Greiða Slóvakíu til að Ísland standist loftslagsskuldbindingar sínar Kjartan Kjartansson skrifar 15. ágúst 2023 08:23 Guðlaugur Þór Þórðarson, loftslagsráðherra, skrifaði undir samninginn við Slóvakíu fyrir hönd Íslands. Vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld hafa handsalað samning við Slóvakíu um kaup á milljónum tonna losunarheimilda til þess að Ísland standist skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni. Kostnaðurinn nemur 350 milljónum króna. Á öðru tímabili Kýótó-bókunarinnar sem kláraðist árið 2020 hafði Ísland heimild til að losa tuttugu milljónir tonna koltvísýringsígilda. Losunin var þó 3,4 milljónum tonna meiri á tímabilinu. Til samanburðar var losun á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda 4,5 milljónir tonna árið 2020. Umframlosunin þýddi að íslensk stjórnvöld þurftu að kaupa ónýttar losunarheimildir annarra ríkja fyrir endanlegt uppgjör á Kýótó-tímabilinu í næsta mánuði. Guðlaugur Þór Þórðarson, loftslagsráðherra, skrifaði undir samninginn við slóvakíska starfsbróður sinn. Kaupverðið er sagt eiga að renna til slóvavísks sjóðs sem styður loftslagstengd verkefni, til dæmis að bæta einangrun húsa, að því er segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Upphaflega var gert ráð fyrir allt að átta hundruð milljónum króna til kaupanna á losunarheimildunum í fjárlögum ársins. Nær eini kosturinn í boði Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk stjórnvöld festa kaup á losunarheimildum til þess að standast loftslagsskuldbindingar sínar. Niðurstaða starfshóps þriggja ráðuneyta var að vænlegustu kostirnir til þess að standast Kýótó-skuldbindingarnar væru annars vegar að kaupa ónýttar landsheimildir (AAU) annarra ríkja eða svonefndar CER-einingar. Þær síðarnefndu eru einingar sem stofnun sem heyrir undir skrifstofu loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna gefur út fyrir samdrátt í losun sem næst með loftslagsvænum þróunarverkefnum sem iðnríki standa fyrir í þróunarríkjum. Fullyrt er í tilkynningu stjórnarráðsins að CER-einingar Slóvakíu hefðu verið „nær eini kosturinn“ sem fæli í sér styrk til verkefna sem draga úr losun. Slóvakísk stjórnvöld gera íslenskum stjórnvöldum grein fyrir framgangi verkefnanna. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Slóvakía Utanríkismál Tengdar fréttir Ekki tímabært að kveða upp dóm um loftslagsmarkmið Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekki tímabært að kveða upp úr með hvort að íslensk stjórnvöld nái markmiðum sínum í loftslagsmálum. Ekkert eitt muni gera Íslandi kleift að ná markmiðum sem nýbirt mat Umhverfisstofnunar bendir til að séu fjarlæg. 19. apríl 2023 18:14 „Íslenska ákvæðið“ fríaði Ísland ábyrgð á tæplega árslosun Sérstakt ákvæði sem íslensk stjórnvöld komu inn í Kýótóbókunina á sínum tíma kom Íslandi undan ábyrgð á hátt í árslosun á gróðurhúsalofttegundum frá stóriðju. Þrátt fyrir að vera laus við ábyrgð á stóriðju stóð Ísland ekki við skuldbindingar sínar. 28. ágúst 2021 10:34 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
Á öðru tímabili Kýótó-bókunarinnar sem kláraðist árið 2020 hafði Ísland heimild til að losa tuttugu milljónir tonna koltvísýringsígilda. Losunin var þó 3,4 milljónum tonna meiri á tímabilinu. Til samanburðar var losun á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda 4,5 milljónir tonna árið 2020. Umframlosunin þýddi að íslensk stjórnvöld þurftu að kaupa ónýttar losunarheimildir annarra ríkja fyrir endanlegt uppgjör á Kýótó-tímabilinu í næsta mánuði. Guðlaugur Þór Þórðarson, loftslagsráðherra, skrifaði undir samninginn við slóvakíska starfsbróður sinn. Kaupverðið er sagt eiga að renna til slóvavísks sjóðs sem styður loftslagstengd verkefni, til dæmis að bæta einangrun húsa, að því er segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Upphaflega var gert ráð fyrir allt að átta hundruð milljónum króna til kaupanna á losunarheimildunum í fjárlögum ársins. Nær eini kosturinn í boði Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk stjórnvöld festa kaup á losunarheimildum til þess að standast loftslagsskuldbindingar sínar. Niðurstaða starfshóps þriggja ráðuneyta var að vænlegustu kostirnir til þess að standast Kýótó-skuldbindingarnar væru annars vegar að kaupa ónýttar landsheimildir (AAU) annarra ríkja eða svonefndar CER-einingar. Þær síðarnefndu eru einingar sem stofnun sem heyrir undir skrifstofu loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna gefur út fyrir samdrátt í losun sem næst með loftslagsvænum þróunarverkefnum sem iðnríki standa fyrir í þróunarríkjum. Fullyrt er í tilkynningu stjórnarráðsins að CER-einingar Slóvakíu hefðu verið „nær eini kosturinn“ sem fæli í sér styrk til verkefna sem draga úr losun. Slóvakísk stjórnvöld gera íslenskum stjórnvöldum grein fyrir framgangi verkefnanna.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Slóvakía Utanríkismál Tengdar fréttir Ekki tímabært að kveða upp dóm um loftslagsmarkmið Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekki tímabært að kveða upp úr með hvort að íslensk stjórnvöld nái markmiðum sínum í loftslagsmálum. Ekkert eitt muni gera Íslandi kleift að ná markmiðum sem nýbirt mat Umhverfisstofnunar bendir til að séu fjarlæg. 19. apríl 2023 18:14 „Íslenska ákvæðið“ fríaði Ísland ábyrgð á tæplega árslosun Sérstakt ákvæði sem íslensk stjórnvöld komu inn í Kýótóbókunina á sínum tíma kom Íslandi undan ábyrgð á hátt í árslosun á gróðurhúsalofttegundum frá stóriðju. Þrátt fyrir að vera laus við ábyrgð á stóriðju stóð Ísland ekki við skuldbindingar sínar. 28. ágúst 2021 10:34 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
Ekki tímabært að kveða upp dóm um loftslagsmarkmið Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekki tímabært að kveða upp úr með hvort að íslensk stjórnvöld nái markmiðum sínum í loftslagsmálum. Ekkert eitt muni gera Íslandi kleift að ná markmiðum sem nýbirt mat Umhverfisstofnunar bendir til að séu fjarlæg. 19. apríl 2023 18:14
„Íslenska ákvæðið“ fríaði Ísland ábyrgð á tæplega árslosun Sérstakt ákvæði sem íslensk stjórnvöld komu inn í Kýótóbókunina á sínum tíma kom Íslandi undan ábyrgð á hátt í árslosun á gróðurhúsalofttegundum frá stóriðju. Þrátt fyrir að vera laus við ábyrgð á stóriðju stóð Ísland ekki við skuldbindingar sínar. 28. ágúst 2021 10:34