Starfsmaður Trumps dró framburð sinn til baka eftir að hann skipti um lögmann Samúel Karl Ólason skrifar 22. ágúst 2023 23:09 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Charlie Riedel Starfsmaður í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi Donalds Trump í Flórída, dró vitnisburð sinn í einu af fjórum sakamálum gegn Trump til baka. Það gerði hann eftir að hann skipti um lögmann og hefur hann bendlað Trump og tvo aðstoðarmenn hans við að reyna að hindra framgang réttvísinnar. Umræddur starfsmaður, sem sá meðal annars um upptökur öryggismyndavéla í Mar-a-Lago, samkvæmt frétt Politico, var áður með lögmann sem fékk greitt frá pólitískri aðgerðanefnd aðgerðasjóði Trumps, svokölluðum PAC. Þetta kemur fram í nýjum dómsskjölum frá teymi Jack Smith, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, sem hefur ákært Trump fyrir viðleitni hans til að breyta niðurstöðum forsetakosninganna 2020 og vegna opinberra og leynilegra skjala sem Trump tók með sér þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og neitaði að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna, eins og hann átti að gera samkvæmt lögum. Þetta tiltekna mál snýr að leynilegu gögnunum. Sjá einnig: Hafnaði ráðleggingum og laug að ráðgjöfum um leyniskjölin Starfsmaðurinn, sem heitir Yuscil Taveras, hafði áður haldið því fram að hann hafi ekki vitað til þess að einhver hafi reynt að eyða upptökum öryggismyndavéla í Mar-a-Lago. Þegar hann komst að því að hann væri til rannsóknar og væri grunaður um að hafa sagt ósatt skipti hann um lögmann og í júlí breytti hann framburði sínum og veitti upplýsingar sem gáfu til kynn að Trump og aðstoðarmenn hans, sem heita Waltine Nauta og Carlos De Oliveira, hefðu reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að eiga við sönnunargögn. Fjórar ákærur á nokkrum mánuðum Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum á undanförnum mánuðum. Jack Smith hefur ákært hann í tveimur málum, eins og áður hefur komið fram, en hann hefur einnig verið ákærður af saksóknurum í New York fyrir svik í tengslum við þagnargreiðslu til fyrrverandi klámleikkonu. Skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016 greiddi Michael Cohen, þáverandi einkalögmaður Trumps, Stormy Daniels 130 þúsund dali fyrir að segja ekki frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni á árum áður, skömmu eftir að Melania Trump eignaðist Baron Trump. Þá hefur Trump einnig verið ákærður af saksóknurum í Georgíu vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum kosninganna þar. Trump berst nú við aðra Repúblikana um tilnefningu flokksins til forsetakosninganna í nóvember á næsta ári. Kannanir gefa til kynna að hann sé í góðri stöðu til að bera sigur úr býtum. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Gert að greiða tuttugu og sex milljónir króna í tryggingu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun þurfa að greiða tvö hundruð þúsund dali í tryggingu til að komast hjá því að sitja í fangelsi vegna ákæra gegn honum í Fulton-sýslu í Georgíu. Hann var ákærður í Georgíu í síðustu viku vegna tilrauna hans til að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu en það var í fjórða sinn á þessu ári sem Trump var ákærður. 21. ágúst 2023 20:38 Tekur ekki þátt í kappræðum: „Almenningur veit hver ég er“ Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og frambjóðandi í forvali Repúblikana, hefur ákveðið að mæta mótframbjóðendum sínum ekki í kappræðum. „Almenningur veit hver ég er og hversu árangursríka forsetatíð ég átti. Þar af leiðandi mun ég ekki taka þátt í kappræðunum!“ sagði Trump á samfélagsmiðlinum Truth í gær. 21. ágúst 2023 07:31 Vilja að réttað verði yfir Trump árið 2026 Lögmenn Donalds Trump krefjast þess að réttarhöld yfir honum vegna ákæru um að hann hafi reynt að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020 hefjist ekki fyrr en eftir hátt í þrjú ár. Sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins vill að réttarhöldin hefjist beint eftir áramót. 18. ágúst 2023 09:42 Dæmd til 22 ára fyrir að reyna að myrða Trump Kanadísk kona hefur verið dæmd til 22 ára langrar fangelsisvistar fyrir að hafa sent Donald Trump bréf sem innihélt hið baneitraða rísín. Fyrir dómi sagðist hún ekki sjá eftir neinu nema að hafa ekki tekist að drepa forsetann þáverandi. 17. ágúst 2023 21:18 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Sjá meira
