Stolt út um allt! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 10. ágúst 2023 18:00 Þessa vikuna fögnum við fjölbreytileikanum í allri sinni dýrð og dásemd með Hinsegin dögum. Á þessum tíma árs nýti ég tækifærið og þakka fyrir frelsið og viðurkenninguna sem íslenskt samfélag hefur veitt mér sem lesbíu og öðru hinsegin fólki. Frelsið sem ég vona að ég geti búið við um ókomna tíð. Að aldrei aftur þurfi ég að óttast um öryggi mitt eða viðurkenninguna sem ríkir í samfélaginu og mætir mér alla jafna í mínu daglega lífi. Alvöru frelsi það! Á sama tíma er dapurlegt til þess að hugsa að enn á ný verða hópar innan hinsegin samfélagsins fyrir ofbeldi í okkar upplýsta samfélagi. Þessi misserin eru það einkum og sér í lagi trans fólk og þar á meðal ungmenni sem reyna hvað þau geta að standa með sjálfum sér, stolt og glöð yfir því að hafa fundið sitt eigið sjálf. Fundið kjarkinn sinn og þor til að stíga fram og vera sýnileg sem þær manneskjur sem þau eru. Fátt er nú fallegra en einmitt það. Bakslag er það og bakslag hræðir. Bakslag sem er að eiga sér stað út um allan heim. Líka hér á Íslandi. Þrátt fyrir öll þau lagalegu réttindi sem búið er að tryggja og opinskárri umræðu í okkar samfélagi. Við því verðum við einfaldlega að bregðast og stíga fast niður fæti. Fræðsla eflir og styrkir okkur sem samfélag Fleiri og fleiri sveitarfélög hafa verið að svara kalli hinsegin samfélagsins eftir aukinni fræðslu í samfélaginu með samningum um fræðslu fyrir starfsfólk sitt en ekki síður fræðslu til barna og ungmenna innan skólakerfisins. Því það magnaða er að það virkar. Það er aldrei of seint að taka skrefið og taka ábyrgð. Kæra sveitastjórnarfólk ég hvet ykkur til þess að hvetja og styðja hvert annað til góðra verka og tryggja þau verkfæri sem við búum yfir með þeirri gríðarlegu þekkingu og öflugu fræðslu sem Samtökin 78 geta boðið upp á. Okkar allra er að hafa áhrif til góðs. Lyftum mennskunni og berum virðingu fyrir hvort öðru svo við getum öll staðið upprétt og stolt. Gleðilega hinsegin daga! Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Hinsegin Málefni trans fólks Sveitarstjórnarmál Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Sjá meira
Þessa vikuna fögnum við fjölbreytileikanum í allri sinni dýrð og dásemd með Hinsegin dögum. Á þessum tíma árs nýti ég tækifærið og þakka fyrir frelsið og viðurkenninguna sem íslenskt samfélag hefur veitt mér sem lesbíu og öðru hinsegin fólki. Frelsið sem ég vona að ég geti búið við um ókomna tíð. Að aldrei aftur þurfi ég að óttast um öryggi mitt eða viðurkenninguna sem ríkir í samfélaginu og mætir mér alla jafna í mínu daglega lífi. Alvöru frelsi það! Á sama tíma er dapurlegt til þess að hugsa að enn á ný verða hópar innan hinsegin samfélagsins fyrir ofbeldi í okkar upplýsta samfélagi. Þessi misserin eru það einkum og sér í lagi trans fólk og þar á meðal ungmenni sem reyna hvað þau geta að standa með sjálfum sér, stolt og glöð yfir því að hafa fundið sitt eigið sjálf. Fundið kjarkinn sinn og þor til að stíga fram og vera sýnileg sem þær manneskjur sem þau eru. Fátt er nú fallegra en einmitt það. Bakslag er það og bakslag hræðir. Bakslag sem er að eiga sér stað út um allan heim. Líka hér á Íslandi. Þrátt fyrir öll þau lagalegu réttindi sem búið er að tryggja og opinskárri umræðu í okkar samfélagi. Við því verðum við einfaldlega að bregðast og stíga fast niður fæti. Fræðsla eflir og styrkir okkur sem samfélag Fleiri og fleiri sveitarfélög hafa verið að svara kalli hinsegin samfélagsins eftir aukinni fræðslu í samfélaginu með samningum um fræðslu fyrir starfsfólk sitt en ekki síður fræðslu til barna og ungmenna innan skólakerfisins. Því það magnaða er að það virkar. Það er aldrei of seint að taka skrefið og taka ábyrgð. Kæra sveitastjórnarfólk ég hvet ykkur til þess að hvetja og styðja hvert annað til góðra verka og tryggja þau verkfæri sem við búum yfir með þeirri gríðarlegu þekkingu og öflugu fræðslu sem Samtökin 78 geta boðið upp á. Okkar allra er að hafa áhrif til góðs. Lyftum mennskunni og berum virðingu fyrir hvort öðru svo við getum öll staðið upprétt og stolt. Gleðilega hinsegin daga! Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun