Fram koma Páll Óskar, Guðrún Árný, Á Móti Sól ásamt Gunna Óla, Una Torfa, Júlí Heiðar og Kristmundur Axel, Friðrik Dór, Diljá og Gústi B.
Í hádeginu í dag var svo tilkynnt að sjálfur Prettyboitjokko hefði bæst í hóp þeirra sem koma fram á tónleikunum.

Tónleikarnir hefjast kl. 18 og standa yfir til 22.45 en þeir verða í beinni útsendingu Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi.
Tónleikarnir hafa verið afar vel sóttir undanfarin ár en hér má sjá nokkrar myndir frá tónleikum síðasta árs.
Matarvagnar frá Götubitanum verða í Hljómskálagarðinum á sama tíma og því má búast við miklu fjöri og sannkallaðri tónlistar- og matarveislu sem Bylgjan skipuleggur í samstarfi við Sjóvá, 7up Zero og Wolt.
Flugeldasýning Menningarnætur hefst kl. 23 við Arnarhól en hún er lokaatriði dagsins.