„Ætluðum að gera það sem við gerum best og það er að vinna bikar“ Andri Már Eggertsson skrifar 11. ágúst 2023 21:45 Nadía Atladóttir í baráttunni við Telmu Ívarsdóttur Vísir/Hulda Margrét Nadía Atladóttir, leikmaður Víkings Reykjavíkur, var í skýjunum eftir 3-1 sigur gegn Breiðabliki í úrslitum Mjólkurbikarsins. Nadía fór á kostum og skoraði tvö mörk. „Við héldum því sem við vorum búnar að gera í sumar. Við höfðum fulla trú á þessu og vera óhræddar. Við ætluðum að gera það sem við gerum best og það er að vinna bikar,“ sagði Nadía Atladóttir eftir leik. Nadía braut ísinn á 1. mínútu og að hennar mati skipti miklu máli að eiga fyrsta höggið gegn Blikum. „Það skipti miklu máli að byrja vel og það hjálpaði okkur gríðarlega mikið og skipti miklu máli.“ Breiðablik jafnaði en Víkingur náði aftur forystunni rétt fyrir hálfleik með marki frá Nadíu sem var alveg eins og markið hennar á móti Augnabliki. „Ég skoraði alveg eins mark á móti Augnablik á mánudaginn og ég gerði nákvæmlega það sama gegn Breiðabliki.“ Nadía fór af velli fyrir Freyju Stefánsdóttur sem skoraði tæplega mínútu síðar og kláraði leikinn endanlega. „Ég var varla komin út af og Freyja komin inn á og búin að skora. Þetta var geggjað fyrir hana og okkur og þarna vorum við búnar að klára þetta.“ Nadía var afar ánægð með sigurinn og hlakkaði til að fá að fagna bikarmeistaratitlinum með sínu fólki. „Nú tekur við eitthvað húllumhæ hérna uppi og við ætlum að fagna þessu vel. Það er geðveikt og þvílíkur heiður að vera í þessu félagi. Það er öllu tjaldað til fyrir bæði meistaraflokk karla og kvenna. Það er þvílíkur metnaður í félaginu,“ sagði Nadía Atladóttir og bætti við að allir ættu að koma í Víking. Mjólkurbikar kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Fleiri fréttir Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Sjá meira
„Við héldum því sem við vorum búnar að gera í sumar. Við höfðum fulla trú á þessu og vera óhræddar. Við ætluðum að gera það sem við gerum best og það er að vinna bikar,“ sagði Nadía Atladóttir eftir leik. Nadía braut ísinn á 1. mínútu og að hennar mati skipti miklu máli að eiga fyrsta höggið gegn Blikum. „Það skipti miklu máli að byrja vel og það hjálpaði okkur gríðarlega mikið og skipti miklu máli.“ Breiðablik jafnaði en Víkingur náði aftur forystunni rétt fyrir hálfleik með marki frá Nadíu sem var alveg eins og markið hennar á móti Augnabliki. „Ég skoraði alveg eins mark á móti Augnablik á mánudaginn og ég gerði nákvæmlega það sama gegn Breiðabliki.“ Nadía fór af velli fyrir Freyju Stefánsdóttur sem skoraði tæplega mínútu síðar og kláraði leikinn endanlega. „Ég var varla komin út af og Freyja komin inn á og búin að skora. Þetta var geggjað fyrir hana og okkur og þarna vorum við búnar að klára þetta.“ Nadía var afar ánægð með sigurinn og hlakkaði til að fá að fagna bikarmeistaratitlinum með sínu fólki. „Nú tekur við eitthvað húllumhæ hérna uppi og við ætlum að fagna þessu vel. Það er geðveikt og þvílíkur heiður að vera í þessu félagi. Það er öllu tjaldað til fyrir bæði meistaraflokk karla og kvenna. Það er þvílíkur metnaður í félaginu,“ sagði Nadía Atladóttir og bætti við að allir ættu að koma í Víking.
Mjólkurbikar kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Fleiri fréttir Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Sjá meira