Metaðsókn að Selasetri Íslands á Hvammstanga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. ágúst 2023 20:30 Örvar Birkir Eiríksson, forstöðumaður Selasetursins á Hvammstanga og myndin af Rostungnum, sem vekur mikla athygli á safninu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Aðsókn á Selasetrið á Hvammstanga hefur sjaldan eða aldrei verið eins góð og í sumar en þangað koma um 250 manns á dag til að skoða þetta flotta safn um seli. Og það sem meira er, það er komin Rostungur á safnið. Það er mjög gaman að heimsækja Selasetur Íslands því safnið er svo skemmtilega uppsett og þar er svo mikinn fróðleik að finna um seli og allt það helsta, sem við kemur þeim. Aðsóknin að setrinu hefur verið einstaklega góð í sumar. „Það er mikið af gestum hérna, þetta eru um 250 manns á dag, þannig að það er bara mikið líf og fjör. Við erum mjög ánægð með sýninguna og gestir hafa verið það almennt,” segir Örvar Birkir Eiríksson, forstöðumaður Selasetursins á Hvammstanga. Hvaðan koma ykkar gestir aðallega? „Ég held að það séu mest Þjóðverjar, sem eru að koma hingað en það er að aukast núna meira frá Suður Evrópu, við erum að sjá mikið af Ítölum núna og svo náttúruleg Bandaríkjamenn og Frakkar, þannig að þetta eru mest erlendir ferðamenn, sem koma hingað til okkar en talsvert af Íslendingum líka.” Örvar segir Selasetrið vera fyrst og fremst fræðslusafn með líffræðilega og sögulega frásögn um seli og tengslum þeirra og íslenskrar menningar. Við Ísland kæpa tvær tegundir sela, Landselur og Útselur en fjórar tegundir til viðbótar eru þekktar við landið, sem flækingar en þær hafa ekki kæpt hér svo vitað sé. Og selurinn, þetta er merkileg skepna? „Já, þetta er mjög merkilega skepna og bara mjög skemmtileg skepna og svo náttúrulega virkilega fallega skepna líka, þannig að við erum talsverðir aðdáendur selsins,” segir Örvar Birkir. Um 250 manns koma á hverjum degi í Selasetrið á Hvammstanga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Á setrið er líka komin rostungur, þó ekki lifandi, heldur stór og glæsileg ljósmynd. „Við erum bara að vonast til að hann komi hingað, sé ekki alltaf á Sauðárkróki, heldur komi hingað á flotbryggjuna hérna á tanganum, við erum bara að bíða eftir því, þannig að vonandi verður það næsta stopp hjá honum,” segir Örvar Birkir. Selasetrið er fyrst og fremst fræðslusafn með líffræðilega og sögulega frásögn um seli og tengslum þeirra og íslenskrar menningar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Selaseturs Íslands á Hvammstanga Húnaþing vestra Menning Söfn Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Það er mjög gaman að heimsækja Selasetur Íslands því safnið er svo skemmtilega uppsett og þar er svo mikinn fróðleik að finna um seli og allt það helsta, sem við kemur þeim. Aðsóknin að setrinu hefur verið einstaklega góð í sumar. „Það er mikið af gestum hérna, þetta eru um 250 manns á dag, þannig að það er bara mikið líf og fjör. Við erum mjög ánægð með sýninguna og gestir hafa verið það almennt,” segir Örvar Birkir Eiríksson, forstöðumaður Selasetursins á Hvammstanga. Hvaðan koma ykkar gestir aðallega? „Ég held að það séu mest Þjóðverjar, sem eru að koma hingað en það er að aukast núna meira frá Suður Evrópu, við erum að sjá mikið af Ítölum núna og svo náttúruleg Bandaríkjamenn og Frakkar, þannig að þetta eru mest erlendir ferðamenn, sem koma hingað til okkar en talsvert af Íslendingum líka.” Örvar segir Selasetrið vera fyrst og fremst fræðslusafn með líffræðilega og sögulega frásögn um seli og tengslum þeirra og íslenskrar menningar. Við Ísland kæpa tvær tegundir sela, Landselur og Útselur en fjórar tegundir til viðbótar eru þekktar við landið, sem flækingar en þær hafa ekki kæpt hér svo vitað sé. Og selurinn, þetta er merkileg skepna? „Já, þetta er mjög merkilega skepna og bara mjög skemmtileg skepna og svo náttúrulega virkilega fallega skepna líka, þannig að við erum talsverðir aðdáendur selsins,” segir Örvar Birkir. Um 250 manns koma á hverjum degi í Selasetrið á Hvammstanga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Á setrið er líka komin rostungur, þó ekki lifandi, heldur stór og glæsileg ljósmynd. „Við erum bara að vonast til að hann komi hingað, sé ekki alltaf á Sauðárkróki, heldur komi hingað á flotbryggjuna hérna á tanganum, við erum bara að bíða eftir því, þannig að vonandi verður það næsta stopp hjá honum,” segir Örvar Birkir. Selasetrið er fyrst og fremst fræðslusafn með líffræðilega og sögulega frásögn um seli og tengslum þeirra og íslenskrar menningar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Selaseturs Íslands á Hvammstanga
Húnaþing vestra Menning Söfn Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira