„Ég skammast mín svo mikið fyrir þetta“ Aron Guðmundsson skrifar 14. ágúst 2023 11:00 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari toppliðs Víkings. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur, skammast sín fyrir að hafa misst stjórn á skapi sínu í leik Víkings gegn FH á dögunum. Hann kvíðir því ávallt að sjá nafn sitt í fjölmiðlum eftir slík atvik og segir bílferðina heim eftir leiki, þegar að svona atvik koma upp, vera hörðustu refsinguna. „Það er mjög mikið stress í gangi fyrir leiki, mikið undir og þess háttar. Stundum missir maður stjórn á skapinu og erfitt að útskýra af hverju,“ sagði Arnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann var spurður spjörunum úr út í atvik í leik FH og Víkings Reykjavíkur í Bestu deild karla í fótbolta á dögunum. Atvik sem varð til þess að Arnar fékk að líta rauða spjaldið. Arnar missti stjórn á skapi sínum í téðum leik um stundarsakir. Hann hreytti ókvæðisorðum í átt að Agli Guðvarði Guðlaugssyni, aðstoðardómara í leiknum og fékk í kjölfarið að líta rauða spjaldið. Hann gerði sig svo líklegan til þess að kasta frá sér stól á leið sinni inn til búningsherbergja en lét það þó vera. Bílferðin heim sé mesta refsingin „Ég byrja hvern einasta leik með ákveðna möntru í huga þess efnis að nú ætli ég að haga mér, nú ætli ég ekki að láta einhverja ákveðnar ákvarðanir fara í taugarnar á mér. Svo bara gerist eitthvað, eitt og eitt atvik í þessum leikjum og ég held að þetta sé svona stressfaktor hjá mér sem lætur eldfjallið gjósa.“ Arnar sættir sig við rauða spjaldið og segir það ekki hörðustu refsinguna þegar að svona atvik koma upp „Mesta refsingin fyrir mig er í rauninni bílferðin heim eftir svona leiki. Ég kvíði svo fyrir því að horfa á þetta í uppgjörsþætti eða lesa um þetta í fjölmiðlum. Ég skammast mín svo mikið fyrir þetta og það er ekkert grín. Ég kvíði svo fyrir því að sjá mig hegða mér eins og fáviti en á sama tíma er það bara fín refsing fyrir mig. Á sama tíma hugsa ég líka mikið um greyið dómarana sem þurfa að þola þetta frá okkur.“ Hann telur að allir þjálfarar skammist sín þegar að svona atvik eiga sér stað. „Og á einhverjum tímapunkti þarf að finna jafnvægið á milli þess að sýna tilfinningar og að haga sér ekki eins og algjör bjáni á hliðarlínunni líkt og ég gerði í Kaplakrika á dögunum. Af því að við viljum fá tilfinningar frá þjálfurunum, það er gott sjónvarpsefni.“ Þakklátur Pablo Punyed En er ekki líka gott fyrir leikmenn að hafa ástríðufullan þjálfara á hliðarlínunni? Þjálfara sem er líka í baráttunni. „Jú, en þar skiptir þetta jafnvægi svo miklu máli. Leikmenn vilja ekki að leiðtogi sinn sé að missa kúlið á hliðarlínunni. Akkúrat í þessu atviki í leik okkar í Kaplakrika á dögunum kemur einn af mínum reynslumestu leikmönnum, Pablo Punyed, til mín og hann í rauninni róaði mig bara niður og gerði mér það ljóst að mínir leikmenn hefðu fullkomna stjórn á hlutunum, væru alveg með þetta. Það var ótrúlega flott hjá Pablo að gera þetta. Pablo Punyed, leikmaður Víkings ReykjavíkurVísir/Hulda Margrét „Á fundi með leikmönnum fyrir þennan tiltekna leik lagði ég mikla áherslu á að við hefðum stjórn á öllum hlutum, það var held ég ein glæra á fundinum eingöngu um það en svo fór sem fór,“ sagði Arnar hlæjandi. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun: FH - Víkingur 1-3 | Birnir Snær skoraði tvö mörk í sigri Víkings gegn FH Víkingur náð sex stiga forskoti í Bestu deild karla í fótbolta með því að leggja FH að velli með þremur mörkum gegn einu í leik liðanna sem fram fór á Kaplakrikavelli í kvöld. Birnir Snær Ingason skoraði tvö marka Víkings í leiknum. 8. ágúst 2023 21:04 Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
„Það er mjög mikið stress í gangi fyrir leiki, mikið undir og þess háttar. Stundum missir maður stjórn á skapinu og erfitt að útskýra af hverju,“ sagði Arnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann var spurður spjörunum úr út í atvik í leik FH og Víkings Reykjavíkur í Bestu deild karla í fótbolta á dögunum. Atvik sem varð til þess að Arnar fékk að líta rauða spjaldið. Arnar missti stjórn á skapi sínum í téðum leik um stundarsakir. Hann hreytti ókvæðisorðum í átt að Agli Guðvarði Guðlaugssyni, aðstoðardómara í leiknum og fékk í kjölfarið að líta rauða spjaldið. Hann gerði sig svo líklegan til þess að kasta frá sér stól á leið sinni inn til búningsherbergja en lét það þó vera. Bílferðin heim sé mesta refsingin „Ég byrja hvern einasta leik með ákveðna möntru í huga þess efnis að nú ætli ég að haga mér, nú ætli ég ekki að láta einhverja ákveðnar ákvarðanir fara í taugarnar á mér. Svo bara gerist eitthvað, eitt og eitt atvik í þessum leikjum og ég held að þetta sé svona stressfaktor hjá mér sem lætur eldfjallið gjósa.“ Arnar sættir sig við rauða spjaldið og segir það ekki hörðustu refsinguna þegar að svona atvik koma upp „Mesta refsingin fyrir mig er í rauninni bílferðin heim eftir svona leiki. Ég kvíði svo fyrir því að horfa á þetta í uppgjörsþætti eða lesa um þetta í fjölmiðlum. Ég skammast mín svo mikið fyrir þetta og það er ekkert grín. Ég kvíði svo fyrir því að sjá mig hegða mér eins og fáviti en á sama tíma er það bara fín refsing fyrir mig. Á sama tíma hugsa ég líka mikið um greyið dómarana sem þurfa að þola þetta frá okkur.“ Hann telur að allir þjálfarar skammist sín þegar að svona atvik eiga sér stað. „Og á einhverjum tímapunkti þarf að finna jafnvægið á milli þess að sýna tilfinningar og að haga sér ekki eins og algjör bjáni á hliðarlínunni líkt og ég gerði í Kaplakrika á dögunum. Af því að við viljum fá tilfinningar frá þjálfurunum, það er gott sjónvarpsefni.“ Þakklátur Pablo Punyed En er ekki líka gott fyrir leikmenn að hafa ástríðufullan þjálfara á hliðarlínunni? Þjálfara sem er líka í baráttunni. „Jú, en þar skiptir þetta jafnvægi svo miklu máli. Leikmenn vilja ekki að leiðtogi sinn sé að missa kúlið á hliðarlínunni. Akkúrat í þessu atviki í leik okkar í Kaplakrika á dögunum kemur einn af mínum reynslumestu leikmönnum, Pablo Punyed, til mín og hann í rauninni róaði mig bara niður og gerði mér það ljóst að mínir leikmenn hefðu fullkomna stjórn á hlutunum, væru alveg með þetta. Það var ótrúlega flott hjá Pablo að gera þetta. Pablo Punyed, leikmaður Víkings ReykjavíkurVísir/Hulda Margrét „Á fundi með leikmönnum fyrir þennan tiltekna leik lagði ég mikla áherslu á að við hefðum stjórn á öllum hlutum, það var held ég ein glæra á fundinum eingöngu um það en svo fór sem fór,“ sagði Arnar hlæjandi.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun: FH - Víkingur 1-3 | Birnir Snær skoraði tvö mörk í sigri Víkings gegn FH Víkingur náð sex stiga forskoti í Bestu deild karla í fótbolta með því að leggja FH að velli með þremur mörkum gegn einu í leik liðanna sem fram fór á Kaplakrikavelli í kvöld. Birnir Snær Ingason skoraði tvö marka Víkings í leiknum. 8. ágúst 2023 21:04 Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Umfjöllun: FH - Víkingur 1-3 | Birnir Snær skoraði tvö mörk í sigri Víkings gegn FH Víkingur náð sex stiga forskoti í Bestu deild karla í fótbolta með því að leggja FH að velli með þremur mörkum gegn einu í leik liðanna sem fram fór á Kaplakrikavelli í kvöld. Birnir Snær Ingason skoraði tvö marka Víkings í leiknum. 8. ágúst 2023 21:04
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti