Íslenski boltinn

Toppliðið fær Braz eftir mikið bras síðustu vikur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ivo Braz sést hér kominn í búning Aftureldingar.
Ivo Braz sést hér kominn í búning Aftureldingar. @aftureldingknattspyrna

Afturelding er enn á toppi Lengjudeildar karla í fótbolta þrátt fyrir slakt gengi að undanförnu en liðið hefur brugðist við genginu með því að bæta við liðið.

Portúgalinn Ivo Braz er genginn til liðs við Mosfellsbæjarliðið en hann hefur spilað með Ægi í sumar.

Afturelding var komið með yfirburðarforystu í deildinni eftir 9-0 sigur á Selfossi 21. júlí en hefur síðan aðeins náð einu stigi í hús úr þremur leikjum. Eftir Selfossleikinn var Afturelding með átta stiga forskot en nú munar aðeins þremur stigum á Aftureldingu og Skagamönnum í öðru sætinu.

Nýi leikmaður Aftureldingar þekkir einstaklega vel til í deildinni og hann hefur skorað næstum því helming marka síns liðs í sumar.

Ivo Alexandre Pereira Braz er 28 ára gamall kant- og miðjumaður en hann hefur skorað sjö mörk með Ægi í Lengjudeildinni í sumar.

Áður en Ivo kom til Íslands í vor þá lék hann í úrvalsdeildinni í Litháen í tvö ár.

Ivo Braz skoraði fyrir Ægi í leik á móti Aftureldingu fyrr á þessari leiktíð en Afturelding vann þann leik 4-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×