Þriðjungur vinni meiri fjarvinnu eftir Covid Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. ágúst 2023 16:18 Talsverð aukning hefur orðið á möguleikum fólks til fjarvinnu í kjölfar heimsfaraldursins. Getty Tæplega þriðjungur íbúa jaðarsvæða höfuðborgarsvæðisins segist vinna meiri fjarvinnu eftir Covid-19 faraldurinn samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri. Á vef Rannsóknarmiðstöðvarinnar kemur fram að 31% íbúa jaðarsvæða höfuðborgarsvæðisins sem sækja vinnu á höfuðborgarsvæðið segi að breyting hafi orðið á vinnusókn sinni í kjölfar Covid-19 faraldursins. Á sama tíma hafi breyting orðið á vinnusókn 23% íbúa nærsveita Akureyrar sem sækja vinnu til Akureyrar. Niðurstöðurnar fengust úr skýrslu að nafni Áhrif fjarvinnu á vegakerfið, sem var unnin af Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri. Tilgangur rannsóknarinnar var að bæta stöðu þekkingar um áhrif fjarvinnu á ferðamynstur og þar af leiðandi á vegakerfið. Breytingin mest á Suðurlandi Að auki kemur fram að á Suðurlandi hafi mesta breytingin á vinnusókn orðið í kjölfar Covid, eða hjá 39% íbúa, samanborið við 21% íbúa Vesturlands og 31% íbúa Suðurnesja. Þá kom fram í niðurstöðunum að 68% íbúa jaðarsvæða höfuðborgarsvæðisins, sem sóttu vinnu á höfuðborgarsvæðið, sóttu þangað vinnu fimm sinnum í viku eða oftar fyrir Covid. Nú gera 53% íbúa það. Með jaðarsvæðum höfuðborgarsvæðisins er þá átt við Akranes, Hveragerði, Selfoss, Þorlákshöfn, Eyrarbakka, Stokkseyri, Reykjanesbæ, Grindavík, Sandgerði, Voga og Hafnir. Flestir íbúar Suðurlands sem vinna á höfuðborgarsvæðinu sækja nú vinnu til höfuðborgarsvæðisins fjórum sinnum í viku, frekar en fimm sinnum í viku. Þá megi gróflega áætla að árdagsumferð, meðalumferð á dag yfir árið, hafi dregist saman um allt að 1,6 á veginum frá Suðurlandi til höfuðborgarsvæðisins vegna samdráttar í vinnusókn. Vísbendingar um kynjamun í vinnusókn Í skýrslunni kemur fram að viðsnúningur hafi orðið á hlutfalli þeirra sem segjast hafa möguleika á fjarvinnu eftir faraldurinn. Í rannsókn frá ViaPlan frá 2018 hafi milli 60 og 70% íbúa Akraness, Selfoss og Hveragerðis sagst ekki hafa möguleika á fjarvinnu. Eftir faraldurinn sögðust 37% þeirra sem sækja vinnu utan heimabyggðar ekki hafa möguleika á því. Því virðist aukning hafa orðið á möguleikum á fjarvinnu eftir faraldurinn. Loks kemur fram að talsverður kynjamunur sé að finna í könnuninni um vinnusókn, að 65% þeirra kvenna sem sóttu vinnu utan heimabyggðar gerðu það fimm sinnum í viku eða oftar fyrir faraldurinn en aðeins 45% eftir hann. Þá sé breytingin einungis fjögur prósent hjá körlum, úr 75% í 71%. Byggðamál Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Á vef Rannsóknarmiðstöðvarinnar kemur fram að 31% íbúa jaðarsvæða höfuðborgarsvæðisins sem sækja vinnu á höfuðborgarsvæðið segi að breyting hafi orðið á vinnusókn sinni í kjölfar Covid-19 faraldursins. Á sama tíma hafi breyting orðið á vinnusókn 23% íbúa nærsveita Akureyrar sem sækja vinnu til Akureyrar. Niðurstöðurnar fengust úr skýrslu að nafni Áhrif fjarvinnu á vegakerfið, sem var unnin af Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri. Tilgangur rannsóknarinnar var að bæta stöðu þekkingar um áhrif fjarvinnu á ferðamynstur og þar af leiðandi á vegakerfið. Breytingin mest á Suðurlandi Að auki kemur fram að á Suðurlandi hafi mesta breytingin á vinnusókn orðið í kjölfar Covid, eða hjá 39% íbúa, samanborið við 21% íbúa Vesturlands og 31% íbúa Suðurnesja. Þá kom fram í niðurstöðunum að 68% íbúa jaðarsvæða höfuðborgarsvæðisins, sem sóttu vinnu á höfuðborgarsvæðið, sóttu þangað vinnu fimm sinnum í viku eða oftar fyrir Covid. Nú gera 53% íbúa það. Með jaðarsvæðum höfuðborgarsvæðisins er þá átt við Akranes, Hveragerði, Selfoss, Þorlákshöfn, Eyrarbakka, Stokkseyri, Reykjanesbæ, Grindavík, Sandgerði, Voga og Hafnir. Flestir íbúar Suðurlands sem vinna á höfuðborgarsvæðinu sækja nú vinnu til höfuðborgarsvæðisins fjórum sinnum í viku, frekar en fimm sinnum í viku. Þá megi gróflega áætla að árdagsumferð, meðalumferð á dag yfir árið, hafi dregist saman um allt að 1,6 á veginum frá Suðurlandi til höfuðborgarsvæðisins vegna samdráttar í vinnusókn. Vísbendingar um kynjamun í vinnusókn Í skýrslunni kemur fram að viðsnúningur hafi orðið á hlutfalli þeirra sem segjast hafa möguleika á fjarvinnu eftir faraldurinn. Í rannsókn frá ViaPlan frá 2018 hafi milli 60 og 70% íbúa Akraness, Selfoss og Hveragerðis sagst ekki hafa möguleika á fjarvinnu. Eftir faraldurinn sögðust 37% þeirra sem sækja vinnu utan heimabyggðar ekki hafa möguleika á því. Því virðist aukning hafa orðið á möguleikum á fjarvinnu eftir faraldurinn. Loks kemur fram að talsverður kynjamunur sé að finna í könnuninni um vinnusókn, að 65% þeirra kvenna sem sóttu vinnu utan heimabyggðar gerðu það fimm sinnum í viku eða oftar fyrir faraldurinn en aðeins 45% eftir hann. Þá sé breytingin einungis fjögur prósent hjá körlum, úr 75% í 71%.
Byggðamál Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira