Erfitt að kyngja en … Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar 9. ágúst 2023 16:01 Það gefur alltaf vafist fyrir okkur döff/táknmálsfólki hvernig eigi að mæla með því að táknmál verði alltaf valið og er í raun ekki valmöguleiki heldur full nauðsyn - lífsnauðsynlegt mál fyrir barn sem heyrir illa- er heyrnarskert eða heyrnarlaust. Okkur er uppálagt á að særa ekki foreldra / uppalendur og því þurfum við að fara mjög varlega í þessa umræðu. Í reynd „tipla á tánum“ Öll umræða um táknmál og mikilvægi þess gengur út á að vera ekki særandi, segja á mildan hátt og vera auðmjúk við foreldra en samt leiðbeinandi. Stundum er eins og hagsmunir og tilfinningar foreldra séu í forgangi, reyndar miklu meira en framtíðar möguleikar og hagsmunir barnsins til lengri tíma litið. Hagsmunir barnsins að eiga samskipti og það án hnökra gleymast. Litið er á táknmál sem eitthvað “val” og miklað það fyrir sér, jafnvel sagt að það er bara “til vandræða”. Við táknmálsfólk þekkjum ekki annað en að berjast fyrir táknmálinu, réttlæta það, segja sögu þess, láta fólk skilja mikilvægi táknmals út frá sögu þess. Táknmál var einu sinni bannað í 100 ár. Saga sem má ekki gleymast og alls ekki endurgerast. Við viljum fá að benda á mikilvægi táknmálsins á kýrskýran hátt svo að aðgengi barna að táknmáli sem og þeirra sem á hvaða aldri sem er og eiga við heyrnarmein að kljást sé alveg kýrskýrt samskipta aðgengi. Þannig að segi ég við ykkur hver sem þið eruð í hvaða aðstæðum sem þið eruð; kyngið því að táknmál er í fyrsta sæti í öllum aðstæðum. Lærið og fræðist af táknmálsfólki. Heyrnarlausu já. Látið engan segja ykkur að táknmál sé EKKI nauðsynlegt. Segið öðrum i nánasta samskiptahring að læra táknmál, því þegar upp er staðið þá eru allir ánægðir og engin pirringur. Það er alltaf einhver vegur að ánægju, stundum tyrfður, stundum hreinn og beinn. Sá sem nýtur táknmálsins í samskiptum við sinn nánasta hring græðir mest á því og þið líka. Þið sjáið ánægða manneskju þroskast og vaxa á leið út i lífið og umgangast jafningja sína. Táknmál er til „vandræða“ þegar það er talað niður af fólki sem ekki þekkir til þess. Táknmál er í útrýmingarhættu. Táknmál á skilið að það sé komið fram við það af virðingu. Táknmálsfólk er málfyrirmyndir. Táknmálstúlkar eru ekki málfyrirmyndir. Táknmálsfólk á alltaf að vera eftirsótt til skrafs og ráðagerða um táknmál, um táknmálsaðgengi og sjónræna vísun i fullkomið aðgengi. Táknmál og texta aðgengi á að vinna með til jafns í öllum aðstæðum. Íslenskt táknmál og íslensks tunga eru jafnrétthá samkvæmt lögum nr 61/2011. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Það gefur alltaf vafist fyrir okkur döff/táknmálsfólki hvernig eigi að mæla með því að táknmál verði alltaf valið og er í raun ekki valmöguleiki heldur full nauðsyn - lífsnauðsynlegt mál fyrir barn sem heyrir illa- er heyrnarskert eða heyrnarlaust. Okkur er uppálagt á að særa ekki foreldra / uppalendur og því þurfum við að fara mjög varlega í þessa umræðu. Í reynd „tipla á tánum“ Öll umræða um táknmál og mikilvægi þess gengur út á að vera ekki særandi, segja á mildan hátt og vera auðmjúk við foreldra en samt leiðbeinandi. Stundum er eins og hagsmunir og tilfinningar foreldra séu í forgangi, reyndar miklu meira en framtíðar möguleikar og hagsmunir barnsins til lengri tíma litið. Hagsmunir barnsins að eiga samskipti og það án hnökra gleymast. Litið er á táknmál sem eitthvað “val” og miklað það fyrir sér, jafnvel sagt að það er bara “til vandræða”. Við táknmálsfólk þekkjum ekki annað en að berjast fyrir táknmálinu, réttlæta það, segja sögu þess, láta fólk skilja mikilvægi táknmals út frá sögu þess. Táknmál var einu sinni bannað í 100 ár. Saga sem má ekki gleymast og alls ekki endurgerast. Við viljum fá að benda á mikilvægi táknmálsins á kýrskýran hátt svo að aðgengi barna að táknmáli sem og þeirra sem á hvaða aldri sem er og eiga við heyrnarmein að kljást sé alveg kýrskýrt samskipta aðgengi. Þannig að segi ég við ykkur hver sem þið eruð í hvaða aðstæðum sem þið eruð; kyngið því að táknmál er í fyrsta sæti í öllum aðstæðum. Lærið og fræðist af táknmálsfólki. Heyrnarlausu já. Látið engan segja ykkur að táknmál sé EKKI nauðsynlegt. Segið öðrum i nánasta samskiptahring að læra táknmál, því þegar upp er staðið þá eru allir ánægðir og engin pirringur. Það er alltaf einhver vegur að ánægju, stundum tyrfður, stundum hreinn og beinn. Sá sem nýtur táknmálsins í samskiptum við sinn nánasta hring græðir mest á því og þið líka. Þið sjáið ánægða manneskju þroskast og vaxa á leið út i lífið og umgangast jafningja sína. Táknmál er til „vandræða“ þegar það er talað niður af fólki sem ekki þekkir til þess. Táknmál er í útrýmingarhættu. Táknmál á skilið að það sé komið fram við það af virðingu. Táknmálsfólk er málfyrirmyndir. Táknmálstúlkar eru ekki málfyrirmyndir. Táknmálsfólk á alltaf að vera eftirsótt til skrafs og ráðagerða um táknmál, um táknmálsaðgengi og sjónræna vísun i fullkomið aðgengi. Táknmál og texta aðgengi á að vinna með til jafns í öllum aðstæðum. Íslenskt táknmál og íslensks tunga eru jafnrétthá samkvæmt lögum nr 61/2011. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun