Fyrir ári síðan kostaði full áskrift að Morgunblaðinu 8.383 krónur. Árshækkunin er því 1.107 krónur eða rúmlega 13 prósent. Hafa ber í huga að almennar verðlagshækkanir eru 7,6 prósent á sama tímabili, og því hækkunin nærri tvöföld miðað við það.
Full áskrift er ekki það eina sem hefur hækkað frá því í júlí. Helgaráskriftin hefur hækkað um 400 krónur, úr 5.550 krónum í 5.950. Netáskriftin hækkaði um 560 krónur, úr 7.730 krónum í 8.290. Þá hækkaði vikupassinn um 205 krónur, úr 2.185 krónum í 2.390.
Eina áskriftarleiðin sem stóð óhögguð var net og helgarleiðin, það er vefáskrift alla daga en föstudags og helgarblöðin á pappír. Verðið var og er 8.642 krónur.