Fasteignamógúll nýr forsætisráðherra Taílands Kjartan Kjartansson skrifar 22. ágúst 2023 12:03 Srettha Thavisin nýr forsætisráðherra Taílands. Eftir að hann var tilnefndur forsætisráðherraefni Pheu Thai var hann sakaður um skattsvik og peningaþvætti. AP/Wason Wanichakorn Bundinn var enda á upplausnarástand sem ríkt hefur í taílenskum stjórnmálum frá þingkosningum í maí þegar ný ríkisstjórn undir forsæti Srettha Thavisin, þekkts fasteignamógúls, var staðfest í dag. Flokknum sem fékk flest atkvæði í kosningunum var haldið frá ríkisstjórn. Stjórn ellefu flokka, þar á meðal tveggja flokka sem tengjast hernum og Prayuth Chan-ocha, var samþykkt með 482 atkvæðum af 727 á taílenska þinginu í dag. Srettha verður forsætisráðherra fyrir hönd Pheu Thai-flokksins. Gagnrýnendur stjórnarsamstarfsins segja það svik við kjósendur þar sem Framsóknarflokkurinn, sem hlaut flest atkvæði í kosningunum, á ekki sæti í henni. Leiðtogar Pheu Thai segja samstarfið nauðsynlegt til þess að leysa úr pattstöðunni sem ríkti. Áhugi Framsóknarflokksins á því að breyta umdeildum lögum sem banna ærumeiðingar í garð konungsfjölskyldunnar hafi gert hann óstjórntækan. Srettha er 61 árs gamall nýgræðingur í stjórnmálum en vel þekktur athafnamaður. Aðeins níu mánuðir eru frá því að hann gekk til liðs við Pheu Thai sem hefur það á stefnuskránni að draga úr ójöfnuði í landinu. Srettha hætti sem forstjóri fjölskyldufyrirtækis síns fyrr á þessu ári og lét dóttur sinni eftir öll hlutabréf í því, að sögn AP-fréttastofunnar. Samsteypustjórninni er ætlað að koma hjólum efnahagslífsins í gang, hækka lágmarkslaun og binda enda á herskyldu. Pheau Thai tengist Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra landsins sem herinn steypti af stóli árið 2006. Thaksin kom aftur til Taílands í morgun eftir margra ára útlegð og hóf afplánun á átta ára fangelsisdómi sem hann hlaut í spillingarmáli. Vangaveltur eru uppi um að Thaksin hafi valið að snúa aftur nú þegar stjórnmálaflokkur hans er við völd í von um að fá fangelsisdóm sinn mildaðan. Thaksin vísar því á bug. Taíland Tengdar fréttir Sneri aftur eftir fimmtán ára útlegð og fór beint í steininn Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, sneri aftur til landsins eftir að hafa varið síðustu fimmtán árum í sjálfskipaðri útlegð. Eftir að hafa verið fagnað sem þjóðhetju á flugvelli við komu var hann færður í hæstarétt Taílands þar sem hann var dæmdur í átta ára fangelsi. 22. ágúst 2023 07:29 Stjórnarandstaðan vann mikinn sigur í Taílandi Stjórnarandstöðuflokkar í Taílandi unnu mikinn sigur í þingkosningunum sem fram fóru um helgina og virðast landsmenn hafa snúið baki við hernum sem stýrt hefur landinu síðustu ár. 15. maí 2023 07:52 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
Stjórn ellefu flokka, þar á meðal tveggja flokka sem tengjast hernum og Prayuth Chan-ocha, var samþykkt með 482 atkvæðum af 727 á taílenska þinginu í dag. Srettha verður forsætisráðherra fyrir hönd Pheu Thai-flokksins. Gagnrýnendur stjórnarsamstarfsins segja það svik við kjósendur þar sem Framsóknarflokkurinn, sem hlaut flest atkvæði í kosningunum, á ekki sæti í henni. Leiðtogar Pheu Thai segja samstarfið nauðsynlegt til þess að leysa úr pattstöðunni sem ríkti. Áhugi Framsóknarflokksins á því að breyta umdeildum lögum sem banna ærumeiðingar í garð konungsfjölskyldunnar hafi gert hann óstjórntækan. Srettha er 61 árs gamall nýgræðingur í stjórnmálum en vel þekktur athafnamaður. Aðeins níu mánuðir eru frá því að hann gekk til liðs við Pheu Thai sem hefur það á stefnuskránni að draga úr ójöfnuði í landinu. Srettha hætti sem forstjóri fjölskyldufyrirtækis síns fyrr á þessu ári og lét dóttur sinni eftir öll hlutabréf í því, að sögn AP-fréttastofunnar. Samsteypustjórninni er ætlað að koma hjólum efnahagslífsins í gang, hækka lágmarkslaun og binda enda á herskyldu. Pheau Thai tengist Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra landsins sem herinn steypti af stóli árið 2006. Thaksin kom aftur til Taílands í morgun eftir margra ára útlegð og hóf afplánun á átta ára fangelsisdómi sem hann hlaut í spillingarmáli. Vangaveltur eru uppi um að Thaksin hafi valið að snúa aftur nú þegar stjórnmálaflokkur hans er við völd í von um að fá fangelsisdóm sinn mildaðan. Thaksin vísar því á bug.
Taíland Tengdar fréttir Sneri aftur eftir fimmtán ára útlegð og fór beint í steininn Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, sneri aftur til landsins eftir að hafa varið síðustu fimmtán árum í sjálfskipaðri útlegð. Eftir að hafa verið fagnað sem þjóðhetju á flugvelli við komu var hann færður í hæstarétt Taílands þar sem hann var dæmdur í átta ára fangelsi. 22. ágúst 2023 07:29 Stjórnarandstaðan vann mikinn sigur í Taílandi Stjórnarandstöðuflokkar í Taílandi unnu mikinn sigur í þingkosningunum sem fram fóru um helgina og virðast landsmenn hafa snúið baki við hernum sem stýrt hefur landinu síðustu ár. 15. maí 2023 07:52 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
Sneri aftur eftir fimmtán ára útlegð og fór beint í steininn Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, sneri aftur til landsins eftir að hafa varið síðustu fimmtán árum í sjálfskipaðri útlegð. Eftir að hafa verið fagnað sem þjóðhetju á flugvelli við komu var hann færður í hæstarétt Taílands þar sem hann var dæmdur í átta ára fangelsi. 22. ágúst 2023 07:29
Stjórnarandstaðan vann mikinn sigur í Taílandi Stjórnarandstöðuflokkar í Taílandi unnu mikinn sigur í þingkosningunum sem fram fóru um helgina og virðast landsmenn hafa snúið baki við hernum sem stýrt hefur landinu síðustu ár. 15. maí 2023 07:52