Íslensk yfirvöld nýta ekki alþjóðlegar viðvörunarsamskiptareglur við hamfarir Aron Heiðar Steinsson skrifar 14. ágúst 2023 16:01 Helsta kennileiti og aðdráttarafl Íslands er hrífandi landslag eyjunnar og þau náttúruundur sem hér má finna. Þessi einkenni eru einnig hennar helsta ógn, en hér þarf stöðugt að gera ráð fyrir snjóflóðum, jarðskjálftum og ógn af virkum eldfjöllum, auk annara óhjákvæmilegra náttúruafla sem hér ríkja. Í dag nýta yfirvöld og almannavarnir sér sms kerfi sem sækir gögn um staðsetningu einstaklinga og sendir þeim sms um hættur á því svæði sem það kann að vera á. Þetta kerfi er bæði seinlegt og óskilvirkt. Oft tekur langan tíma að senda út skilaboð á marga einstaklinga í einu þar sem sms skilaboð hafa lágan forgang í meðhöndlun gagna í fjarskiptakerfum. Einnig þurfa sms til ferðamanna að ferðast fyrst til heimalands þeirra og síðan til baka og eru oft ekki að skila sér á leiðarenda. Íslensk fjarskiptafélög hafa lagt til skilvirka og áreiðanlega neyðar samskiptatækni sem kallast sellu útsending (e. Cell broadcast) við yfirvöld í stað hefðbundinna sms-viðvarana. Þessi tækni sendir út viðvörunar skilaboð á alla notendur sem tengjast ákveðnum farsímasendi á svæði sem hætta er á og getur þar með tryggt öryggi og velferð þeirra sem staðsettir eru á Íslandi að hverju sinni við erfiðar aðstæður. Annar kostur við sellu útsendingu er forgangsröðun meldinga, þó sími sé á hljóðlausri stillingu eða upptekinn við aðra starfsemi þá hljóta þessi skilaboð forgang yfir það og eru meldingarnar meira áberandi en hefðbundin sms. Þetta gerir sellu útsendingu sannarlega ómissandi tól fyrir neyðarsamskipti þegar náttúruhamfarir eiga sér stað. Fjarskipafélög hér á landi hafa gert sér grein fyrir þeim möguleikum sem sellu útsendingar bjóða upp á og hafa reglulega leitað til almannavarna, viðbragðsaðila og löggvalds. Í þeim tilgangi að beita sér fyrir því að þessi tækni verði samþykkt sem ákjósanlegasta leiðin til þess að miðla neyðarviðvörunum þegar náttúruhamfarir ógna öryggi almennings. Til þess hafa fjarskiptafyrirtækin vísað til dæma frá öðrum löndum þar sem sellu útsending hefur sannað gildi sitt og verndað mannslíf. Þessi tækni hefur einnig verið notuð í mikilli mannmergð til að vekja athygli á annars konar ógn t.d. vopnuðum einstaklingum eða mannráni. Þrátt fyrir óneitanlega kosti sellu útsendinga, hafa íslensk yfirvöld sýnt tregðu við að tileinka sér þessa tækni í stað sms-viðvarana. Hvað því veldur er erfitt að segja, en mögulega gæti það stafað af þáttum eins og kunnugleika við sms skilaboð, kostnaðarsjónarmiðum, samhæfnisvandamálum við eldri tæki eða viðbúnað samskiptainnviða hjá hinu opinbera. Til þess að finna lausn á þessum vandamálum er þörf á aukinni samvinnu stjórnvalda, fjarskiptafyrirtækja og almannavarna svo unnt sé að taka upp nýjustu fjarskiptatækni. Á tímum sem þessum þar sem fjöldi ferðamanna hefur aldrei verið meiri og náttúruhamförum virðast fjölga með breytingu á loftslagi og auknum jarðhræringum hefur þörfin til þess að uppfæra neyðartilkynningar aldrei verið meiri. Með því að bregðast við þessum áhyggjum getur Ísland nýtt sér alla möguleika sellu útsendinga og með því aukið neyðarviðbragðsgetu sína og sett almannaöryggi í forgang á erfiðum tímum og skapað öruggara land fyrir öll. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur í fjarskiptageira. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarskipti Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Sjá meira
Helsta kennileiti og aðdráttarafl Íslands er hrífandi landslag eyjunnar og þau náttúruundur sem hér má finna. Þessi einkenni eru einnig hennar helsta ógn, en hér þarf stöðugt að gera ráð fyrir snjóflóðum, jarðskjálftum og ógn af virkum eldfjöllum, auk annara óhjákvæmilegra náttúruafla sem hér ríkja. Í dag nýta yfirvöld og almannavarnir sér sms kerfi sem sækir gögn um staðsetningu einstaklinga og sendir þeim sms um hættur á því svæði sem það kann að vera á. Þetta kerfi er bæði seinlegt og óskilvirkt. Oft tekur langan tíma að senda út skilaboð á marga einstaklinga í einu þar sem sms skilaboð hafa lágan forgang í meðhöndlun gagna í fjarskiptakerfum. Einnig þurfa sms til ferðamanna að ferðast fyrst til heimalands þeirra og síðan til baka og eru oft ekki að skila sér á leiðarenda. Íslensk fjarskiptafélög hafa lagt til skilvirka og áreiðanlega neyðar samskiptatækni sem kallast sellu útsending (e. Cell broadcast) við yfirvöld í stað hefðbundinna sms-viðvarana. Þessi tækni sendir út viðvörunar skilaboð á alla notendur sem tengjast ákveðnum farsímasendi á svæði sem hætta er á og getur þar með tryggt öryggi og velferð þeirra sem staðsettir eru á Íslandi að hverju sinni við erfiðar aðstæður. Annar kostur við sellu útsendingu er forgangsröðun meldinga, þó sími sé á hljóðlausri stillingu eða upptekinn við aðra starfsemi þá hljóta þessi skilaboð forgang yfir það og eru meldingarnar meira áberandi en hefðbundin sms. Þetta gerir sellu útsendingu sannarlega ómissandi tól fyrir neyðarsamskipti þegar náttúruhamfarir eiga sér stað. Fjarskipafélög hér á landi hafa gert sér grein fyrir þeim möguleikum sem sellu útsendingar bjóða upp á og hafa reglulega leitað til almannavarna, viðbragðsaðila og löggvalds. Í þeim tilgangi að beita sér fyrir því að þessi tækni verði samþykkt sem ákjósanlegasta leiðin til þess að miðla neyðarviðvörunum þegar náttúruhamfarir ógna öryggi almennings. Til þess hafa fjarskiptafyrirtækin vísað til dæma frá öðrum löndum þar sem sellu útsending hefur sannað gildi sitt og verndað mannslíf. Þessi tækni hefur einnig verið notuð í mikilli mannmergð til að vekja athygli á annars konar ógn t.d. vopnuðum einstaklingum eða mannráni. Þrátt fyrir óneitanlega kosti sellu útsendinga, hafa íslensk yfirvöld sýnt tregðu við að tileinka sér þessa tækni í stað sms-viðvarana. Hvað því veldur er erfitt að segja, en mögulega gæti það stafað af þáttum eins og kunnugleika við sms skilaboð, kostnaðarsjónarmiðum, samhæfnisvandamálum við eldri tæki eða viðbúnað samskiptainnviða hjá hinu opinbera. Til þess að finna lausn á þessum vandamálum er þörf á aukinni samvinnu stjórnvalda, fjarskiptafyrirtækja og almannavarna svo unnt sé að taka upp nýjustu fjarskiptatækni. Á tímum sem þessum þar sem fjöldi ferðamanna hefur aldrei verið meiri og náttúruhamförum virðast fjölga með breytingu á loftslagi og auknum jarðhræringum hefur þörfin til þess að uppfæra neyðartilkynningar aldrei verið meiri. Með því að bregðast við þessum áhyggjum getur Ísland nýtt sér alla möguleika sellu útsendinga og með því aukið neyðarviðbragðsgetu sína og sett almannaöryggi í forgang á erfiðum tímum og skapað öruggara land fyrir öll. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur í fjarskiptageira.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun