Vill opna „búsetúrræði með takmörkunum“ fyrir flóttafólk Lovísa Arnardóttir skrifar 15. ágúst 2023 12:40 Dómsmálaráðherra segir fólk verða að sýna samstarfsvilja með íslenskum stjórnvöldum. Geri þau það séu þau ekki svipt þjónustu. Vísir/Arnar Dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, skoðar nú þann möguleika að koma upp nýju búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd og misst rétt á húsnæði eða þjónustu. Hún segir sveitarfélögum ekki bera skylda til að taka við fólki sem sýnir ekki samstarfsvilja og hefur ekki rétt á þjónustu lengur. Guðrún segir ekki rétt að hætta að beita ákvæði útlendingalaga um niðurfellingu þjónustu þar til úrlausn finnst í máli þeirra sem ekki hlýða og fara af landi eða sýna samstarfsvilja. Sveitarfélögin á landinu hafa verið skýr í sínum viðbrögðum síðustu daga að þeim beri ekki skylda til að sjá um fólkið og að þau geri það ekki án samtals. Guðrún segir það á dagskrá í vikunni að ræða við forsvarsfólk sveitarfélaganna en að það sé skýrt í ráðuneyti hennar að þau telji það ekki hlutverk sveitarfélaga að taka við fólkinu og beri engin skylda til þess. „En það er þeim í sjálfsvald sett hvað þau gera,“ segir Guðrún. Vill standa vörð um verndarkerfið Spurð hver eigi þá að taka við þeim sem eru orðin réttinda- og heimilislaus á Íslandi segir Guðrún að hér á landi sé verndarkerfi sem henni sé annt að standa vörð um og að það haldi. „Verndarkerfið á að aðstoða fólk sem er í alvarlegri neyð. Fólk sem hefur orðið fyrir pyntingum, ofsóknum eða á yfir höfði sér dauða og það er gríðarlega mikilvægt að við stöndum vörð um þetta kerfi,“ segir Guðrún og að hér séu tvær stofnanir, Útlendingastofnun og Kærunefnd útlendingamála, sem taki mál þessa fólks til meðferðar. „Þegar þessar tvær stofnanir, sem ég ber traust til, hafa komist að þeirri niðurstöðu að þær forsendur sem lagðar voru til grundvallar hjá einstökum umsækjendum standist ekki eða eru metnar með þeim hætti að fólk eigi ekki rétt á vernd hér á landi þá er þetta niðurstaðan. Fólk fær ekki vernd og ber að fara,“ segir Guðrún og að í lögunum sé nú ákvæði sem kveði á um að eftir þessi ferli lýkur missi það allan rétt á þjónustu eftir 30 daga. Vísa engum á götuna „Ég vil ítreka það að við erum ekki að setja fólk út á götuna. Við erum einfaldlega að vísa fólki frá landinu vegna þess að það hefur ekki rétt hér til dvalar eftir úrskurð kærunefndar og Útlendingastofnunar,“ segir Guðrún og að fólk geti komist í húsnæði og fæði ef það er tilbúið til að sýna samstarfsvilja. „Einnig aðstoða íslensk stjórnvöld viðkomandi til brottfarar með greiðslu farareyris og annarri aðstoð, meðal annars að afla ferðaskilríkja, og svo styrk upp að allt að 460 þúsund krónum til þess að aðlaga sig þegar það kemur aftur heim,“ segir Guðrún og áréttar að sjaldnast sé vandamál að koma fólki heim eða að afla skilríkja, sýni fólk samstarfsvilja. „Ef að það er vandamál þá hefur fólk hér húsnæði vegna þess að það er einhver þannig atburðarás sem viðkomandi hefur enga stjórn á. En ef það sýnir samstarfsvilja með íslenskum stjórnvöldum þá er fólk hér í öruggu húsnæði og fæði.“ Hafa ekki rétt til að vera hér Spurð út í þau sem ekki sýna samstarfsvilja, fara ekki af landi og eru nú heimilislaus á Íslandi ítrekar Guðrún að fólkið hafi ekki rétt til að vera hér á landi og að íslensk stjórnvöld hafi komist að þeirri niðurstöðu og í samræmi við það hafi þau ekki rétt til búsetu. „Íslensk stjórnvöld sjá öllum fyrir öruggu húsnæði og fæði. En fólk þarf að sýna samstarfsvilja og lúta íslenskum lögum eins og við öll gerum hér í landi.