Hinseginvænt samfélag og lögreglan Sigríður Björk Guðjónsdóttir og Eygló Harðardóttir skrifa 11. ágúst 2023 17:31 Framtíðarsýn lögreglunnar samkvæmt gildandi löggæsluáætlun er að hún á að vera vel í stakk búin til að gæta almannaöryggis, halda uppi lögum og reglu og tryggja réttaröryggi og stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna í takt við samfélagslega og tæknilega þróun. Forsendan fyrir þessari framtíðarsýn er virðing fyrir mannréttindum, réttaröryggi og þeim lýðræðislegum grundvallarreglum sem við höfum sett okkur sem samfélag. Alþingi tók mikilvægt skref í júní 2022 með samþykkt á fyrstu þingsályktun um aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks fyrir árin 2022 til 2025. Þar er dómsmálaráðuneytið í samvinnu við ríkislögreglustjóra ábyrgt fyrir verkefni um fræðslu um málefni hinsegin fólks til okkar sem störfum innan lögreglunnar. Rökstuðningur fyrir aðgerðinni er að bakslag hafi orðið um allan heim þegar kemur að réttindum hinsegin fólks og þar er trans og intersex fólk sérstaklega viðkvæmur hópur. Hinsegin fólk verður fyrir margvíslegum fordómum og beinni og óbeinni mismunun og meira hefur borið á hatursorðræðu og hatursglæpum, ekki hvað síst gagnvart hinsegin börnum og ungmennum. Því er brýnt að þekking sé meðal lögreglunnar á málefnum hinsegin fólks svo tekið sé með sem bestum hætti á þeim verkefnum sem koma á borð lögreglunnar. Öll þau sem starfa hjá lögreglunni eiga að búa við jafnan rétt og stöðu. Því þarf samhliða því sem við bætum þjónustu lögreglunnar við hinsegin fólk að tryggja að starfsumhverfi lögreglunnar sé hinseginvænt. Í þeim tilgangi er samstarfssamningur ríkislögreglustjóra við Samtökin 78 frá því í mars á þessu ári um fræðslu um hinsegin málefni fyrir lögreglu einkar mikilvægur. Samningurinn er fjölþættur og felur m.a. í sér samvinnu um þróun á fræðsluefni fyrir lögregluna á landsvísu hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar, fræðslu fyrir starfsfólk Fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar sem tekur við öllum símtölum til lögreglu sem berast Neyðarlínu og afgreiðir þau til úrlausnar, samstarf um rannsóknir á afbrotum gegn hinsegin fólki og að verklag ríkislögreglustjóra vegna óbeinnar og óbeinnar mismunar, kynbundins áreitis, kynferðislegs áreitis, kynbundins ofbeldis og eineltis innan lögreglunnar verði yfirfarið í samvinnu við Samtökin 78 út frá málefnum hinsegin fólks. Jafnrétti þýðir að við öll njótum sömu réttinda og tækifæra í samfélaginu, þ.m.t. óháð kyni, kynhneigð og kynvitund. Gleðilega hinsegin daga. Höfundar eru ríkislögreglustjóri og verkefnastjóri afbrotavarna hjá ríkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Lögreglan Sigríður Björk Guðjónsdóttir Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Framtíðarsýn lögreglunnar samkvæmt gildandi löggæsluáætlun er að hún á að vera vel í stakk búin til að gæta almannaöryggis, halda uppi lögum og reglu og tryggja réttaröryggi og stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna í takt við samfélagslega og tæknilega þróun. Forsendan fyrir þessari framtíðarsýn er virðing fyrir mannréttindum, réttaröryggi og þeim lýðræðislegum grundvallarreglum sem við höfum sett okkur sem samfélag. Alþingi tók mikilvægt skref í júní 2022 með samþykkt á fyrstu þingsályktun um aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks fyrir árin 2022 til 2025. Þar er dómsmálaráðuneytið í samvinnu við ríkislögreglustjóra ábyrgt fyrir verkefni um fræðslu um málefni hinsegin fólks til okkar sem störfum innan lögreglunnar. Rökstuðningur fyrir aðgerðinni er að bakslag hafi orðið um allan heim þegar kemur að réttindum hinsegin fólks og þar er trans og intersex fólk sérstaklega viðkvæmur hópur. Hinsegin fólk verður fyrir margvíslegum fordómum og beinni og óbeinni mismunun og meira hefur borið á hatursorðræðu og hatursglæpum, ekki hvað síst gagnvart hinsegin börnum og ungmennum. Því er brýnt að þekking sé meðal lögreglunnar á málefnum hinsegin fólks svo tekið sé með sem bestum hætti á þeim verkefnum sem koma á borð lögreglunnar. Öll þau sem starfa hjá lögreglunni eiga að búa við jafnan rétt og stöðu. Því þarf samhliða því sem við bætum þjónustu lögreglunnar við hinsegin fólk að tryggja að starfsumhverfi lögreglunnar sé hinseginvænt. Í þeim tilgangi er samstarfssamningur ríkislögreglustjóra við Samtökin 78 frá því í mars á þessu ári um fræðslu um hinsegin málefni fyrir lögreglu einkar mikilvægur. Samningurinn er fjölþættur og felur m.a. í sér samvinnu um þróun á fræðsluefni fyrir lögregluna á landsvísu hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar, fræðslu fyrir starfsfólk Fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar sem tekur við öllum símtölum til lögreglu sem berast Neyðarlínu og afgreiðir þau til úrlausnar, samstarf um rannsóknir á afbrotum gegn hinsegin fólki og að verklag ríkislögreglustjóra vegna óbeinnar og óbeinnar mismunar, kynbundins áreitis, kynferðislegs áreitis, kynbundins ofbeldis og eineltis innan lögreglunnar verði yfirfarið í samvinnu við Samtökin 78 út frá málefnum hinsegin fólks. Jafnrétti þýðir að við öll njótum sömu réttinda og tækifæra í samfélaginu, þ.m.t. óháð kyni, kynhneigð og kynvitund. Gleðilega hinsegin daga. Höfundar eru ríkislögreglustjóri og verkefnastjóri afbrotavarna hjá ríkislögreglustjóra.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar