„Við hugsuðum til hennar á meðan við fórum í hér í gegn“ Máni Snær Þorláksson skrifar 15. ágúst 2023 17:14 Hópurinn ætlar að hlaupa sex maraþon á sex dögum. Skjáskot Vinir Rúnars Marínó Ragnarssonar ætla sér að hlaupa sex maraþon á sex dögum til að heiðra minningu Ingu Hrundar Kjartansdóttur, eiginkonu Rúnars. Þeir kalla sig HHHC hópinn og lögðu af stað frá Akureyri í gær. „Þetta eru sem sagt sex maraþon á sex dögum,“ segir Sveinn Benedikt Rögnvaldsson, sem fylgir hópnum eftir í þessum leiðangri. Þegar fréttastofa sló á þráðinn hjá hópnum í dag voru þeir rúmlega hálfnaðir með daginn í dag. Voru þeir þá staddir í grennd við Blönduós. „Hún ólst hérna upp, hún Inga Hrund. Við vorum að segja það að við hugsuðum til hennar á meðan við fórum í hér í gegn.“ Klippa: Þetta eru svoddan jaxlar Í dag hófst maraþonið rétt áður en komið var að Varmahlíð. Þaðan var hlaupið í gegnum Blönduós og svo þrjátíu kílómetra aukalega. Áætlað er að halda svo áfram þaðan í fyrramálið. Eru menn ekkert að verða þreyttir? „Þetta eru svoddan jaxlar, þeir eru vanir að hlaupa svo rosalega en það eru einhver smá eymsli hér og þar.“ Þá segir Sveinn Benedikt að hópurinn sé búinn að vera heppinn með veðrið. Það er þó líkur á að svo verði ekki alla vikuna. „Það lítur út fyrir að vera ansi leiðinlegt veður á föstudaginn. Það verður áhugavert að sjá hvernig það fer að vera í blautum jakkafötum að hlaupa í rigningu og roki. Það gæti orðið svolítil brekka og þá eru menn orðnir þreyttir og svona.“ Vanir að hlaupa í jakkafötum Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hópurinn hleypur í jakkafötum. Þeir hafa áður tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og safnað áheitum til styrktar Styrktarfélagi krabbameinsveikra barna. Pétur Ívarsson, formaður HHHC hópsins sagði í samtali við Vísi á dögunum að nú hafi planið verið að taka þetta upp á næsta stig. Að hans sögn mun hver hlaupari hlaupa heilt maraþon á dag í kílómetrum talið. Þetta samsvarar fimm maraþonhlaupum á fimm dögum fyrir hvern hlaupara í hópnum. „Við ætlum sem sagt að hlaupa í tveimur hópum, þannig að einn hópur hleypur tíu og hálfan kílómetra á meðan hinn hvílir sig og svo skiptum við.“ Ákveðið var að styrkja Kraft með hlaupunum því Inga Hrund nýtti þjónustu félagsins mikið á sínum tíma. Hægt er að fylgjast með hópnum á Instagram og Facebook. Reykjavíkurmaraþon Húnaþing vestra Hlaup Tíska og hönnun Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
„Þetta eru sem sagt sex maraþon á sex dögum,“ segir Sveinn Benedikt Rögnvaldsson, sem fylgir hópnum eftir í þessum leiðangri. Þegar fréttastofa sló á þráðinn hjá hópnum í dag voru þeir rúmlega hálfnaðir með daginn í dag. Voru þeir þá staddir í grennd við Blönduós. „Hún ólst hérna upp, hún Inga Hrund. Við vorum að segja það að við hugsuðum til hennar á meðan við fórum í hér í gegn.“ Klippa: Þetta eru svoddan jaxlar Í dag hófst maraþonið rétt áður en komið var að Varmahlíð. Þaðan var hlaupið í gegnum Blönduós og svo þrjátíu kílómetra aukalega. Áætlað er að halda svo áfram þaðan í fyrramálið. Eru menn ekkert að verða þreyttir? „Þetta eru svoddan jaxlar, þeir eru vanir að hlaupa svo rosalega en það eru einhver smá eymsli hér og þar.“ Þá segir Sveinn Benedikt að hópurinn sé búinn að vera heppinn með veðrið. Það er þó líkur á að svo verði ekki alla vikuna. „Það lítur út fyrir að vera ansi leiðinlegt veður á föstudaginn. Það verður áhugavert að sjá hvernig það fer að vera í blautum jakkafötum að hlaupa í rigningu og roki. Það gæti orðið svolítil brekka og þá eru menn orðnir þreyttir og svona.“ Vanir að hlaupa í jakkafötum Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hópurinn hleypur í jakkafötum. Þeir hafa áður tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og safnað áheitum til styrktar Styrktarfélagi krabbameinsveikra barna. Pétur Ívarsson, formaður HHHC hópsins sagði í samtali við Vísi á dögunum að nú hafi planið verið að taka þetta upp á næsta stig. Að hans sögn mun hver hlaupari hlaupa heilt maraþon á dag í kílómetrum talið. Þetta samsvarar fimm maraþonhlaupum á fimm dögum fyrir hvern hlaupara í hópnum. „Við ætlum sem sagt að hlaupa í tveimur hópum, þannig að einn hópur hleypur tíu og hálfan kílómetra á meðan hinn hvílir sig og svo skiptum við.“ Ákveðið var að styrkja Kraft með hlaupunum því Inga Hrund nýtti þjónustu félagsins mikið á sínum tíma. Hægt er að fylgjast með hópnum á Instagram og Facebook.
Reykjavíkurmaraþon Húnaþing vestra Hlaup Tíska og hönnun Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira