Guðni Valur keppti í kringlukasti og kastaði best 62,28 metra í kvöld. Það dugði ekki til að komast í úrslit. Raunar hefði Guðni Valur þurft að kasta einum og hálfum metra lengra til að komast áfram.
Aðeins tólf keppendur fóru áfram en Guðni Valur lauk leik í 22. sæti. Hann var nokkuð langt frá sínu besta en Íslandsmet hans er 69,35 metrar. Hann á best 64,80 metra á þessu ári.