Umræddur starfsmaður, sem sá meðal annars um upptökur öryggismyndavéla í Mar-a-Lago, samkvæmt frétt Politico, var áður með lögmann sem fékk greitt frá pólitískri aðgerðanefnd aðgerðasjóði Trumps, svokölluðum PAC. Þetta kemur fram í nýjum dómsskjölum frá teymi Jack Smith, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, sem hefur ákært Trump fyrir viðleitni hans til að breyta niðurstöðum forsetakosninganna 2020 og vegna opinberra og leynilegra skjala sem Trump tók með sér þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og neitaði að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna, eins og hann átti að gera samkvæmt lögum. Þetta tiltekna mál snýr að leynilegu gögnunum. Sjá einnig: Hafnaði ráðleggingum og laug að ráðgjöfum um leyniskjölin Starfsmaðurinn, sem heitir Yuscil Taveras, hafði áður haldið því fram að hann hafi ekki vitað til þess að einhver hafi reynt að eyða upptökum öryggismyndavéla í Mar-a-Lago. Þegar hann komst að því að hann væri til rannsóknar og væri grunaður um að hafa sagt ósatt skipti hann um lögmann og í júlí breytti hann framburði sínum og veitti upplýsingar sem gáfu til kynn að Trump og aðstoðarmenn hans, sem heita Waltine Nauta og Carlos De Oliveira, hefðu reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að eiga við sönnunargögn. Fjórar ákærur á nokkrum mánuðum Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum á undanförnum mánuðum. Jack Smith hefur ákært hann í tveimur málum, eins og áður hefur komið fram, en hann hefur einnig verið ákærður af saksóknurum í New York fyrir svik í tengslum við þagnargreiðslu til fyrrverandi klámleikkonu. Skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016 greiddi Michael Cohen, þáverandi einkalögmaður Trumps, Stormy Daniels 130 þúsund dali fyrir að segja ekki frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni á árum áður, skömmu eftir að Melania Trump eignaðist Baron Trump. Þá hefur Trump einnig verið ákærður af saksóknurum í Georgíu vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum kosninganna þar. Trump berst nú við aðra Repúblikana um tilnefningu flokksins til forsetakosninganna í nóvember á næsta ári. Kannanir gefa til kynna að hann sé í góðri stöðu til að bera sigur úr býtum.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Gert að greiða tuttugu og sex milljónir króna í tryggingu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun þurfa að greiða tvö hundruð þúsund dali í tryggingu til að komast hjá því að sitja í fangelsi vegna ákæra gegn honum í Fulton-sýslu í Georgíu. Hann var ákærður í Georgíu í síðustu viku vegna tilrauna hans til að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu en það var í fjórða sinn á þessu ári sem Trump var ákærður. 21. ágúst 2023 20:38 Tekur ekki þátt í kappræðum: „Almenningur veit hver ég er“ Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og frambjóðandi í forvali Repúblikana, hefur ákveðið að mæta mótframbjóðendum sínum ekki í kappræðum. „Almenningur veit hver ég er og hversu árangursríka forsetatíð ég átti. Þar af leiðandi mun ég ekki taka þátt í kappræðunum!“ sagði Trump á samfélagsmiðlinum Truth í gær. 21. ágúst 2023 07:31 Vilja að réttað verði yfir Trump árið 2026 Lögmenn Donalds Trump krefjast þess að réttarhöld yfir honum vegna ákæru um að hann hafi reynt að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020 hefjist ekki fyrr en eftir hátt í þrjú ár. Sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins vill að réttarhöldin hefjist beint eftir áramót. 18. ágúst 2023 09:42 Dæmd til 22 ára fyrir að reyna að myrða Trump Kanadísk kona hefur verið dæmd til 22 ára langrar fangelsisvistar fyrir að hafa sent Donald Trump bréf sem innihélt hið baneitraða rísín. Fyrir dómi sagðist hún ekki sjá eftir neinu nema að hafa ekki tekist að drepa forsetann þáverandi. 17. ágúst 2023 21:18 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Sjá meira
Gert að greiða tuttugu og sex milljónir króna í tryggingu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun þurfa að greiða tvö hundruð þúsund dali í tryggingu til að komast hjá því að sitja í fangelsi vegna ákæra gegn honum í Fulton-sýslu í Georgíu. Hann var ákærður í Georgíu í síðustu viku vegna tilrauna hans til að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu en það var í fjórða sinn á þessu ári sem Trump var ákærður. 21. ágúst 2023 20:38
Tekur ekki þátt í kappræðum: „Almenningur veit hver ég er“ Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og frambjóðandi í forvali Repúblikana, hefur ákveðið að mæta mótframbjóðendum sínum ekki í kappræðum. „Almenningur veit hver ég er og hversu árangursríka forsetatíð ég átti. Þar af leiðandi mun ég ekki taka þátt í kappræðunum!“ sagði Trump á samfélagsmiðlinum Truth í gær. 21. ágúst 2023 07:31
Vilja að réttað verði yfir Trump árið 2026 Lögmenn Donalds Trump krefjast þess að réttarhöld yfir honum vegna ákæru um að hann hafi reynt að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020 hefjist ekki fyrr en eftir hátt í þrjú ár. Sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins vill að réttarhöldin hefjist beint eftir áramót. 18. ágúst 2023 09:42
Dæmd til 22 ára fyrir að reyna að myrða Trump Kanadísk kona hefur verið dæmd til 22 ára langrar fangelsisvistar fyrir að hafa sent Donald Trump bréf sem innihélt hið baneitraða rísín. Fyrir dómi sagðist hún ekki sjá eftir neinu nema að hafa ekki tekist að drepa forsetann þáverandi. 17. ágúst 2023 21:18