Kindur vilja ekki leika við hunda Hallgerður Hauksdóttir skrifar 18. ágúst 2023 17:00 En hundar vilja gjarnan leika við kindur. Þetta fer ekki saman. Hundaeigendur þekkja ekki allir eðli kinda sem dýrategundar. Fólk sem heldur lausan hund í dreifbýli eða fólk sem fer með hunda í víðavangslausagöngur á þeim svæðum þar sem kindur eru haldar þarf að þekkja grundvallarmuninn á atferliseðli kinda og hunda. Þetta fólk áttar sig hreinlega stundum ekki á því að það að hundar og kindur ,,hlaupi saman” er engan vegin vegna leikgleði af hálfu kindanna. En það er að vissu leyti skiljanlegt þegar fólk veit að hundar leika sér sjálfir með því að hlaupa saman dragi það þá ályktun að þetta sé leikur. Það eru því fyrir hendi vandræðaleg dæmi um að fólki finnist gaman að sjá hunda og kindur ,,hlaupa saman” og ,,leika sér saman“. Langflest af þessu fólki myndi gera betur ef það vissi betur, því fáir vilja í raun níðast á dýrum. Hundaeigendur þurfa að vita að þessi hlaup valda kindum mikilli vanlíðan, ótta og álagi. Hlaupin geta leitt til örmögnunar og stundum drepast kindur eftirá, eftir slíkan eltingar,,leik”. Þær sprengja sig til að bjarga lífi sínu. Hér er aðalatriðið, grundvallarmunurinn: kindur eru frá náttúrunnar hendi bráð, hundar eru frá náttúrunnar hendi rándýr. Um þetta gilda ákveðin lögmál. Þetta þýðir einfaldlega og alltaf að þegar hundur hleypur á eftir kind þá hleypur hún til að bjarga lífi sínu. Það skiptir ekki máli í þessu samhengi hvort hundurinn er saddur, hvort hann fær vel að borða alla daga, hvort hann er ofboðslega ljúfur og góður, hvort hann er vel upp alinn né hvort ásetningur hans er að veiða, meiða eða bara leikgleði. Stundum reyna kindur að snúast til varnar, sérstaklega ef hundurinn fer í lömbin þeirra og reynir kindin þá að stanga eða stappa niður fótunum og þannig leitast við að reka hundinn í burtu. Þetta er ekki heldur leikur af hálfu kindarinnar, heldur einmitt dauðans alvara. Jafnframt er erfitt að líta ljót bitsár á kindum eftir hunda. Mörg dæmi þekkjast um slæm hundsbit, nýleg opin facebookfærsla Jóhönnu Bríetar Helgadóttur er bara eitt dæmi. Við skulum líka hafa í huga að ,,bara” glefs er líka slæmt. Það er einfaldlega aldrei í lagi að leyfa hundum að hamast í fé. Bið ég ykkur hundaeigendur að hafa þetta í huga, þegar þið farið á víðavangsgöngu með hundana ykkar og leyfið þeim að hlaupa lausum – að leyfa þeim ekki að atast í fé. Bara aldrei. Að vita alltaf hvar hundurinn ykkar er og vera þannig viss um að hann sé ekki að elta fé handan við næsta hól eða leiti. Kindur ganga líka víða í nágrenni höfuðborgarinnar, til dæmis uppi á Mosfellsheiði á milli Nesjavallavegar og Suðurlandsvegar. Ærnar eru þar á sumrin af því við mennirnir setjum þær þangað. Hundaeigendur og hundafélög sem halda hunda og þjálfa þá á ýmsan hátt á víðavangi þurfa að leita frekar uppi önnur svæði, en að hafa annars alltaf örugga og fulla gát og stjórn á hundum sínum. Höfundur er fjáreigandi og hundaeigandi í Reykjavík og félagi í Fjáreigendafélagi Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgerður Hauksdóttir Dýr Hundar Gæludýr Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
En hundar vilja gjarnan leika við kindur. Þetta fer ekki saman. Hundaeigendur þekkja ekki allir eðli kinda sem dýrategundar. Fólk sem heldur lausan hund í dreifbýli eða fólk sem fer með hunda í víðavangslausagöngur á þeim svæðum þar sem kindur eru haldar þarf að þekkja grundvallarmuninn á atferliseðli kinda og hunda. Þetta fólk áttar sig hreinlega stundum ekki á því að það að hundar og kindur ,,hlaupi saman” er engan vegin vegna leikgleði af hálfu kindanna. En það er að vissu leyti skiljanlegt þegar fólk veit að hundar leika sér sjálfir með því að hlaupa saman dragi það þá ályktun að þetta sé leikur. Það eru því fyrir hendi vandræðaleg dæmi um að fólki finnist gaman að sjá hunda og kindur ,,hlaupa saman” og ,,leika sér saman“. Langflest af þessu fólki myndi gera betur ef það vissi betur, því fáir vilja í raun níðast á dýrum. Hundaeigendur þurfa að vita að þessi hlaup valda kindum mikilli vanlíðan, ótta og álagi. Hlaupin geta leitt til örmögnunar og stundum drepast kindur eftirá, eftir slíkan eltingar,,leik”. Þær sprengja sig til að bjarga lífi sínu. Hér er aðalatriðið, grundvallarmunurinn: kindur eru frá náttúrunnar hendi bráð, hundar eru frá náttúrunnar hendi rándýr. Um þetta gilda ákveðin lögmál. Þetta þýðir einfaldlega og alltaf að þegar hundur hleypur á eftir kind þá hleypur hún til að bjarga lífi sínu. Það skiptir ekki máli í þessu samhengi hvort hundurinn er saddur, hvort hann fær vel að borða alla daga, hvort hann er ofboðslega ljúfur og góður, hvort hann er vel upp alinn né hvort ásetningur hans er að veiða, meiða eða bara leikgleði. Stundum reyna kindur að snúast til varnar, sérstaklega ef hundurinn fer í lömbin þeirra og reynir kindin þá að stanga eða stappa niður fótunum og þannig leitast við að reka hundinn í burtu. Þetta er ekki heldur leikur af hálfu kindarinnar, heldur einmitt dauðans alvara. Jafnframt er erfitt að líta ljót bitsár á kindum eftir hunda. Mörg dæmi þekkjast um slæm hundsbit, nýleg opin facebookfærsla Jóhönnu Bríetar Helgadóttur er bara eitt dæmi. Við skulum líka hafa í huga að ,,bara” glefs er líka slæmt. Það er einfaldlega aldrei í lagi að leyfa hundum að hamast í fé. Bið ég ykkur hundaeigendur að hafa þetta í huga, þegar þið farið á víðavangsgöngu með hundana ykkar og leyfið þeim að hlaupa lausum – að leyfa þeim ekki að atast í fé. Bara aldrei. Að vita alltaf hvar hundurinn ykkar er og vera þannig viss um að hann sé ekki að elta fé handan við næsta hól eða leiti. Kindur ganga líka víða í nágrenni höfuðborgarinnar, til dæmis uppi á Mosfellsheiði á milli Nesjavallavegar og Suðurlandsvegar. Ærnar eru þar á sumrin af því við mennirnir setjum þær þangað. Hundaeigendur og hundafélög sem halda hunda og þjálfa þá á ýmsan hátt á víðavangi þurfa að leita frekar uppi önnur svæði, en að hafa annars alltaf örugga og fulla gát og stjórn á hundum sínum. Höfundur er fjáreigandi og hundaeigandi í Reykjavík og félagi í Fjáreigendafélagi Reykjavíkur.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar