Heimila ekki skógarhögg í Öskjuhlíð án mótvægisaðgerða Kristinn Haukur Guðnason skrifar 17. ágúst 2023 18:23 Þröstur segir að Skógræktin muni gera eindregna tillögu um að aðrar trjáplöntur verði gróðursettar í staðinn fyrir hávaxin tré. Magnús Hlynur Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að Skógræktin myndi ekki heimila að þrjú þúsund tré í Öskjuhlíðinni yrðu felld án þess að önnur yrðu gróðursett í staðinn. Á svæðinu þyrfti að vera áfram skógur. „Við myndum leggja til mótvægisaðgerðir. Að gerð yrði áætlun um að gróðursett yrðu lágvaxnari tegundir í staðinn,“ segir Þröstur. Ef fella á tré á meira en hálfum hektara lands þarf Skógræktin að gefa leyfi. Aðspurður um hvort að Skógræktin myndi gera þetta að kröfu jánkar Þröstur því. Það er að segja að Skógræktin myndi gera þetta að „eindreginni tillögu.“ Borgarbúar vilji skóg í Öskjuhlíð Eins og fram kom í dag hefur ISAVIA krafist þess að 2.900 tré í Öskjuhlíðinni verði felld vegna flugöryggissjónarmiða. Þetta eru elstu og hæstu trén sem standa á suðvestur hluta hlíðarinnar. Reykjavíkurborg hefur þegar grisjað vel á annað hundrað tré en er treg til að fella svo mörg til viðbótar. „Trén skapa skjól og trén skapa umhverfi fyrir fólk. Íbúar Reykjavíkurborgar vilja hafa þetta svæði sem útivistarsvæði. Ef stór hluti trjánna yrði felldur í einu myndi svæðið líta út eins og rjúkandi rúst,“ segir Þröstur. Hann segir að verðmæti trjánna í Öskjuhlíðinni séu fyrst og fremst fólgin í útivistarsvæði fyrir borgarbúa. Vissulega sé einnig kolefnisbinding í þeim en það sé þó ekki stóra málið í þessu samhengi. Svæðið sé ekki það stórt. Reynir og fura í staðinn Þröstur segir að Skógræktin muni gefa ráð og álit ef eftir því verði leitað. Hann telur ekki rétt að ganga lengra en þurfi gagnvart skóginum í Öskjuhlíð og segir gott að Reykjavíkurborg sé treg til að fella trén. Hins vegar segist hann skilja vel að það þurfi að fást við öryggisatriði þegar komi að flugi. „Ég geri ráð fyrir að mestu vandamálin séu vegna sitkagrenis og kannski Alaska-aspar. Það eru þær tegundir sem verða hæstar. Það er fullt af trjátegundum sem verða ekki svona há,“ segir Þröstur. Nefnir hann til dæmis birki og ýmsar tegundir af reynivið og furu. „Það er allt mögulegt til til að búa til fjölbreyttan útivistarskóg. En þá þarf einhver að gróðursetja hann,“ segir Þröstur. Ekki sé rétt að fella allt saman í einu heldur fella hluta og gróðursetja í eyðurnar. Svo, einhverjum árum seinna, fella annan hluta og gróðursetja þar og svo koll af kolli. Gera þurfi áætlun til langrar framtíðar um skóglendið í Öskjuhlíð. Skógrækt og landgræðsla Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Umferðaröryggi Tré Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
„Við myndum leggja til mótvægisaðgerðir. Að gerð yrði áætlun um að gróðursett yrðu lágvaxnari tegundir í staðinn,“ segir Þröstur. Ef fella á tré á meira en hálfum hektara lands þarf Skógræktin að gefa leyfi. Aðspurður um hvort að Skógræktin myndi gera þetta að kröfu jánkar Þröstur því. Það er að segja að Skógræktin myndi gera þetta að „eindreginni tillögu.“ Borgarbúar vilji skóg í Öskjuhlíð Eins og fram kom í dag hefur ISAVIA krafist þess að 2.900 tré í Öskjuhlíðinni verði felld vegna flugöryggissjónarmiða. Þetta eru elstu og hæstu trén sem standa á suðvestur hluta hlíðarinnar. Reykjavíkurborg hefur þegar grisjað vel á annað hundrað tré en er treg til að fella svo mörg til viðbótar. „Trén skapa skjól og trén skapa umhverfi fyrir fólk. Íbúar Reykjavíkurborgar vilja hafa þetta svæði sem útivistarsvæði. Ef stór hluti trjánna yrði felldur í einu myndi svæðið líta út eins og rjúkandi rúst,“ segir Þröstur. Hann segir að verðmæti trjánna í Öskjuhlíðinni séu fyrst og fremst fólgin í útivistarsvæði fyrir borgarbúa. Vissulega sé einnig kolefnisbinding í þeim en það sé þó ekki stóra málið í þessu samhengi. Svæðið sé ekki það stórt. Reynir og fura í staðinn Þröstur segir að Skógræktin muni gefa ráð og álit ef eftir því verði leitað. Hann telur ekki rétt að ganga lengra en þurfi gagnvart skóginum í Öskjuhlíð og segir gott að Reykjavíkurborg sé treg til að fella trén. Hins vegar segist hann skilja vel að það þurfi að fást við öryggisatriði þegar komi að flugi. „Ég geri ráð fyrir að mestu vandamálin séu vegna sitkagrenis og kannski Alaska-aspar. Það eru þær tegundir sem verða hæstar. Það er fullt af trjátegundum sem verða ekki svona há,“ segir Þröstur. Nefnir hann til dæmis birki og ýmsar tegundir af reynivið og furu. „Það er allt mögulegt til til að búa til fjölbreyttan útivistarskóg. En þá þarf einhver að gróðursetja hann,“ segir Þröstur. Ekki sé rétt að fella allt saman í einu heldur fella hluta og gróðursetja í eyðurnar. Svo, einhverjum árum seinna, fella annan hluta og gróðursetja þar og svo koll af kolli. Gera þurfi áætlun til langrar framtíðar um skóglendið í Öskjuhlíð.
Skógrækt og landgræðsla Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Umferðaröryggi Tré Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira