Hafþór, Gunni og Eiður tekjuhæstu íþróttamennirnir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. ágúst 2023 16:33 Hafþór Júlíus, Gunni Nelson og Eiður eru í efstu þremur sætum listans. vísir Hafþór Júlíus Björnsson aflraunamaður var tekjuhæsti íþróttamaður landsins á síðasta ári með rétt rúmar fimm milljónir króna í mánaðarlaun. Á eftir honum fylgja Gunnar Nelson bardagakappi og Eiður Smári Guðjohnsen fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu. Greint er frá þessu í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem má nálgast hér. Um er að ræða útsvarsskyldar tekjur árið 2022. Tekið skal fram að á listanum eru þeir þróttamenn sem afla tekna á Íslandi og greiða þar með útsvar hér á landi. Atvinnumenn í knattspyrnu eru sem dæmi ekki á listanum en þeirra árslaun hlaupa á nokkur hundruð milljónum. Hafþór Júlíus er sem fyrr segir á efsta sæti listans. Í öðru sæti er Gunnar Lúðvík Nelson bardagaíþróttamaður og í þriðja sæti er Eiður Smári Guðjohnsen fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu. Gunnar barðist í UFC í London í mars á þessu ári og átti þá ekki í neinum vandræðum með Bryan Barberena og kláraði bardagann strax í fyrstu lotu. Eiður Smári, sem spilaði með FC Barcelona og Chelsea hefur undanfarið starfað sem álitsgjafi við umfjöllun ensku deildarinnar á Síminn sport. Hann hætti sem þjálfari FH á síðasta ári eftir að hann var tekinn ölvaður undir stýri. Þá opnaði hann sig um veðmálafíkn í apríl á þessu ári. Allur gangur er á því hversu háar tekjur aðrir íþróttamenn landsins eru með, samkvæmt útsvari. Sem dæmi var Óskar Örn Hauksson, sem spilar nú með Grindavík, með 876 þúsund krónur. Hann er af mörgum álitinn einn besti leikmaður í sögu efstu deilda karla. Kristófer Acox, körfuboltamaður hjá Val var með 687 þúsund og Helena Sverrisdóttir, körfuboltakona hjá Val með 611 þúsund. Tekjuhæsta íþróttakonan var Annie Mist Þórisdóttir sem keppir í Crossfit með 1,1 milljón á mánuði. Næst á eftir henni er María Elísabet Guðsteinsdóttir kraftlyftingarkona með 891 þúsund krónur á mánuði. Listinn yfir tekjuhæstu íþróttamenn og þjálfara (tekið skal fram að stjórnendur íþróttafélaga- og sambanda eru ekki inni á listanum): Hafþór Júlíus Björnsson, aflraunamaður - 5 milljónir króna. Gunnar Lúðvík Nelson, bardagaíþróttamaður - 2,3 milljónir króna. Eiður Smári Guðjohnsen, fv. knattspyrnuþjálfari FH - 2,1 milljónir króna. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks - 1,5 milljónir króna. Ingimundur Ingimundarson, handboltam. Þór - 1,2 milljónir króna. Jón Þórir Sveinsson, fv. knattspyrnuþjálfari Fram - 1,2 milljónir króna. Ásgeir Örn Hallgrímsson, handboltaþjálfari Hauka - 1,2 milljónir króna. Annie Mist Þórisdóttir, íþróttakona í Crossfit - 1,1 milljón króna. Heimir Guðjónsson, knattspyrnuþjálfari FH - 1,1 milljón króna. Hjörvar Steinn Grétarsson, skákmaður - 1,1 milljón króna. Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2022 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2021 sem var greiddur árið 2022. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við. Tekjur Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sjá meira
Greint er frá þessu í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem má nálgast hér. Um er að ræða útsvarsskyldar tekjur árið 2022. Tekið skal fram að á listanum eru þeir þróttamenn sem afla tekna á Íslandi og greiða þar með útsvar hér á landi. Atvinnumenn í knattspyrnu eru sem dæmi ekki á listanum en þeirra árslaun hlaupa á nokkur hundruð milljónum. Hafþór Júlíus er sem fyrr segir á efsta sæti listans. Í öðru sæti er Gunnar Lúðvík Nelson bardagaíþróttamaður og í þriðja sæti er Eiður Smári Guðjohnsen fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu. Gunnar barðist í UFC í London í mars á þessu ári og átti þá ekki í neinum vandræðum með Bryan Barberena og kláraði bardagann strax í fyrstu lotu. Eiður Smári, sem spilaði með FC Barcelona og Chelsea hefur undanfarið starfað sem álitsgjafi við umfjöllun ensku deildarinnar á Síminn sport. Hann hætti sem þjálfari FH á síðasta ári eftir að hann var tekinn ölvaður undir stýri. Þá opnaði hann sig um veðmálafíkn í apríl á þessu ári. Allur gangur er á því hversu háar tekjur aðrir íþróttamenn landsins eru með, samkvæmt útsvari. Sem dæmi var Óskar Örn Hauksson, sem spilar nú með Grindavík, með 876 þúsund krónur. Hann er af mörgum álitinn einn besti leikmaður í sögu efstu deilda karla. Kristófer Acox, körfuboltamaður hjá Val var með 687 þúsund og Helena Sverrisdóttir, körfuboltakona hjá Val með 611 þúsund. Tekjuhæsta íþróttakonan var Annie Mist Þórisdóttir sem keppir í Crossfit með 1,1 milljón á mánuði. Næst á eftir henni er María Elísabet Guðsteinsdóttir kraftlyftingarkona með 891 þúsund krónur á mánuði. Listinn yfir tekjuhæstu íþróttamenn og þjálfara (tekið skal fram að stjórnendur íþróttafélaga- og sambanda eru ekki inni á listanum): Hafþór Júlíus Björnsson, aflraunamaður - 5 milljónir króna. Gunnar Lúðvík Nelson, bardagaíþróttamaður - 2,3 milljónir króna. Eiður Smári Guðjohnsen, fv. knattspyrnuþjálfari FH - 2,1 milljónir króna. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks - 1,5 milljónir króna. Ingimundur Ingimundarson, handboltam. Þór - 1,2 milljónir króna. Jón Þórir Sveinsson, fv. knattspyrnuþjálfari Fram - 1,2 milljónir króna. Ásgeir Örn Hallgrímsson, handboltaþjálfari Hauka - 1,2 milljónir króna. Annie Mist Þórisdóttir, íþróttakona í Crossfit - 1,1 milljón króna. Heimir Guðjónsson, knattspyrnuþjálfari FH - 1,1 milljón króna. Hjörvar Steinn Grétarsson, skákmaður - 1,1 milljón króna. Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2022 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2021 sem var greiddur árið 2022. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2022 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2021 sem var greiddur árið 2022. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjur Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð