Húðlatt (og rauðeygt) foreldri skrifar um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar 11. ágúst 2023 13:00 Nú kemur sá árstími að rauðeygðu fólki fjölgar í nágrenni leikskóla að morgni til. Þetta eru foreldrar ungra barna sem eru að aðlagast leikskólalífi. Sum börn fara létt með þessa breytingu, hjá öðrum getur þetta tekið verulega á. Viðskilnaðurinn getur orðið erfiður og við erum nokkuð mörg sem höfum þurft að hinkra við og ná tökum á tárunum, áður en haldið er áfram inn í daginn og alla dagana sem á eftir koma í breyttu lífi. Í opinberri umræðu um leikskólamál eru hinir rauðeygðu foreldrar þó oft málaðir upp sem fólk sem getur ekki beðið eftir að losna við börnin sín og koma þeim í geymslu á opinberum stofnunum. Þessi þemu hafa gert vart við sig í þeirri umræðu sem hefur spunnist í kjölfar ákvörðunar bæjarstjórans í Kópavogi að snarhækka leikskólagjöld í bæjarfélaginu. Þótt engin töluleg gögn hafi verið sett fram um hvaða áhrif stytting vinnuvikunnar hefur þegar haft á dvöl barna á leikskólum, er umræðan á þá lund að foreldrar vilji bara áfram „geyma“ börnin sín á leikskólum á meðan þeir sjálfir njóti styttri vinnutíma og lengra sumarorlofs. Með öðrum orðum þá séu foreldrar dagsins húðlatir og við því verði aðeins spornað með fjárhagslegum hvata þannig að (hinn hæfilegi) sex stunda leikskóladagur sé gjaldfrjáls en allt umfram það skuli greitt dýru verði. En í hvaða stöðu eru þessir (húðlötu) foreldrar? Stærstur hluti foreldra leikskólabarna vinnur á almennum vinnumarkaði þar sem stytting vinnuvikunnar hefur ekki verið sú sama og hjá hinu opinbera. Stysti mögulegi vinnutími samkvæmt kjarasamningi VR, sem er langstærsta stéttarfélag landsins, er um 7,6 klukkustundir á dag, að því gefnu að starfsfólk taki sér hálftíma matarhlé. Ungt fólk er líklegt til að eiga 24 daga orlof en leikskólar eru lokaðir 26 daga á ári vegna orlofs og starfsdaga. Jafnframt hafa langflestir foreldrar þurft að fullnýta frítökurétt sinn og gott betur en það til að brúa hið alræmda umönnunarbil áður en barnið fær pláss á almennum leikskóla. Þetta tímabil einkennist af óöryggi, auknum kostnaði og miklum aðstöðumun milli fjölskyldna og þar með barna. Starfsfólk á almennum vinnumarkaði missir rétt til uppsafnaðs orlofs meðan á fríi stendur (öfugt við starfsfólk hins opinbera). Flestir foreldrar sem snúa úr fæðingarorlofi eru því með skert orlof a.m.k. fyrsta leikskólasumarleyfi barnsins síns og jafnvel lengur. Skerðingar á leikskólastarfi skila sér jafnframt í því að foreldrar ganga enn frekar á orlofsrétt sinn eða heimild til launalauss leyfis, sem veikir stöðu þeirra á vinnumarkaði. Þau leikskólabörn sem nú kveðja leikskólann og halda í skóla bjuggu við skert leikskólastarf í samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnatakmörkunum vegna COVID og hafa nánast öll misst úr daga og jafnvel vikur á leikskóla vegna manneklu, mygluvandamála og verkfalla. Það er því rangt að gera að því skóna að foreldrar eigi heilan helling af frítíma sem þeir tími ekki í börnin sín. Ákvörðun bæjarstjórans í Kópavogi á sér rætur í pólitík sem mun seint vera til þess fallin að styrkja leikskólastarf eða búa almennt betur að leikskólabörnum og fjölskyldum þeirra. Markmiðið er mun fremur að draga úr opinberum útgjöldum með því að skerða þjónustu, draga úr „launakostnaði“ (skerða kjör) og auka á gjaldtöku. Þótt jákvætt væri að stytta leikskóladag barna, þá er hér verið að byrja á öfugum enda. Á Íslandi hefur verið byggt upp samfélag þar sem báðir foreldrar (séu þeir tveir) eru á vinnumarkaði. Ekki eingöngu þarf tvær fyrirvinnur til að halda úti heimili, heldur er það líka svo að fjarvera af vinnumarkaði dregur úr bæði tekjumöguleikum og lífeyrisréttindum, fyrir utan hin augljósu jafnréttisáhrif í landi þar sem konur axla ennþá meiri ábyrgð á uppeldi og heimilishaldi og karlar fá ennþá hærri laun. Ef breyta á þessu skipulagi þá þarf fyrst að skipuleggja vinnumarkaðinn, menntakerfið, tilfærslukerfin og opinbera þjónustu upp á nýtt. Kjör og starfsaðstæður á leikskólum hljóta að vera ofarlega á aðgerðalistanum. Það er ekki hægt að byrja á því að þrengja enn frekar að foreldrum ungra barna, sem eru þegar að ganga í gegnum tímabil svefnleysis, óöryggis og tekjuskerðinga. Slíkt getur ekki verið börnunum fyrir bestu, alveg sama hvernig snúið er upp á röksemdarfærsluna. Höfundur er foreldri leikskólabarna og á sæti í stjórn VR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Kópavogur Vinnumarkaður Halla Gunnarsdóttir Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú kemur sá árstími að rauðeygðu fólki fjölgar í nágrenni leikskóla að morgni til. Þetta eru foreldrar ungra barna sem eru að aðlagast leikskólalífi. Sum börn fara létt með þessa breytingu, hjá öðrum getur þetta tekið verulega á. Viðskilnaðurinn getur orðið erfiður og við erum nokkuð mörg sem höfum þurft að hinkra við og ná tökum á tárunum, áður en haldið er áfram inn í daginn og alla dagana sem á eftir koma í breyttu lífi. Í opinberri umræðu um leikskólamál eru hinir rauðeygðu foreldrar þó oft málaðir upp sem fólk sem getur ekki beðið eftir að losna við börnin sín og koma þeim í geymslu á opinberum stofnunum. Þessi þemu hafa gert vart við sig í þeirri umræðu sem hefur spunnist í kjölfar ákvörðunar bæjarstjórans í Kópavogi að snarhækka leikskólagjöld í bæjarfélaginu. Þótt engin töluleg gögn hafi verið sett fram um hvaða áhrif stytting vinnuvikunnar hefur þegar haft á dvöl barna á leikskólum, er umræðan á þá lund að foreldrar vilji bara áfram „geyma“ börnin sín á leikskólum á meðan þeir sjálfir njóti styttri vinnutíma og lengra sumarorlofs. Með öðrum orðum þá séu foreldrar dagsins húðlatir og við því verði aðeins spornað með fjárhagslegum hvata þannig að (hinn hæfilegi) sex stunda leikskóladagur sé gjaldfrjáls en allt umfram það skuli greitt dýru verði. En í hvaða stöðu eru þessir (húðlötu) foreldrar? Stærstur hluti foreldra leikskólabarna vinnur á almennum vinnumarkaði þar sem stytting vinnuvikunnar hefur ekki verið sú sama og hjá hinu opinbera. Stysti mögulegi vinnutími samkvæmt kjarasamningi VR, sem er langstærsta stéttarfélag landsins, er um 7,6 klukkustundir á dag, að því gefnu að starfsfólk taki sér hálftíma matarhlé. Ungt fólk er líklegt til að eiga 24 daga orlof en leikskólar eru lokaðir 26 daga á ári vegna orlofs og starfsdaga. Jafnframt hafa langflestir foreldrar þurft að fullnýta frítökurétt sinn og gott betur en það til að brúa hið alræmda umönnunarbil áður en barnið fær pláss á almennum leikskóla. Þetta tímabil einkennist af óöryggi, auknum kostnaði og miklum aðstöðumun milli fjölskyldna og þar með barna. Starfsfólk á almennum vinnumarkaði missir rétt til uppsafnaðs orlofs meðan á fríi stendur (öfugt við starfsfólk hins opinbera). Flestir foreldrar sem snúa úr fæðingarorlofi eru því með skert orlof a.m.k. fyrsta leikskólasumarleyfi barnsins síns og jafnvel lengur. Skerðingar á leikskólastarfi skila sér jafnframt í því að foreldrar ganga enn frekar á orlofsrétt sinn eða heimild til launalauss leyfis, sem veikir stöðu þeirra á vinnumarkaði. Þau leikskólabörn sem nú kveðja leikskólann og halda í skóla bjuggu við skert leikskólastarf í samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnatakmörkunum vegna COVID og hafa nánast öll misst úr daga og jafnvel vikur á leikskóla vegna manneklu, mygluvandamála og verkfalla. Það er því rangt að gera að því skóna að foreldrar eigi heilan helling af frítíma sem þeir tími ekki í börnin sín. Ákvörðun bæjarstjórans í Kópavogi á sér rætur í pólitík sem mun seint vera til þess fallin að styrkja leikskólastarf eða búa almennt betur að leikskólabörnum og fjölskyldum þeirra. Markmiðið er mun fremur að draga úr opinberum útgjöldum með því að skerða þjónustu, draga úr „launakostnaði“ (skerða kjör) og auka á gjaldtöku. Þótt jákvætt væri að stytta leikskóladag barna, þá er hér verið að byrja á öfugum enda. Á Íslandi hefur verið byggt upp samfélag þar sem báðir foreldrar (séu þeir tveir) eru á vinnumarkaði. Ekki eingöngu þarf tvær fyrirvinnur til að halda úti heimili, heldur er það líka svo að fjarvera af vinnumarkaði dregur úr bæði tekjumöguleikum og lífeyrisréttindum, fyrir utan hin augljósu jafnréttisáhrif í landi þar sem konur axla ennþá meiri ábyrgð á uppeldi og heimilishaldi og karlar fá ennþá hærri laun. Ef breyta á þessu skipulagi þá þarf fyrst að skipuleggja vinnumarkaðinn, menntakerfið, tilfærslukerfin og opinbera þjónustu upp á nýtt. Kjör og starfsaðstæður á leikskólum hljóta að vera ofarlega á aðgerðalistanum. Það er ekki hægt að byrja á því að þrengja enn frekar að foreldrum ungra barna, sem eru þegar að ganga í gegnum tímabil svefnleysis, óöryggis og tekjuskerðinga. Slíkt getur ekki verið börnunum fyrir bestu, alveg sama hvernig snúið er upp á röksemdarfærsluna. Höfundur er foreldri leikskólabarna og á sæti í stjórn VR
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun