Dagur B og blaðafulltrúarnir Helgi Áss Grétarsson skrifar 21. ágúst 2023 07:00 Smjörklípa er vel þekkt aðferð í stjórnmálum. Í henni felst að í stað þess að ræða um lausnir á óþægilegu máli á opinberum vettvangi þyrlar valdhafi upp moldviðri um önnur mál í fjölmiðlum í því skyni að draga athygli almennings frá því máli sem valdhafanum er þungt í skauti. Nýlegt dæmi um smjörklípu er leikþátturinn sem settur var á svið í Ráðhúsi Reykjavíkur í kjölfar borgarráðsfundar sl. fimmtudag. Leikstjórinn, sem fyrr, er borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson. Honum til aðstoðar eru blaðafulltrúar sem starfa fyrir borgina, sumir hverjir fyrrverandi fréttamenn. Þessi hópur setur upp reglubundnar leiksýningar til að reyna stýra opinberri umræðu um málefni Reykjavíkurborgar. Reykvískir skattgreiðendur borga svo brúsann af sýningarhaldinu. Hvert var leikritið í þetta skiptið? Fjármál A-hluta Reykjavíkurborgar eru hægt og sígandi að verða rústir einar. Þótt núna sé langt liðið á ágúst er eingöngu vitað hvernig rekstur borgarinnar gekk fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Það uppgjör var ekki fagurt. Verði reksturinn í álíka horfi út árið má reikna með að rekstrarhallinn í ár verði um 16 milljarðar króna. Nýlega var einnig upplýst að borgarsjóður hafi fullnýtt lánalínu sína (yfirdráttarheimild) hjá Íslandsbanka. Í því skyni að styrkja lausafjárstöðu sína hélt Reykjavíkurborg skuldabréfaútboð í síðustu viku. Fá tilboð bárust og voru þau metin það óhagstæð fyrir borgarsjóð að þeim var öllum hafnað. Sú ákvörðun var staðfest af borgarstjórnarmeirihlutanum á áðurnefndum borgarráðsfundi. Með öðrum orðum, Reykjavíkurborg á erfitt með að fá lán á almennum markaði. Í stað þess að athygli fjölmiðla beindist að ósjálfbærum fjárhag borgarsjóðs í kjölfar borgarráðsfundarins var sjónum beint að öðrum málum, m.a. mögulegum trjáfellingum í Öskjuhlíð. Smjörklípubeitan um fellingar trjáa í Öskjuhlíð virðist hafa virkað þar eð það tókst að fylla athyglistanka almennings að öðru en því sem væri afar óheppilegt fyrir stjórnendur í Ráðhúsi Reykjavíkur. Um trjáfellingarmálið í Öskjuhlíð Í október 2013 gerði Reykjavíkurborg samning við íslenska ríkið sem Icelandair Group átti einnig aðild að. Þar kom fram í viðauka að „nauðsynlegur fjöldi trjáa í Öskjuhlíð [yrði] felldur í þágu flugstarfseminnar“. Það hefur því lengi verið vitað að stærð trjáa í Öskjuhlíð er til þess fallin að skerða rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. Í lok nóvember 2019 var gert samkomulag milli íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar, sem m.a. gekk út á að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar yrði tryggt þar til að annað flugvallarstæði fyndist. Bréf Isavia ohf. til Reykjavíkurborgar sl. júlí um trjáfellingar í Öskjuhlíð fól því lítið annað í sér en kröfu um að staðið yrði við gerða samninga og farið yrði eftir reglum sem tryggi eiga öryggi flugsamgangna. Efni bréfsins hefði því ekki átt að koma stjórnendum Reykjavíkurborgar á óvart. Lúðrablásturinn og smjörklípan Ekkert í lúðrablæstri Dags B og hans blaðafulltrúa síðustu daga getur réttlætt að gera forráðamenn Isavia ohf. að grýlum gagnvart hagsmunum borgarbúa. Nema þá til að viðhalda óbeit borgarstjórans á tilvist Reykjavíkurflugvallar og henda inn í þjóðmálaumræðuna enn einni smjörklípunni svo að almenningur fengi ekki það á tilfinninguna í aðdraganda Menningarnætur að borgin væri á hausnum. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Smjörklípa er vel þekkt aðferð í stjórnmálum. Í henni felst að í stað þess að ræða um lausnir á óþægilegu máli á opinberum vettvangi þyrlar valdhafi upp moldviðri um önnur mál í fjölmiðlum í því skyni að draga athygli almennings frá því máli sem valdhafanum er þungt í skauti. Nýlegt dæmi um smjörklípu er leikþátturinn sem settur var á svið í Ráðhúsi Reykjavíkur í kjölfar borgarráðsfundar sl. fimmtudag. Leikstjórinn, sem fyrr, er borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson. Honum til aðstoðar eru blaðafulltrúar sem starfa fyrir borgina, sumir hverjir fyrrverandi fréttamenn. Þessi hópur setur upp reglubundnar leiksýningar til að reyna stýra opinberri umræðu um málefni Reykjavíkurborgar. Reykvískir skattgreiðendur borga svo brúsann af sýningarhaldinu. Hvert var leikritið í þetta skiptið? Fjármál A-hluta Reykjavíkurborgar eru hægt og sígandi að verða rústir einar. Þótt núna sé langt liðið á ágúst er eingöngu vitað hvernig rekstur borgarinnar gekk fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Það uppgjör var ekki fagurt. Verði reksturinn í álíka horfi út árið má reikna með að rekstrarhallinn í ár verði um 16 milljarðar króna. Nýlega var einnig upplýst að borgarsjóður hafi fullnýtt lánalínu sína (yfirdráttarheimild) hjá Íslandsbanka. Í því skyni að styrkja lausafjárstöðu sína hélt Reykjavíkurborg skuldabréfaútboð í síðustu viku. Fá tilboð bárust og voru þau metin það óhagstæð fyrir borgarsjóð að þeim var öllum hafnað. Sú ákvörðun var staðfest af borgarstjórnarmeirihlutanum á áðurnefndum borgarráðsfundi. Með öðrum orðum, Reykjavíkurborg á erfitt með að fá lán á almennum markaði. Í stað þess að athygli fjölmiðla beindist að ósjálfbærum fjárhag borgarsjóðs í kjölfar borgarráðsfundarins var sjónum beint að öðrum málum, m.a. mögulegum trjáfellingum í Öskjuhlíð. Smjörklípubeitan um fellingar trjáa í Öskjuhlíð virðist hafa virkað þar eð það tókst að fylla athyglistanka almennings að öðru en því sem væri afar óheppilegt fyrir stjórnendur í Ráðhúsi Reykjavíkur. Um trjáfellingarmálið í Öskjuhlíð Í október 2013 gerði Reykjavíkurborg samning við íslenska ríkið sem Icelandair Group átti einnig aðild að. Þar kom fram í viðauka að „nauðsynlegur fjöldi trjáa í Öskjuhlíð [yrði] felldur í þágu flugstarfseminnar“. Það hefur því lengi verið vitað að stærð trjáa í Öskjuhlíð er til þess fallin að skerða rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. Í lok nóvember 2019 var gert samkomulag milli íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar, sem m.a. gekk út á að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar yrði tryggt þar til að annað flugvallarstæði fyndist. Bréf Isavia ohf. til Reykjavíkurborgar sl. júlí um trjáfellingar í Öskjuhlíð fól því lítið annað í sér en kröfu um að staðið yrði við gerða samninga og farið yrði eftir reglum sem tryggi eiga öryggi flugsamgangna. Efni bréfsins hefði því ekki átt að koma stjórnendum Reykjavíkurborgar á óvart. Lúðrablásturinn og smjörklípan Ekkert í lúðrablæstri Dags B og hans blaðafulltrúa síðustu daga getur réttlætt að gera forráðamenn Isavia ohf. að grýlum gagnvart hagsmunum borgarbúa. Nema þá til að viðhalda óbeit borgarstjórans á tilvist Reykjavíkurflugvallar og henda inn í þjóðmálaumræðuna enn einni smjörklípunni svo að almenningur fengi ekki það á tilfinninguna í aðdraganda Menningarnætur að borgin væri á hausnum. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun