Fimm hjá hinu opinbera með hærri tekjur en forsetinn Eiður Þór Árnason skrifar 19. ágúst 2023 22:07 Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar og Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. vísir Forstjóri Landspítala raðar sér efst á lista yfir tekjuhæstu embættismenn, forstjóra og starfsmenn hins opinbera. Runólfur Pálsson var með 4,5 milljónir króna á mánuði að jafnaði í tekjur á síðasta ári, miðað við greitt útsvar en næstur er Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar með 4,1 milljón króna á mánuði. Greint er frá þessu í nýju Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í gær og má nálgast hér. Um er að ræða útsvarsskyldar tekjur árið 2022. Hafa ber í huga að þær tekjur endurspegla þó ekki endilega öll laun viðkomandi. Forstjórar og framkvæmdastjórar innan hins opinbera raða sér ofarlega á listann fyrir árið 2022 en þar má einnig finna Ragnhildi Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra innviðaráðuneytisins með 3,8 milljónir króna og Harald Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóra með 3,4 milljónir. Öll voru þau með hærri tekjur en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands á síðasta ári miðað við útsvarsgreiðslur en Guðni var tekjuhæsti stjórnmálamaður landsins með 3,2 milljónir á mánuði að jafnaði. Einungis tvær konur birtast í efstu tíu sætum á lista Tekjublaðs Frjálsrar verslunar yfir starfsmenn hins opinbera en ásamt Ragnhildi má þar sjá Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta lýðveldisins í tíunda sæti með 2,8 milljónir króna á mánuði að jafnaði. Tekjuhæstu embættismenn, forstjórar og starfsmenn hins opinbera Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala – 4,5 milljónir króna Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar – 4,1 milljónir króna Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó – 4,0 milljónir króna Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innviðaráðuneytis – 3,8 milljónir króna Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri – 3,4 milljónir króna Gestur Pétursson, fv. Framkvæmdastjóri Veitna – 3,2 milljónir króna Steinn Leó Sveinsson, sviðsstjóri Skagafjarðarveitna – 3,1 milljón króna Sigurður Guðjónsson, fv. Forstjóri Hafrannsóknarstofu – 3,0 milljónir króna Ingvar Stefánsson, fv. Frkstj. Fjármála Orkuveitu Rvk. – 3,0 milljónir króna Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti – 2,8 milljónir króna Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í gær en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2022 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2021 sem var greiddur árið 2022. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við. Tekjur Rekstur hins opinbera Strætó Landsvirkjun Landspítalinn Tengdar fréttir Guðni Th. og Jón Gunnarsson tekjuhæstu stjórnmálamennirnir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands var tekjuhæsti stjórnmálamaður landsins árið 2022. Næst á eftir koma Jón Gunnarsson, alþingismaður og þáverandi dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 18. ágúst 2023 15:45 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Greint er frá þessu í nýju Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í gær og má nálgast hér. Um er að ræða útsvarsskyldar tekjur árið 2022. Hafa ber í huga að þær tekjur endurspegla þó ekki endilega öll laun viðkomandi. Forstjórar og framkvæmdastjórar innan hins opinbera raða sér ofarlega á listann fyrir árið 2022 en þar má einnig finna Ragnhildi Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra innviðaráðuneytisins með 3,8 milljónir króna og Harald Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóra með 3,4 milljónir. Öll voru þau með hærri tekjur en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands á síðasta ári miðað við útsvarsgreiðslur en Guðni var tekjuhæsti stjórnmálamaður landsins með 3,2 milljónir á mánuði að jafnaði. Einungis tvær konur birtast í efstu tíu sætum á lista Tekjublaðs Frjálsrar verslunar yfir starfsmenn hins opinbera en ásamt Ragnhildi má þar sjá Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta lýðveldisins í tíunda sæti með 2,8 milljónir króna á mánuði að jafnaði. Tekjuhæstu embættismenn, forstjórar og starfsmenn hins opinbera Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala – 4,5 milljónir króna Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar – 4,1 milljónir króna Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó – 4,0 milljónir króna Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innviðaráðuneytis – 3,8 milljónir króna Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri – 3,4 milljónir króna Gestur Pétursson, fv. Framkvæmdastjóri Veitna – 3,2 milljónir króna Steinn Leó Sveinsson, sviðsstjóri Skagafjarðarveitna – 3,1 milljón króna Sigurður Guðjónsson, fv. Forstjóri Hafrannsóknarstofu – 3,0 milljónir króna Ingvar Stefánsson, fv. Frkstj. Fjármála Orkuveitu Rvk. – 3,0 milljónir króna Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti – 2,8 milljónir króna Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í gær en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2022 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2021 sem var greiddur árið 2022. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í gær en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2022 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2021 sem var greiddur árið 2022. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjur Rekstur hins opinbera Strætó Landsvirkjun Landspítalinn Tengdar fréttir Guðni Th. og Jón Gunnarsson tekjuhæstu stjórnmálamennirnir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands var tekjuhæsti stjórnmálamaður landsins árið 2022. Næst á eftir koma Jón Gunnarsson, alþingismaður og þáverandi dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 18. ágúst 2023 15:45 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Guðni Th. og Jón Gunnarsson tekjuhæstu stjórnmálamennirnir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands var tekjuhæsti stjórnmálamaður landsins árið 2022. Næst á eftir koma Jón Gunnarsson, alþingismaður og þáverandi dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 18. ágúst 2023 15:45