“ En ef fólk lýtur ekki lögum er það sett til dæmis í fangelsi, það er ekki á götunni. „Já, við erum með öruggt húsnæði ef það er tilbúið til að sýna samstarfsvilja.“ En ef þau sýna ekki samstarfsvilja, eins og þetta fólk? „Þá erum við í erfiðri stöðu og ég er að skoða það hér í ráðuneytinu hvað beri að gera í þeirri stöðu og ég er að skoða það hvort að það sé ástæða til að koma upp búsetuúrræði með takmörkunum fyrir það fólk sem ekki ætlar að vinna með íslenskum stjórnvöldum,“ segir Guðrún og að hún hafi ekki upplýsingar sem stendur um það hvar úrræðið yrði eða hvernig það yrði sett upp. Telur ekki rétt að hætta að beita ákvæðinu Spurð hvort telji rétt að hætta að beita ákvæðinu þangað til þetta úrræði sé komið á hreint segir Guðrún að hennar mati eigi að fara að lögum á Íslandi. „Þessi lög voru sett á Alþingi nú á vordögum og okkur ber að fara eftir þeim.“ Eins og fram hefur komið í fréttaflutningi þá voru það alls 53 sem hefur verið tilkynnt um niðurfellingu þjónustu. Af þeim eru aðeins tíu farin eða að undirbúa brottför. 30 hafa klárað 30 dagana sína eða látið sig hverfa úr þjónustu. Guðrún segir að íslensk stjórnvöld skoði það nú að leita leiða til að leysa vanda þeirra 43 sem ekki eru farin eða að undirbúa brottför. Píratar undirbúa nú lagabreytingartillögu þar sem lagt er til að ákvæði laga um niðurfellingu þjónustu verði fellt úr gildi. Guðrún segir að hún myndi ekki styðja slíka tillögu. Finnst þér, þetta vera að virka, eins og þú sagðir á föstudag? „Lögin eru að virka en fólki ber að sýna líka og virða íslensk lög og sýna íslenskum stjórnvöldum samstarfsvilja.“ Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Félagsmál Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hafna því að sveitarfélög beri ábyrgð á hælisleitendunum Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar því að sveitarfélög beri ábyrgð á þeim hælisleitendum sem hafi verið sviptir grunnþjónustu í samræmi við ný útlendingalög. Sambandið segist harma þá stöðu sem upp sé komin og að sveitarfélög séu sett í afar erfiða stöðu gagnvart þessum hópi. 14. ágúst 2023 17:00 Ekki hægt að velta vanda á sveitarfélögin: „Látum fólk auðvitað ekki svelta“ Formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segir þau ekki geta tekið við réttinda- og heimilislausu flóttafólki án samtals. Hún segir áríðandi að ríkið skýri málið betur og ætlar að óska eftir fundi með ráðherra. 14. ágúst 2023 12:11 Bæjarstjóri og ráðherra deila um ábyrgð á flóttafólki Félagsmálaráðherra segir það undir sveitarfélögunum komið hvort þau veiti þjónustusviptum hælisleitendum þjónustu eða ekki. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar vísar ábyrgðinni til ráðherrans. Bærinn muni ekki grípa hópinn. 13. ágúst 2023 21:56 Búið að tilkynna öllu flóttafólki um þjónustusviptingu í bili Búið að er að tilkynna öllum þeim sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd um yfirvofandi þjónustusviptingu í bili að sögn sérfræðings hjá ríkislögreglustjóra. Nýtt ákvæði í útlendingalögum sé krefjandi verkefni sem ekki hafi enn reynt á. 12. ágúst 2023 12:11 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Guðrún segir ekki rétt að hætta að beita ákvæði útlendingalaga um niðurfellingu þjónustu þar til úrlausn finnst í máli þeirra sem ekki hlýða og fara af landi eða sýna samstarfsvilja. Sveitarfélögin á landinu hafa verið skýr í sínum viðbrögðum síðustu daga að þeim beri ekki skylda til að sjá um fólkið og að þau geri það ekki án samtals. Guðrún segir það á dagskrá í vikunni að ræða við forsvarsfólk sveitarfélaganna en að það sé skýrt í ráðuneyti hennar að þau telji það ekki hlutverk sveitarfélaga að taka við fólkinu og beri engin skylda til þess. „En það er þeim í sjálfsvald sett hvað þau gera,“ segir Guðrún. Vill standa vörð um verndarkerfið Spurð hver eigi þá að taka við þeim sem eru orðin réttinda- og heimilislaus á Íslandi segir Guðrún að hér á landi sé verndarkerfi sem henni sé annt að standa vörð um og að það haldi. „Verndarkerfið á að aðstoða fólk sem er í alvarlegri neyð. Fólk sem hefur orðið fyrir pyntingum, ofsóknum eða á yfir höfði sér dauða og það er gríðarlega mikilvægt að við stöndum vörð um þetta kerfi,“ segir Guðrún og að hér séu tvær stofnanir, Útlendingastofnun og Kærunefnd útlendingamála, sem taki mál þessa fólks til meðferðar. „Þegar þessar tvær stofnanir, sem ég ber traust til, hafa komist að þeirri niðurstöðu að þær forsendur sem lagðar voru til grundvallar hjá einstökum umsækjendum standist ekki eða eru metnar með þeim hætti að fólk eigi ekki rétt á vernd hér á landi þá er þetta niðurstaðan. Fólk fær ekki vernd og ber að fara,“ segir Guðrún og að í lögunum sé nú ákvæði sem kveði á um að eftir þessi ferli lýkur missi það allan rétt á þjónustu eftir 30 daga. Vísa engum á götuna „Ég vil ítreka það að við erum ekki að setja fólk út á götuna. Við erum einfaldlega að vísa fólki frá landinu vegna þess að það hefur ekki rétt hér til dvalar eftir úrskurð kærunefndar og Útlendingastofnunar,“ segir Guðrún og að fólk geti komist í húsnæði og fæði ef það er tilbúið til að sýna samstarfsvilja. „Einnig aðstoða íslensk stjórnvöld viðkomandi til brottfarar með greiðslu farareyris og annarri aðstoð, meðal annars að afla ferðaskilríkja, og svo styrk upp að allt að 460 þúsund krónum til þess að aðlaga sig þegar það kemur aftur heim,“ segir Guðrún og áréttar að sjaldnast sé vandamál að koma fólki heim eða að afla skilríkja, sýni fólk samstarfsvilja. „Ef að það er vandamál þá hefur fólk hér húsnæði vegna þess að það er einhver þannig atburðarás sem viðkomandi hefur enga stjórn á. En ef það sýnir samstarfsvilja með íslenskum stjórnvöldum þá er fólk hér í öruggu húsnæði og fæði.“ Hafa ekki rétt til að vera hér Spurð út í þau sem ekki sýna samstarfsvilja, fara ekki af landi og eru nú heimilislaus á Íslandi ítrekar Guðrún að fólkið hafi ekki rétt til að vera hér á landi og að íslensk stjórnvöld hafi komist að þeirri niðurstöðu og í samræmi við það hafi þau ekki rétt til búsetu. „Íslensk stjórnvöld sjá öllum fyrir öruggu húsnæði og fæði. En fólk þarf að sýna samstarfsvilja og lúta íslenskum lögum eins og við öll gerum hér í landi.“ En ef fólk lýtur ekki lögum er það sett til dæmis í fangelsi, það er ekki á götunni. „Já, við erum með öruggt húsnæði ef það er tilbúið til að sýna samstarfsvilja.“ En ef þau sýna ekki samstarfsvilja, eins og þetta fólk? „Þá erum við í erfiðri stöðu og ég er að skoða það hér í ráðuneytinu hvað beri að gera í þeirri stöðu og ég er að skoða það hvort að það sé ástæða til að koma upp búsetuúrræði með takmörkunum fyrir það fólk sem ekki ætlar að vinna með íslenskum stjórnvöldum,“ segir Guðrún og að hún hafi ekki upplýsingar sem stendur um það hvar úrræðið yrði eða hvernig það yrði sett upp. Telur ekki rétt að hætta að beita ákvæðinu Spurð hvort telji rétt að hætta að beita ákvæðinu þangað til þetta úrræði sé komið á hreint segir Guðrún að hennar mati eigi að fara að lögum á Íslandi. „Þessi lög voru sett á Alþingi nú á vordögum og okkur ber að fara eftir þeim.“ Eins og fram hefur komið í fréttaflutningi þá voru það alls 53 sem hefur verið tilkynnt um niðurfellingu þjónustu. Af þeim eru aðeins tíu farin eða að undirbúa brottför. 30 hafa klárað 30 dagana sína eða látið sig hverfa úr þjónustu. Guðrún segir að íslensk stjórnvöld skoði það nú að leita leiða til að leysa vanda þeirra 43 sem ekki eru farin eða að undirbúa brottför. Píratar undirbúa nú lagabreytingartillögu þar sem lagt er til að ákvæði laga um niðurfellingu þjónustu verði fellt úr gildi. Guðrún segir að hún myndi ekki styðja slíka tillögu. Finnst þér, þetta vera að virka, eins og þú sagðir á föstudag? „Lögin eru að virka en fólki ber að sýna líka og virða íslensk lög og sýna íslenskum stjórnvöldum samstarfsvilja.“
Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Félagsmál Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hafna því að sveitarfélög beri ábyrgð á hælisleitendunum Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar því að sveitarfélög beri ábyrgð á þeim hælisleitendum sem hafi verið sviptir grunnþjónustu í samræmi við ný útlendingalög. Sambandið segist harma þá stöðu sem upp sé komin og að sveitarfélög séu sett í afar erfiða stöðu gagnvart þessum hópi. 14. ágúst 2023 17:00 Ekki hægt að velta vanda á sveitarfélögin: „Látum fólk auðvitað ekki svelta“ Formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segir þau ekki geta tekið við réttinda- og heimilislausu flóttafólki án samtals. Hún segir áríðandi að ríkið skýri málið betur og ætlar að óska eftir fundi með ráðherra. 14. ágúst 2023 12:11 Bæjarstjóri og ráðherra deila um ábyrgð á flóttafólki Félagsmálaráðherra segir það undir sveitarfélögunum komið hvort þau veiti þjónustusviptum hælisleitendum þjónustu eða ekki. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar vísar ábyrgðinni til ráðherrans. Bærinn muni ekki grípa hópinn. 13. ágúst 2023 21:56 Búið að tilkynna öllu flóttafólki um þjónustusviptingu í bili Búið að er að tilkynna öllum þeim sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd um yfirvofandi þjónustusviptingu í bili að sögn sérfræðings hjá ríkislögreglustjóra. Nýtt ákvæði í útlendingalögum sé krefjandi verkefni sem ekki hafi enn reynt á. 12. ágúst 2023 12:11 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Hafna því að sveitarfélög beri ábyrgð á hælisleitendunum Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar því að sveitarfélög beri ábyrgð á þeim hælisleitendum sem hafi verið sviptir grunnþjónustu í samræmi við ný útlendingalög. Sambandið segist harma þá stöðu sem upp sé komin og að sveitarfélög séu sett í afar erfiða stöðu gagnvart þessum hópi. 14. ágúst 2023 17:00
Ekki hægt að velta vanda á sveitarfélögin: „Látum fólk auðvitað ekki svelta“ Formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segir þau ekki geta tekið við réttinda- og heimilislausu flóttafólki án samtals. Hún segir áríðandi að ríkið skýri málið betur og ætlar að óska eftir fundi með ráðherra. 14. ágúst 2023 12:11
Bæjarstjóri og ráðherra deila um ábyrgð á flóttafólki Félagsmálaráðherra segir það undir sveitarfélögunum komið hvort þau veiti þjónustusviptum hælisleitendum þjónustu eða ekki. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar vísar ábyrgðinni til ráðherrans. Bærinn muni ekki grípa hópinn. 13. ágúst 2023 21:56
Búið að tilkynna öllu flóttafólki um þjónustusviptingu í bili Búið að er að tilkynna öllum þeim sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd um yfirvofandi þjónustusviptingu í bili að sögn sérfræðings hjá ríkislögreglustjóra. Nýtt ákvæði í útlendingalögum sé krefjandi verkefni sem ekki hafi enn reynt á. 12. ágúst 2023 12:11