FIDE bannar trans konum þátttöku og sviptir trans menn titlunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. ágúst 2023 07:43 Kynjaskipting í skák... vit eða vitleysa? Getty/Anadolu Agency/Omer Taha Cetin Alþjóðaskáksambandið (FIDE) hefur ákveðið að banna trans konum að taka þátt í mótum fyrir konur, að minnsta kosti tímabundið. Í yfirlýsingu segir að sambandið muni taka sér allt að tveggja ára umþóttunartíma til að meta þær breytingar sem séu að verða á bæði löggjöf ríkja og reglum íþróttasambanda hvað varðar þátttöku trans kvenna í íþróttum. „FIDE mun fylgjast með þessari þróun og kanna hvernig aðlaga má hana að skákheiminum. Tvö ár eru viðmið sem við teljum ásættanlegt fyrir gagngera greiningu á umræddri þróun,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er tekið fram að trans einstaklingar geti áfram keppt í opnum flokkum en sambandið hefur jafnframt ákveðið að trans menn sem unnu titla áður en þeir gengust undir kynleiðréttingu muni missa titlana. Ákvarðanir FIDE hafa verið harðlega gagnrýndar en Yosha Iglesias, trans kona og atvinnumanneskja í skák, segir þær munu leiða til óþarfa skaða fyrir trans einstaklinga og konur. „Þetta hörmulega ástand mun leiða til þunglyndis og sjálfsvígstilrauna,“ segir hún. Þá segir stórmeistarinn Jennifer Shahade að ákvörðunin sé „fáránleg og hættuleg“. „Það er augljóst að þeir ráðfærðu sig ekki við neinn trans skákmann við útfærsluna,“ segir hún. „Það er ekkert líkamlegt forskot í skák, nema þú trúir því menn séu betri skákmenn en konur,“ segir breska skákkonan og þingmaðurinn Angela Eagle. „Allan skákferil minn var mér sagt að heilar kvenna væru minni en heilar karla og að við ættum ekki að vera að taka þátt yfir höfuð. Bannið er fáránlegt og móðgun við konur.“ Skák Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira
Í yfirlýsingu segir að sambandið muni taka sér allt að tveggja ára umþóttunartíma til að meta þær breytingar sem séu að verða á bæði löggjöf ríkja og reglum íþróttasambanda hvað varðar þátttöku trans kvenna í íþróttum. „FIDE mun fylgjast með þessari þróun og kanna hvernig aðlaga má hana að skákheiminum. Tvö ár eru viðmið sem við teljum ásættanlegt fyrir gagngera greiningu á umræddri þróun,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er tekið fram að trans einstaklingar geti áfram keppt í opnum flokkum en sambandið hefur jafnframt ákveðið að trans menn sem unnu titla áður en þeir gengust undir kynleiðréttingu muni missa titlana. Ákvarðanir FIDE hafa verið harðlega gagnrýndar en Yosha Iglesias, trans kona og atvinnumanneskja í skák, segir þær munu leiða til óþarfa skaða fyrir trans einstaklinga og konur. „Þetta hörmulega ástand mun leiða til þunglyndis og sjálfsvígstilrauna,“ segir hún. Þá segir stórmeistarinn Jennifer Shahade að ákvörðunin sé „fáránleg og hættuleg“. „Það er augljóst að þeir ráðfærðu sig ekki við neinn trans skákmann við útfærsluna,“ segir hún. „Það er ekkert líkamlegt forskot í skák, nema þú trúir því menn séu betri skákmenn en konur,“ segir breska skákkonan og þingmaðurinn Angela Eagle. „Allan skákferil minn var mér sagt að heilar kvenna væru minni en heilar karla og að við ættum ekki að vera að taka þátt yfir höfuð. Bannið er fáránlegt og móðgun við konur.“
Skák Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira