Held að það hafi enginn í hópnum okkar verið hissa á hans frammistöðu í dag Kári Mímisson skrifar 14. ágúst 2023 22:09 Jökull var eðlilega sáttur eftir sigur kvöldsins. Vísir/Diego Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur með frammistöðu sinna manna þegar Stjarnan lagði Fylki afar sannfærandi í Bestu deild karla í knattspyrnu í Árbænum nú í kvöld. Lokatölur urðu 4-0 fyrir Stjörnuna. „Ég er ánægður. Menn lögðu mikið í þetta, margt gott og einhverjir hlutir sem að við getum tekið með okkur, unnið í og gert betur. Við hefðum getað verið ákveðnari í pressunni í sérstaklega í fyrri hálfleik. Mér fannst við svo ekki vera með nógu mikil tök á leiknum í fyrri hluta seinni hálfleiks. Þó að þeir hafi ekki skapað sér nein færi þá var tilfinningin að við gætum verið með meiri stjórn á leiknum.“ Hinn 17 ára gamli Helgi Fróði Ingason byrjaði sinn fyrsta leik í Bestu deildina í dag og það tók hann rétt rúmlega hálftíma að stimpla sig inn í leikinn þegar hann átti glæsilega sendingu á Emil Atlason sem þakkaði fyrir sig og stangaði boltann í netið. Fáum við að sjá meira af Helga í næstu leikjum? „Þú færð að sjá meira af öllum þessum strákum. Hann er stórkostlegur leikmaður, frábær drengur og frábær karakter. Hann hefur unnið hart að þessu og á þetta skilið og þó fyrr hefði verið. Ég held að það hafi enginn í hópnum okkar verið hissa á hans frammistöðu í dag.“ Skiptingarnar hjá Stjörnunni gengu mjög vel upp í dag og það var ekki að sjá að liðið missti dampinn þegar varamennirnir mættu inn á. Jökull segir að breiddin sé mikil og margir sterkir leikmenn sem séu fyrir utan hópinn líka. „Ekki bara á bekknum heldur líka fyrir utan hóp. Það er bara verkefni fyrir hópinn, ekki bara mig heldur hópinn. Það er auðvitað mjög gott að við erum með þetta marga sem eru að leggja að leggja mjög mikið á sig alla daga. Þegar allir að leggja svona mikið á sig þá verður niðurstaðan þessi.“ Það var tilkynnt í dag að Stjarnan hafi samið við Kristian Riis, danskan varnarmann. Jökull segir að Kristian styrki liðið en hann þurfi að vinna fyrir sínum mínútum eins og aðrir. „Þetta er mjög sterkur karakter og öflugur leikmaður. Hann er svo sem lítið búinn að æfa með okkur. Þetta er mjög öflugur leikmaður sem styrkir okkur. Við viljum alltaf gera betur og þó við séum núna mjög afgerandi varnarlega sem lið þá auðvitað leitum við allra leiða til að gera betur og sjáum hvernig hann kemur inn í þetta. Hann eins og allir aðrir þarf að leggja mjög hart að sér til að vinna sér inn sæti hérna. Hann fær ekkert gefins þó að hann komi frá útlöndum. Nú þarf hann bara að leggja hart að sér og vinna sér inn mínútur.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan Fylkir Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
„Ég er ánægður. Menn lögðu mikið í þetta, margt gott og einhverjir hlutir sem að við getum tekið með okkur, unnið í og gert betur. Við hefðum getað verið ákveðnari í pressunni í sérstaklega í fyrri hálfleik. Mér fannst við svo ekki vera með nógu mikil tök á leiknum í fyrri hluta seinni hálfleiks. Þó að þeir hafi ekki skapað sér nein færi þá var tilfinningin að við gætum verið með meiri stjórn á leiknum.“ Hinn 17 ára gamli Helgi Fróði Ingason byrjaði sinn fyrsta leik í Bestu deildina í dag og það tók hann rétt rúmlega hálftíma að stimpla sig inn í leikinn þegar hann átti glæsilega sendingu á Emil Atlason sem þakkaði fyrir sig og stangaði boltann í netið. Fáum við að sjá meira af Helga í næstu leikjum? „Þú færð að sjá meira af öllum þessum strákum. Hann er stórkostlegur leikmaður, frábær drengur og frábær karakter. Hann hefur unnið hart að þessu og á þetta skilið og þó fyrr hefði verið. Ég held að það hafi enginn í hópnum okkar verið hissa á hans frammistöðu í dag.“ Skiptingarnar hjá Stjörnunni gengu mjög vel upp í dag og það var ekki að sjá að liðið missti dampinn þegar varamennirnir mættu inn á. Jökull segir að breiddin sé mikil og margir sterkir leikmenn sem séu fyrir utan hópinn líka. „Ekki bara á bekknum heldur líka fyrir utan hóp. Það er bara verkefni fyrir hópinn, ekki bara mig heldur hópinn. Það er auðvitað mjög gott að við erum með þetta marga sem eru að leggja að leggja mjög mikið á sig alla daga. Þegar allir að leggja svona mikið á sig þá verður niðurstaðan þessi.“ Það var tilkynnt í dag að Stjarnan hafi samið við Kristian Riis, danskan varnarmann. Jökull segir að Kristian styrki liðið en hann þurfi að vinna fyrir sínum mínútum eins og aðrir. „Þetta er mjög sterkur karakter og öflugur leikmaður. Hann er svo sem lítið búinn að æfa með okkur. Þetta er mjög öflugur leikmaður sem styrkir okkur. Við viljum alltaf gera betur og þó við séum núna mjög afgerandi varnarlega sem lið þá auðvitað leitum við allra leiða til að gera betur og sjáum hvernig hann kemur inn í þetta. Hann eins og allir aðrir þarf að leggja mjög hart að sér til að vinna sér inn sæti hérna. Hann fær ekkert gefins þó að hann komi frá útlöndum. Nú þarf hann bara að leggja hart að sér og vinna sér inn mínútur.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan Fylkir Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira