Er þér boðið í partý? Rannveig Tenchi Ernudóttir skrifar 12. ágúst 2023 17:31 Byggir þú upp stuðið, eða dregurðu það niður? Hefur þú notað Facebook viðburðarveggi sem persónulega auglýsingatöflu þína til að tilkynna eigin fjarveru? Það hef ég gert!Þó að þægindin séu augljós (og auðvitað afar vel meinandi), þá er hins vegar til meira spennandi og grípandi leið til að nýta betur þennan sýndarvettvang. Hvernig væri að endurskoða það hvernig megi frekar nota viðburðarveggi, ekki sem tilkynningatöflu um fjarveru, heldur til að byggja upp eftirvæntingu og stemmningu fyrir komandi viðburð? Sköpum upplifun sem öll munu hlakka til! Ímyndið ykkar að fletta í gegnum Facebook-strauminn ykkar (feed) og rekast á viðburð sem lofar fjöri, hlátri og skemmtilegum félagsskap. Þið smellið forvitin og spennt á hann, tilbúin til að sökkva ykkur í tilhlökkunina og stemmninguna, aðeins til að finna færslu eftir færslu frá fólki sem lýsir yfir fjarveru sinni. Þið finnið hvernig það byrjar að slökkna á eftirvæntingunni og atburðurinn fer að virðast minna aðlaðandi. Bíðum við! Er kannski til betri leið til að nýta viðburðarveggi?Getum við gert þá meira hvetjandi og áhugaverðari?Hvernig væri að breyta þeim í miðstöð spennu og tilhlökkunnar?Stafrænt svið sem setur tóninn fyrir viðburðinn áður en hann byrjar?Hvað ef við: Búum til jákvæða stemningu: Með því að nota viðburðarveggi til að deila fjörugu efni, skemmtilegum fróðleik og kynningum sem tengjast viðburðinum, fyllast þeir af jákvæðni og eldmóði. Tilhlökkunin verður smitandi og hressandi, sem dregur gesti inn og lætur öllum líða eins og þau séu hluti af einhverju einstaklega sérstöku. Byggjum upp tilhlökkun: Frábær viðburður er eins og uppbygging í lagi – hann stigmagnast og springur út á hápunktinum. Notum viðburðarveggi til að byggja upp eftirvæntinguna. Teljum niður, deilum skemmtilegu efni og sögum og segjum frá hverju við hlökkum mest til við viðburðinn. Þannig höldum við spennunni á lofti og tryggjum að öll bíða spennt eftir stóra deginum. Sköpum varanlegar minningar: Skemmtilegar færslur á viðburðarveggjum gera gestum kleift að tengjast áður en viðburðurinn hefst. Þar geta gestir deilt hugsunum sínum, áhugamálum, væntingum og myndað tengsl sem munu gera upplifun þeirra eftirminnilega. Deilum ástinni: Við skulum horfast í augu við það að lífið gerist og stundum komumst við ekki á viðburði. Í stað þess að flæða viðburðarvegginn með tilkynningum eins og „Því miður, kemst ekki“, skulum við frekar nota „Kemst ekki“ valmöguleikann. Það er einfalt, stílhreint og virðingarvert. Ef það þarf að útskýra fjarveru okkar frekar, sendum þá bara skilaboð til skipuleggjanda. Við getum jafnvel verið enn villtari og hringt í viðkomandi, við gerum hvort eð er því miður of lítið af því í hinu stafræna umhverfi að einfaldlega heyra í hvert öðru. Svo, eigum við ekki bara að skella okkur í það að breyta hegðun okkar þegar okkur er boðið í partý? Það er frekar auðvelt!Deilum grípandi efni sem tengist viðburðinum, eins og fyndnum sögum, forvitnilegum staðreyndum, stingum upp á tónlist eða jafnvel spennandi forsýningum (sneek peak) á hvað koma skal. Hvetjum aðra gesti til að deila hugsunum sínum, birta myndir sem fanga kjarna viðburðarins og stingum jafnvel upp á athöfnum eða þemum. Umbreytum viðburðarveggjum í líflegt rými sem geislar af tilhlökkun, spennu og orku komandi viðburðar. Í heimi stafrænna samskipta er svo mikilvægt fyrir okkur öll við láta hvert augnablik gilda. Þegar við söfnumst saman til að gera hvern viðburð ógleymanlegan, munum þá að Facebook viðburðarveggur er ekki staður til að auglýsa fjarveru okkar – hann er strigi til að mála eftirvæntingu, svið til að skapa stemningu og vettvangur til að búa til minningar sem munu, vonandi, sitja lengi eftir. Líka eftir að viðburðinum lýkur. Sleppum því tilkynningunum um fjarveru en tilkynnum inn eftirvæntinguna! Höfundur er kynslóðablandari, viðburðarhaldari og partýpeppari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Rannveig Ernudóttir Mest lesið Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Sjá meira
Byggir þú upp stuðið, eða dregurðu það niður? Hefur þú notað Facebook viðburðarveggi sem persónulega auglýsingatöflu þína til að tilkynna eigin fjarveru? Það hef ég gert!Þó að þægindin séu augljós (og auðvitað afar vel meinandi), þá er hins vegar til meira spennandi og grípandi leið til að nýta betur þennan sýndarvettvang. Hvernig væri að endurskoða það hvernig megi frekar nota viðburðarveggi, ekki sem tilkynningatöflu um fjarveru, heldur til að byggja upp eftirvæntingu og stemmningu fyrir komandi viðburð? Sköpum upplifun sem öll munu hlakka til! Ímyndið ykkar að fletta í gegnum Facebook-strauminn ykkar (feed) og rekast á viðburð sem lofar fjöri, hlátri og skemmtilegum félagsskap. Þið smellið forvitin og spennt á hann, tilbúin til að sökkva ykkur í tilhlökkunina og stemmninguna, aðeins til að finna færslu eftir færslu frá fólki sem lýsir yfir fjarveru sinni. Þið finnið hvernig það byrjar að slökkna á eftirvæntingunni og atburðurinn fer að virðast minna aðlaðandi. Bíðum við! Er kannski til betri leið til að nýta viðburðarveggi?Getum við gert þá meira hvetjandi og áhugaverðari?Hvernig væri að breyta þeim í miðstöð spennu og tilhlökkunnar?Stafrænt svið sem setur tóninn fyrir viðburðinn áður en hann byrjar?Hvað ef við: Búum til jákvæða stemningu: Með því að nota viðburðarveggi til að deila fjörugu efni, skemmtilegum fróðleik og kynningum sem tengjast viðburðinum, fyllast þeir af jákvæðni og eldmóði. Tilhlökkunin verður smitandi og hressandi, sem dregur gesti inn og lætur öllum líða eins og þau séu hluti af einhverju einstaklega sérstöku. Byggjum upp tilhlökkun: Frábær viðburður er eins og uppbygging í lagi – hann stigmagnast og springur út á hápunktinum. Notum viðburðarveggi til að byggja upp eftirvæntinguna. Teljum niður, deilum skemmtilegu efni og sögum og segjum frá hverju við hlökkum mest til við viðburðinn. Þannig höldum við spennunni á lofti og tryggjum að öll bíða spennt eftir stóra deginum. Sköpum varanlegar minningar: Skemmtilegar færslur á viðburðarveggjum gera gestum kleift að tengjast áður en viðburðurinn hefst. Þar geta gestir deilt hugsunum sínum, áhugamálum, væntingum og myndað tengsl sem munu gera upplifun þeirra eftirminnilega. Deilum ástinni: Við skulum horfast í augu við það að lífið gerist og stundum komumst við ekki á viðburði. Í stað þess að flæða viðburðarvegginn með tilkynningum eins og „Því miður, kemst ekki“, skulum við frekar nota „Kemst ekki“ valmöguleikann. Það er einfalt, stílhreint og virðingarvert. Ef það þarf að útskýra fjarveru okkar frekar, sendum þá bara skilaboð til skipuleggjanda. Við getum jafnvel verið enn villtari og hringt í viðkomandi, við gerum hvort eð er því miður of lítið af því í hinu stafræna umhverfi að einfaldlega heyra í hvert öðru. Svo, eigum við ekki bara að skella okkur í það að breyta hegðun okkar þegar okkur er boðið í partý? Það er frekar auðvelt!Deilum grípandi efni sem tengist viðburðinum, eins og fyndnum sögum, forvitnilegum staðreyndum, stingum upp á tónlist eða jafnvel spennandi forsýningum (sneek peak) á hvað koma skal. Hvetjum aðra gesti til að deila hugsunum sínum, birta myndir sem fanga kjarna viðburðarins og stingum jafnvel upp á athöfnum eða þemum. Umbreytum viðburðarveggjum í líflegt rými sem geislar af tilhlökkun, spennu og orku komandi viðburðar. Í heimi stafrænna samskipta er svo mikilvægt fyrir okkur öll við láta hvert augnablik gilda. Þegar við söfnumst saman til að gera hvern viðburð ógleymanlegan, munum þá að Facebook viðburðarveggur er ekki staður til að auglýsa fjarveru okkar – hann er strigi til að mála eftirvæntingu, svið til að skapa stemningu og vettvangur til að búa til minningar sem munu, vonandi, sitja lengi eftir. Líka eftir að viðburðinum lýkur. Sleppum því tilkynningunum um fjarveru en tilkynnum inn eftirvæntinguna! Höfundur er kynslóðablandari, viðburðarhaldari og partýpeppari.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun