Öryrkinn borinn út Skúli Thoroddsen skrifar 10. ágúst 2023 17:31 Það vakti athygli þegar Sýslumaðurinn í Keflavík seldi lítið einbýlishús öryrkja í Reykjanesbæ á uppboði fyrir 3 milljónir. Húsið var metið á 57 milljónir. Öryrkinn talar ekki íslensku og á við vanheilsu að stríða vegna höfuðáverka af völdum slyss. Tap öryrkjans nemur um 54 milljónum vegna aðgerða sýslumanns. Voru þær aðgerðir lögmætar? Nýi dómsmálaráðherrann taldi þetta bara eðlilegt, einsog að selja kjörís, kannski. Reykjanesbær hafði beðið um að þetta yrði gert vegna vangoldinna fasteignagjalda. Veðskuldir voru engar á eigninni. Sjálfsagt að verða við kröfu bæjarins, hann bæri ábyrgðina, sagði þessi sérstaki fulltrúi réttlætisins, yfirmaður sýslumanns og fyrrverandi athafnakona sem virðist ekkert kunna í lögum. Ráðuneytið og ríkislögmaður hafna bótaskyldu. Öryrkinn var borinn út þann 3. ágúst sl. og bærinn skaffaði hinum eingasvifta öryrkja skjól hjá bænum. Er málið þá dautt? Maður bara spyr sig. Það brýtur gegn réttaravitund minni að drekkja því í þagnarhyl gleymskunnar. Skrifborðsskúffu ráðherrans, eins og ekkert sé. Fátt kemur lengur á óvart um misskiptingu í samfélaginu. En þegar Valdið er farið að bögga öryrkja, er einum of langt gengið. Það skiptir engu þó svo öryrkinn sé með skilorðsbundinn dóm á bakinu, sé kannski fíkill, andlega vanheill, fótbrotinn eða eitthvað, eða að það sé að opna Pandórubox að fara djúpt málið eins og forseti bæjarstjórnar orðar það. Þessi sala sýslumanns er ekki bara siðlaus heldur kol ólögleg að því er næst verður komist. Ég skal skýra það nánar. Sýslumaður fór ekki að lögum í málsmeðferð sinni. Með gerðinni bakaði hann öryrkjanum gífurlegt fjárhagstjón. Sendi hann á götuna, á bæinn, allslausan eftir að hafa hafa samþykkt tilboð í hús hans á nauðungaruppboði - sem ekki þurfti að fara fram. Sýslumaður fór ekki eftir meginreglum stjórnsýsluréttarins. Hann braut líka gegn 1. mgr. 130. gr. hegningarlaga nr. 19/1940, að því er virðist. Hann gat vegna sérstakra aðstæðna frestað uppboðinu, í samræmi við heimild í 37. gr. laga um nauðungarsölu nr. 90/1991, sérstaklega vegna þess að hann mátti vita að mun hærra boð gæti fengist í eignina en 3 milljónir, kæmi til sölu. Hann lét undir höfuð leggjast að hafa samband við kröfuhafa, bæinn, um að hér væri eitthvað ekki í lagi, sem félagsmálaráð Reykjanesbæjar yrði að skoða nánar og eftir atvikum bregðast við. Sýslumaðurinn gerði það ekki. Hann brást öryrkjanum. „Gerði allt löglegt“, segir ráðherrann og lætur kyrrt liggja. Samkvæmt íslenskum stjórnsýslurétti bar sýslumanni að leiðbeina öryrkjanum áður en kom til ákvörðunar í málum. Sölunni. Það var ekki gert. Engin rök eru fyrir því að salan hafi verið málefnaleg, önnur en að hún var gerð að ósk Reykjanesbæjar, eins og dómsmálaráherra orðar það svo fallega. Það eru engin rök, engar málsástæður sem réttlæta aðförina, að svipta öryrkja eign sinni, margfalt umfram skuld hans við bæinn. Við blasir tilraun til þöggunar. Sýslumaður fór líka gegn réttmætisreglu stjórnsýsluréttarins. Og ráðherra lætur sér vel líka í frétt á RÚV. Nauðungarsalan er bótaskyld að skaðabótarétti að mínu viti. Ég vænti þess að slíkt mál verði höfðað af Öryrkjabandalagi Íslands, f.h. viðkomandi. Málið kallar á úrlausn dómstóla um hvort svona siðleysi standist lög. Salan er ólögmæt, að mínu mati, fer gegn réttmætisreglunni og virðist líka brjóta í bága við 130. gr. almennra hegningarlaga. Þá er aðgerðin augljóslega saknæm, ég segi ekki af ásetningi, en sýslumaður gerði sig klárlega sekan um mikið ranglæti með vítaverðu gáleysi við meðferð málsins, hvað svo sem dómsmálaráherra finnst og segir um það mál. Réttmætisreglan er ein af óskráðu um stjórnsýsluréttarins sem felur í sér kröfu um að ákvarðanir stjórnvalda séu studdar málefnalegum sjónarmiðum. Hún gildir einnig um ólögmæltar ákvarðanir. 130. gr. hegningarlaga vísar beint til réttmætisreglunnar varðandi gerðir m.a sýslumanna við nauðungarsölu. Þar segir í 1. mgr.: „Ef handhafi dómsvalds eða annars opinbers úrskurðarvalds um lögskipti gerist sekur um ranglæti við úrlausn máls eða meðferð þess í því skyni, að niðurstaðan verði ranglát, þá skal hann sæta fangelsi allt að 6 árum.“ Nú er ég ekki að halda því fram að það hafi verið ásetningur sýslumanns að selja fasteign öryrkjans, í þessu tilviki mikils minni máttar, blákalt á undirverði „til þess að niðurstaðan yrði ranglát.“ En niðurstaðan varð ranglát. Af gáleysi? Af vítaverðu gáleysi? Hvað hefði vandaður sýslumaður gert? Góður og grandvar embættismaður? Það er dómstóla að dæma um það. Annað er ekki boðlegt. Sýslumaðurinn í Keflavík hefur óneitanlega skapað öryrkjanum tugmilljóna tjón, verið valdur að miklu ranglæti með athæfi sínu, sem gefur tilefni til nánari skoðunar og rannsóknar. Já, lögreglurannsóknar. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Reykjanesbær Húsnæðismál Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Það vakti athygli þegar Sýslumaðurinn í Keflavík seldi lítið einbýlishús öryrkja í Reykjanesbæ á uppboði fyrir 3 milljónir. Húsið var metið á 57 milljónir. Öryrkinn talar ekki íslensku og á við vanheilsu að stríða vegna höfuðáverka af völdum slyss. Tap öryrkjans nemur um 54 milljónum vegna aðgerða sýslumanns. Voru þær aðgerðir lögmætar? Nýi dómsmálaráðherrann taldi þetta bara eðlilegt, einsog að selja kjörís, kannski. Reykjanesbær hafði beðið um að þetta yrði gert vegna vangoldinna fasteignagjalda. Veðskuldir voru engar á eigninni. Sjálfsagt að verða við kröfu bæjarins, hann bæri ábyrgðina, sagði þessi sérstaki fulltrúi réttlætisins, yfirmaður sýslumanns og fyrrverandi athafnakona sem virðist ekkert kunna í lögum. Ráðuneytið og ríkislögmaður hafna bótaskyldu. Öryrkinn var borinn út þann 3. ágúst sl. og bærinn skaffaði hinum eingasvifta öryrkja skjól hjá bænum. Er málið þá dautt? Maður bara spyr sig. Það brýtur gegn réttaravitund minni að drekkja því í þagnarhyl gleymskunnar. Skrifborðsskúffu ráðherrans, eins og ekkert sé. Fátt kemur lengur á óvart um misskiptingu í samfélaginu. En þegar Valdið er farið að bögga öryrkja, er einum of langt gengið. Það skiptir engu þó svo öryrkinn sé með skilorðsbundinn dóm á bakinu, sé kannski fíkill, andlega vanheill, fótbrotinn eða eitthvað, eða að það sé að opna Pandórubox að fara djúpt málið eins og forseti bæjarstjórnar orðar það. Þessi sala sýslumanns er ekki bara siðlaus heldur kol ólögleg að því er næst verður komist. Ég skal skýra það nánar. Sýslumaður fór ekki að lögum í málsmeðferð sinni. Með gerðinni bakaði hann öryrkjanum gífurlegt fjárhagstjón. Sendi hann á götuna, á bæinn, allslausan eftir að hafa hafa samþykkt tilboð í hús hans á nauðungaruppboði - sem ekki þurfti að fara fram. Sýslumaður fór ekki eftir meginreglum stjórnsýsluréttarins. Hann braut líka gegn 1. mgr. 130. gr. hegningarlaga nr. 19/1940, að því er virðist. Hann gat vegna sérstakra aðstæðna frestað uppboðinu, í samræmi við heimild í 37. gr. laga um nauðungarsölu nr. 90/1991, sérstaklega vegna þess að hann mátti vita að mun hærra boð gæti fengist í eignina en 3 milljónir, kæmi til sölu. Hann lét undir höfuð leggjast að hafa samband við kröfuhafa, bæinn, um að hér væri eitthvað ekki í lagi, sem félagsmálaráð Reykjanesbæjar yrði að skoða nánar og eftir atvikum bregðast við. Sýslumaðurinn gerði það ekki. Hann brást öryrkjanum. „Gerði allt löglegt“, segir ráðherrann og lætur kyrrt liggja. Samkvæmt íslenskum stjórnsýslurétti bar sýslumanni að leiðbeina öryrkjanum áður en kom til ákvörðunar í málum. Sölunni. Það var ekki gert. Engin rök eru fyrir því að salan hafi verið málefnaleg, önnur en að hún var gerð að ósk Reykjanesbæjar, eins og dómsmálaráherra orðar það svo fallega. Það eru engin rök, engar málsástæður sem réttlæta aðförina, að svipta öryrkja eign sinni, margfalt umfram skuld hans við bæinn. Við blasir tilraun til þöggunar. Sýslumaður fór líka gegn réttmætisreglu stjórnsýsluréttarins. Og ráðherra lætur sér vel líka í frétt á RÚV. Nauðungarsalan er bótaskyld að skaðabótarétti að mínu viti. Ég vænti þess að slíkt mál verði höfðað af Öryrkjabandalagi Íslands, f.h. viðkomandi. Málið kallar á úrlausn dómstóla um hvort svona siðleysi standist lög. Salan er ólögmæt, að mínu mati, fer gegn réttmætisreglunni og virðist líka brjóta í bága við 130. gr. almennra hegningarlaga. Þá er aðgerðin augljóslega saknæm, ég segi ekki af ásetningi, en sýslumaður gerði sig klárlega sekan um mikið ranglæti með vítaverðu gáleysi við meðferð málsins, hvað svo sem dómsmálaráherra finnst og segir um það mál. Réttmætisreglan er ein af óskráðu um stjórnsýsluréttarins sem felur í sér kröfu um að ákvarðanir stjórnvalda séu studdar málefnalegum sjónarmiðum. Hún gildir einnig um ólögmæltar ákvarðanir. 130. gr. hegningarlaga vísar beint til réttmætisreglunnar varðandi gerðir m.a sýslumanna við nauðungarsölu. Þar segir í 1. mgr.: „Ef handhafi dómsvalds eða annars opinbers úrskurðarvalds um lögskipti gerist sekur um ranglæti við úrlausn máls eða meðferð þess í því skyni, að niðurstaðan verði ranglát, þá skal hann sæta fangelsi allt að 6 árum.“ Nú er ég ekki að halda því fram að það hafi verið ásetningur sýslumanns að selja fasteign öryrkjans, í þessu tilviki mikils minni máttar, blákalt á undirverði „til þess að niðurstaðan yrði ranglát.“ En niðurstaðan varð ranglát. Af gáleysi? Af vítaverðu gáleysi? Hvað hefði vandaður sýslumaður gert? Góður og grandvar embættismaður? Það er dómstóla að dæma um það. Annað er ekki boðlegt. Sýslumaðurinn í Keflavík hefur óneitanlega skapað öryrkjanum tugmilljóna tjón, verið valdur að miklu ranglæti með athæfi sínu, sem gefur tilefni til nánari skoðunar og rannsóknar. Já, lögreglurannsóknar. Höfundur er lögfræðingur.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun