl síðastliðnum. Gæsluvarðhald var framlengt til sextánda júní næstkomandi. 2. júní 2023 17:58