„Ég skammast mín svo mikið fyrir þetta“ Aron Guðmundsson skrifar 14. ágúst 2023 11:00 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari toppliðs Víkings. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur, skammast sín fyrir að hafa misst stjórn á skapi sínu í leik Víkings gegn FH á dögunum. Hann kvíðir því ávallt að sjá nafn sitt í fjölmiðlum eftir slík atvik og segir bílferðina heim eftir leiki, þegar að svona atvik koma upp, vera hörðustu refsinguna. „Það er mjög mikið stress í gangi fyrir leiki, mikið undir og þess háttar. Stundum missir maður stjórn á skapinu og erfitt að útskýra af hverju,“ sagði Arnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann var spurður spjörunum úr út í atvik í leik FH og Víkings Reykjavíkur í Bestu deild karla í fótbolta á dögunum. Atvik sem varð til þess að Arnar fékk að líta rauða spjaldið. Arnar missti stjórn á skapi sínum í téðum leik um stundarsakir. Hann hreytti ókvæðisorðum í átt að Agli Guðvarði Guðlaugssyni, aðstoðardómara í leiknum og fékk í kjölfarið að líta rauða spjaldið. Hann gerði sig svo líklegan til þess að kasta frá sér stól á leið sinni inn til búningsherbergja en lét það þó vera. Bílferðin heim sé mesta refsingin „Ég byrja hvern einasta leik með ákveðna möntru í huga þess efnis að nú ætli ég að haga mér, nú ætli ég ekki að láta einhverja ákveðnar ákvarðanir fara í taugarnar á mér. Svo bara gerist eitthvað, eitt og eitt atvik í þessum leikjum og ég held að þetta sé svona stressfaktor hjá mér sem lætur eldfjallið gjósa.“ Arnar sættir sig við rauða spjaldið og segir það ekki hörðustu refsinguna þegar að svona atvik koma upp „Mesta refsingin fyrir mig er í rauninni bílferðin heim eftir svona leiki. Ég kvíði svo fyrir því að horfa á þetta í uppgjörsþætti eða lesa um þetta í fjölmiðlum. Ég skammast mín svo mikið fyrir þetta og það er ekkert grín. Ég kvíði svo fyrir því að sjá mig hegða mér eins og fáviti en á sama tíma er það bara fín refsing fyrir mig. Á sama tíma hugsa ég líka mikið um greyið dómarana sem þurfa að þola þetta frá okkur.“ Hann telur að allir þjálfarar skammist sín þegar að svona atvik eiga sér stað. „Og á einhverjum tímapunkti þarf að finna jafnvægið á milli þess að sýna tilfinningar og að haga sér ekki eins og algjör bjáni á hliðarlínunni líkt og ég gerði í Kaplakrika á dögunum. Af því að við viljum fá tilfinningar frá þjálfurunum, það er gott sjónvarpsefni.“ Þakklátur Pablo Punyed En er ekki líka gott fyrir leikmenn að hafa ástríðufullan þjálfara á hliðarlínunni? Þjálfara sem er líka í baráttunni. „Jú, en þar skiptir þetta jafnvægi svo miklu máli. Leikmenn vilja ekki að leiðtogi sinn sé að missa kúlið á hliðarlínunni. Akkúrat í þessu atviki í leik okkar í Kaplakrika á dögunum kemur einn af mínum reynslumestu leikmönnum, Pablo Punyed, til mín og hann í rauninni róaði mig bara niður og gerði mér það ljóst að mínir leikmenn hefðu fullkomna stjórn á hlutunum, væru alveg með þetta. Það var ótrúlega flott hjá Pablo að gera þetta. Pablo Punyed, leikmaður Víkings ReykjavíkurVísir/Hulda Margrét „Á fundi með leikmönnum fyrir þennan tiltekna leik lagði ég mikla áherslu á að við hefðum stjórn á öllum hlutum, það var held ég ein glæra á fundinum eingöngu um það en svo fór sem fór,“ sagði Arnar hlæjandi. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun: FH - Víkingur 1-3 | Birnir Snær skoraði tvö mörk í sigri Víkings gegn FH Víkingur náð sex stiga forskoti í Bestu deild karla í fótbolta með því að leggja FH að velli með þremur mörkum gegn einu í leik liðanna sem fram fór á Kaplakrikavelli í kvöld. Birnir Snær Ingason skoraði tvö marka Víkings í leiknum. 8. ágúst 2023 21:04 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira
„Það er mjög mikið stress í gangi fyrir leiki, mikið undir og þess háttar. Stundum missir maður stjórn á skapinu og erfitt að útskýra af hverju,“ sagði Arnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann var spurður spjörunum úr út í atvik í leik FH og Víkings Reykjavíkur í Bestu deild karla í fótbolta á dögunum. Atvik sem varð til þess að Arnar fékk að líta rauða spjaldið. Arnar missti stjórn á skapi sínum í téðum leik um stundarsakir. Hann hreytti ókvæðisorðum í átt að Agli Guðvarði Guðlaugssyni, aðstoðardómara í leiknum og fékk í kjölfarið að líta rauða spjaldið. Hann gerði sig svo líklegan til þess að kasta frá sér stól á leið sinni inn til búningsherbergja en lét það þó vera. Bílferðin heim sé mesta refsingin „Ég byrja hvern einasta leik með ákveðna möntru í huga þess efnis að nú ætli ég að haga mér, nú ætli ég ekki að láta einhverja ákveðnar ákvarðanir fara í taugarnar á mér. Svo bara gerist eitthvað, eitt og eitt atvik í þessum leikjum og ég held að þetta sé svona stressfaktor hjá mér sem lætur eldfjallið gjósa.“ Arnar sættir sig við rauða spjaldið og segir það ekki hörðustu refsinguna þegar að svona atvik koma upp „Mesta refsingin fyrir mig er í rauninni bílferðin heim eftir svona leiki. Ég kvíði svo fyrir því að horfa á þetta í uppgjörsþætti eða lesa um þetta í fjölmiðlum. Ég skammast mín svo mikið fyrir þetta og það er ekkert grín. Ég kvíði svo fyrir því að sjá mig hegða mér eins og fáviti en á sama tíma er það bara fín refsing fyrir mig. Á sama tíma hugsa ég líka mikið um greyið dómarana sem þurfa að þola þetta frá okkur.“ Hann telur að allir þjálfarar skammist sín þegar að svona atvik eiga sér stað. „Og á einhverjum tímapunkti þarf að finna jafnvægið á milli þess að sýna tilfinningar og að haga sér ekki eins og algjör bjáni á hliðarlínunni líkt og ég gerði í Kaplakrika á dögunum. Af því að við viljum fá tilfinningar frá þjálfurunum, það er gott sjónvarpsefni.“ Þakklátur Pablo Punyed En er ekki líka gott fyrir leikmenn að hafa ástríðufullan þjálfara á hliðarlínunni? Þjálfara sem er líka í baráttunni. „Jú, en þar skiptir þetta jafnvægi svo miklu máli. Leikmenn vilja ekki að leiðtogi sinn sé að missa kúlið á hliðarlínunni. Akkúrat í þessu atviki í leik okkar í Kaplakrika á dögunum kemur einn af mínum reynslumestu leikmönnum, Pablo Punyed, til mín og hann í rauninni róaði mig bara niður og gerði mér það ljóst að mínir leikmenn hefðu fullkomna stjórn á hlutunum, væru alveg með þetta. Það var ótrúlega flott hjá Pablo að gera þetta. Pablo Punyed, leikmaður Víkings ReykjavíkurVísir/Hulda Margrét „Á fundi með leikmönnum fyrir þennan tiltekna leik lagði ég mikla áherslu á að við hefðum stjórn á öllum hlutum, það var held ég ein glæra á fundinum eingöngu um það en svo fór sem fór,“ sagði Arnar hlæjandi.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun: FH - Víkingur 1-3 | Birnir Snær skoraði tvö mörk í sigri Víkings gegn FH Víkingur náð sex stiga forskoti í Bestu deild karla í fótbolta með því að leggja FH að velli með þremur mörkum gegn einu í leik liðanna sem fram fór á Kaplakrikavelli í kvöld. Birnir Snær Ingason skoraði tvö marka Víkings í leiknum. 8. ágúst 2023 21:04 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira
Umfjöllun: FH - Víkingur 1-3 | Birnir Snær skoraði tvö mörk í sigri Víkings gegn FH Víkingur náð sex stiga forskoti í Bestu deild karla í fótbolta með því að leggja FH að velli með þremur mörkum gegn einu í leik liðanna sem fram fór á Kaplakrikavelli í kvöld. Birnir Snær Ingason skoraði tvö marka Víkings í leiknum. 8. ágúst 2023 21:04