Þessi 22 ára gamli bakvörður skrifar undir þriggja ára samning við norska félagið, en greint er frá vistaskiptunum á samfélagsmiðlum bæði Víkings og Strømsgodset.
Logi seldur til Strømsgodset
— Víkingur (@vikingurfc) August 22, 2023
Þökkum honum fyrir hans framlag og óskum honum góðs gengis hjá nýja félaginu
Takk Logi ❤️🖤 pic.twitter.com/f5K28A0awk
Logi á að baki 90 leiki í efstu deild á Íslandi og hefur verið á mála hjá Víkingi allan sinn feril, ef frá eru talin lán til Þróttar og FH. Logi lék sinn síðasta leik fyrir Víking er liðið vann afar sannfærandi 4-0 sigur gegn Val í toppslag Bestu-deildarinnar þar sem hann skoraði eitt marka liðsins.
Hjá Strømsgodset hittir hann fyrir íslenska miðvörðinn Ara Leifsson sem hefur verið hjá félaginu síðan 2020.