Dramatíkin í kringum Íslendingaliðið verður að heimildaþáttaröð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2023 16:01 Sigvaldi Guðjónsson er lykilmaður hjá Kolstad og íslenska landsliðinu. Getty/Kolektiff Images Norska handboltafélagið Kolstad hefur gengið í gegnum mikla fjárhagserfiðleika síðasta árið og vandræðin voru vissulega efni í góða heimildarmynd. Nú er komið í ljós að það hefur verið fylgst með liðinu á bak við tjöldin frá haustinu 2021. Myndatökulið hefur elt liðið í tvö ár og eftir ár munu sjónvarpsáhorfendur sjá afraksturinn í heimildaþáttaröð. NRK segir frá. Tveir íslenskir landsliðsmenn urðu norskir meistarar með Kolstad í vor en það eru hornamaðurinn Sigvaldi Guðjónsson og leikstjórnandinn Janus Daði Smárason. View this post on Instagram A post shared by Kolstad Håndball (@kolstadhandball) Janus Daði ákvað að hætta hjá félaginu þegar fjárhagsvandræðin urðu að fjölmiðlafári í sumar og gekk til liðs við þýska félagið SC Magdeburg. Félagið þurfti að skera niður laun leikmanna og herða að rekstrinum. Peningavandræðin þýddu vissulega að Kolstad missti öfluga leikmenn eins og Janus Daða en það voru líka aðrir sem tóku á sig skellinn og vildu halda áfram. Sigvaldi er í þeim hópi en líka norsku stórstjörnurnar Sander Sagosen og Göran Johannessen sem komu til liðs við félagið í sumar eftir að hafa gert garðinn frægan í þýsku deildinni. Sagosen er besti handboltamaður Norðmanna fyrr og síðar og hann var tilbúinn að takast á við krefjandi fjárhagsstöðu félagsins. „Þessi heimildaþáttaröð mun koma víða við og snerta marga, bæði hér í Noregi sem og erlendis. Við erum stoltir af því að við fáum að framleiða þessa þætti með TV 2,“ sagði Lasse Berre,framkvæmdastjóri Berre sem gerir þættina. „Það hefur mikið gerst í kringum Kolstad á síðustu mánuðum og nú erum við spenntir fyrir því að sýna hvað gerðist á bak við tjöldin í félaginu á þessum umrótatímum,“ sagði Trygve Rønningen hjá TV 2. TV2 stefnir á það að sýna þættina næsta haust. View this post on Instagram A post shared by Norges Ha ndballforbund (@norgeshandballforbund) Norski handboltinn Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Myndatökulið hefur elt liðið í tvö ár og eftir ár munu sjónvarpsáhorfendur sjá afraksturinn í heimildaþáttaröð. NRK segir frá. Tveir íslenskir landsliðsmenn urðu norskir meistarar með Kolstad í vor en það eru hornamaðurinn Sigvaldi Guðjónsson og leikstjórnandinn Janus Daði Smárason. View this post on Instagram A post shared by Kolstad Håndball (@kolstadhandball) Janus Daði ákvað að hætta hjá félaginu þegar fjárhagsvandræðin urðu að fjölmiðlafári í sumar og gekk til liðs við þýska félagið SC Magdeburg. Félagið þurfti að skera niður laun leikmanna og herða að rekstrinum. Peningavandræðin þýddu vissulega að Kolstad missti öfluga leikmenn eins og Janus Daða en það voru líka aðrir sem tóku á sig skellinn og vildu halda áfram. Sigvaldi er í þeim hópi en líka norsku stórstjörnurnar Sander Sagosen og Göran Johannessen sem komu til liðs við félagið í sumar eftir að hafa gert garðinn frægan í þýsku deildinni. Sagosen er besti handboltamaður Norðmanna fyrr og síðar og hann var tilbúinn að takast á við krefjandi fjárhagsstöðu félagsins. „Þessi heimildaþáttaröð mun koma víða við og snerta marga, bæði hér í Noregi sem og erlendis. Við erum stoltir af því að við fáum að framleiða þessa þætti með TV 2,“ sagði Lasse Berre,framkvæmdastjóri Berre sem gerir þættina. „Það hefur mikið gerst í kringum Kolstad á síðustu mánuðum og nú erum við spenntir fyrir því að sýna hvað gerðist á bak við tjöldin í félaginu á þessum umrótatímum,“ sagði Trygve Rønningen hjá TV 2. TV2 stefnir á það að sýna þættina næsta haust. View this post on Instagram A post shared by Norges Ha ndballforbund (@norgeshandballforbund)
Norski handboltinn Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira