Óreiða í ríkisstjórn Árný Björg Blandon skrifar 16. ágúst 2023 08:31 Það er ekki erfitt að finna fyrir óöryggi í þessu yndislega landi okkar þegar fjölmiðlar bera okkur fréttir af stöðu margra mála, afstöðu og aðgerðarleysis ríkisstjórnarinnar.Það setur ósjálfrátt að manni hroll og spurning hljómar í kollinum „Er þetta virkilega svona í þjóðfélaginu okkar undir stjórn fólks sem er fólk eins og við?“. Meira menntuð en margir kannski en virðast ófær um að halda þjóðarskútunni gangandi svo vel sé og að fólkið sem þau eiga að sjá um geti lifað mannsæmandi lífi.Þau eru dugleg að slá ryki í augu sjálf sín og segja allt vera í svo góðum málum og að landsmenn hafi það bara gott! Þau þurfa að þrífa betur á sér augun og eyrun.Fólkið sem situr að kötlunum í ríkisstjórninni hefur áreiðanlega ekki hugmynd um hvernig það er fyrir marga að vera hinum megin við borðið.Þau eru á góðum launum og þurfa væntanlega ekki að hafa áhyggjur af sinni afkomu. Þau eru ekki flóttafólk í angist, hafa nóg að borða, geta borgað skuldir sínar og átt afgang.Þeim skortir varla neitt og kunna því ekki, né vilja prófa skóna sem margir þurfa að ganga í. Götóttir, gamlir, of stórir, þröngir eða of litlir, ófóðraðir. Þau geta ekki ímyndað sér hvernig það er að vera í svona skóm né myndu vilja prófa það. Svona skór eru ljótir og kaldir.Það væri samt hollt fyrir þau að prófa svo þau gætu sett sig í spor annarra.Þessi ríkisstjórn mun án efa hrynja, það er ekkert annað í stöðunni því þau valda ekki þeirri ábyrgð sem þeim ber gagnvart fólkinu í landinu.Ég trúi því ekki að fólk muni kjósa þessa óreiðu yfir sig enn á ný.Þótt loforð komi áreiðanlega sem fyrr fyrir kosningar eða fyrir stjórnarslit, þá held ég að landsmenn muni átta sig á að það er bara „úlfur, úlfur, einn ganginn enn. Traustið er hrunið og því er ekki óeðelilegt að ríkisstjórnin hrynji með.Við sjáum hvar við erum stödd með loforðin sem voru gefin síðast og þar áður og enn eru óuppfyllt.Við munum eftir eldri borgurum og öryrkjum; við munum eftir húsnæðislausum. Við munum eftir fólkinu sem berst við að láta enda ná saman við hver mánaðamót. Við munum eftir bágri aðstöðu hjúkrunarfólks í landinu. Við munum eftir loforðum um fjárhagslegan stöðugleika og þar að auki munum við eftir innflytjendum og flóttafólki hér á landi sem á hvergi heima.Já, skömm er að óreiðu ríkisstjórnarinnar. Höfundur starfar við textaritun og þýðingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árný Björg Blandon Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Það er ekki erfitt að finna fyrir óöryggi í þessu yndislega landi okkar þegar fjölmiðlar bera okkur fréttir af stöðu margra mála, afstöðu og aðgerðarleysis ríkisstjórnarinnar.Það setur ósjálfrátt að manni hroll og spurning hljómar í kollinum „Er þetta virkilega svona í þjóðfélaginu okkar undir stjórn fólks sem er fólk eins og við?“. Meira menntuð en margir kannski en virðast ófær um að halda þjóðarskútunni gangandi svo vel sé og að fólkið sem þau eiga að sjá um geti lifað mannsæmandi lífi.Þau eru dugleg að slá ryki í augu sjálf sín og segja allt vera í svo góðum málum og að landsmenn hafi það bara gott! Þau þurfa að þrífa betur á sér augun og eyrun.Fólkið sem situr að kötlunum í ríkisstjórninni hefur áreiðanlega ekki hugmynd um hvernig það er fyrir marga að vera hinum megin við borðið.Þau eru á góðum launum og þurfa væntanlega ekki að hafa áhyggjur af sinni afkomu. Þau eru ekki flóttafólk í angist, hafa nóg að borða, geta borgað skuldir sínar og átt afgang.Þeim skortir varla neitt og kunna því ekki, né vilja prófa skóna sem margir þurfa að ganga í. Götóttir, gamlir, of stórir, þröngir eða of litlir, ófóðraðir. Þau geta ekki ímyndað sér hvernig það er að vera í svona skóm né myndu vilja prófa það. Svona skór eru ljótir og kaldir.Það væri samt hollt fyrir þau að prófa svo þau gætu sett sig í spor annarra.Þessi ríkisstjórn mun án efa hrynja, það er ekkert annað í stöðunni því þau valda ekki þeirri ábyrgð sem þeim ber gagnvart fólkinu í landinu.Ég trúi því ekki að fólk muni kjósa þessa óreiðu yfir sig enn á ný.Þótt loforð komi áreiðanlega sem fyrr fyrir kosningar eða fyrir stjórnarslit, þá held ég að landsmenn muni átta sig á að það er bara „úlfur, úlfur, einn ganginn enn. Traustið er hrunið og því er ekki óeðelilegt að ríkisstjórnin hrynji með.Við sjáum hvar við erum stödd með loforðin sem voru gefin síðast og þar áður og enn eru óuppfyllt.Við munum eftir eldri borgurum og öryrkjum; við munum eftir húsnæðislausum. Við munum eftir fólkinu sem berst við að láta enda ná saman við hver mánaðamót. Við munum eftir bágri aðstöðu hjúkrunarfólks í landinu. Við munum eftir loforðum um fjárhagslegan stöðugleika og þar að auki munum við eftir innflytjendum og flóttafólki hér á landi sem á hvergi heima.Já, skömm er að óreiðu ríkisstjórnarinnar. Höfundur starfar við textaritun og þýðingar.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar