Árni pítsusali sem tryggt hefur KÍ hundruð milljóna Sindri Sverrisson skrifar 9. ágúst 2023 12:00 Árni Frederiksberg hefur skorað gegn meistaraliðum Ungverjalands, Svíþjóðar og Noregs í sumar. Getty/Laszlo Szirtesi Stærsta hetjan í mögnuðu Evrópuævintýri færeysku meistaranna í KÍ frá Klaksvík er án vafa 31 árs gamli „pítsusalinn“ Árni Frederiksberg. Þökk sé honum er enn mögulegt að KÍ spili með Real Madrid, Manchester City, Bayern München og öðrum bestu liðum álfunnar í Meistaradeild Evrópu í haust. Árni skoraði bæði mörk KÍ gegn norsku meisturunum í Molde í gær, í 2-1 sigri, og hefur þar með gert sex mörk í undankeppni Meistaradeildarinnar til þessa. This is just unbelievable!! 2-1 KÍ and it is another beauty from Árni Frederiksberg! I have no more words - I must be dreaming #football @ChampionsLeague pic.twitter.com/QWFufm41c5— Tróndur Arge (@ArgeTrondur) August 8, 2023 Líkt og margir af liðsfélögum hans er Árni í fullri vinnu samhliða fótboltanum, enda Klaksvík rétt um 5.000 manna bær og KÍ langt frá því að hafa sömu veltu og Molde, eða Häcken og Ferencváros sem KÍ hefur þegar slegið út. Þó eru í liðinu atvinnumenn og við stjórnvölinn Norðmaðurinn Magne Hoseth. Árni á að baki 11 A-landsleiki fyrir Færeyjar, þann síðasta árið 2019. Hann starfar hjá heildsölufyrirtæki sem meðal annars selur frosnar pítsur og úr því sem komið er hefur hann ekki í hyggju að yfirgefa Færeyjar, þar sem hann hefur spilað allan sinn feril. „Lífið utan fótboltans gerir það að verkum að ég held kyrru fyrir í Færeyjum. Það er þegar komið tilboð, það er ekki vandamálið, en aðrir hlutir skipta máli. Ég hef það gott hérna og þrífst vel. Nú eigum við fyrir höndum frábær augnablik alveg fram í desember, svo ég er ekki að fara héðan,“ segir Árni í samtali við norska ríkismiðilinn NRK. Skorað á móti meisturum þriggja landa Í gær jafnaði Árni metin gegn Molde með afar sniðugu skoti og skoraði svo sigurmarkið úr skyndisókn fjórum mínútum fyrir leikslok. Þannig fer KÍ með forskot í seinni leikinn sem fram fer í Noregi næsta þriðjudag. WHO ELSE BUT ÁRNI FREDERIKSBERG TO DRAW LEVEL WITH A GOLAZO!!! @FootColicpic.twitter.com/dD4lPJfBAh— Football Report (@FootballReprt) August 8, 2023 Leikmenn KÍ höfðu áður slegið út ungversku meistarana í Ferencváros, sem í kjölfarið ráku þjálfarann sinn, og skoraði Árni tvö mörk í einvíginu. Því næst sló KÍ út sænsku meistarana í Häcken, eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni, þar sem Árni skoraði tvö mörk og svo fyrsta markið í vítaspyrnukeppninni. Sigurliðið í einvígi KÍ og Molde fer í umspil við Olimpija Ljubljana eða Galatasaray, um sæti í sjálfri riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem allra bestu lið álfunnar spila. Hálfur milljarður króna tryggður Ef Árni hættir ekki að skora er einfaldlega alveg inni í myndinni að KÍ frá Færeyjum verði þar, eða þá í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og í versta falli í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Það afrek að slá út Häcken og Ferencváros gerir nefnilega að verkum að KÍ mun leika í riðlakeppni einhverrar af Evrópukeppnunum þremur, og fá að lágmarki um hálfan milljarð íslenskra króna en mögulega mun, mun hærri upphæð. Stefna ekki á fulla atvinnumennsku Það breytir aðeins hefðbundnu lífi Árna sem segir venjulegan dag hjá sér felast í vinnu frá 8-16, og æfingum með KÍ frá 17-20. Norski þjálfarinn Magne Hoseth bendir á að leikmenn hans þurfi að spila mikinn fjölda fótboltaleikja, og alveg fram til 14. desember. Þess vegna verði samið við vinnuveitendur þeirra sem þess óska, um að þeir fái frí og KÍ borgi laun á meðan. Tummas Lervig, formaður KÍ, segir hins vegar ekki standa til að gera KÍ að fullmótuðu atvinnumannaliði. „Nei, mér finnst þetta virka fínt hérna í Færeyjum. Við getum ekki verið algjört atvinnumannafélag. Við erum með góða vinnuveitendur, bæði stjórnarmenn og leikmenn, svo það er hægt að sinna þessu meðfram. Það er fínt að gera þetta þannig,“ sagði Lervig við NRK og bætti við að hann vildi efla kvennalið félagsins og unglingastarfið, fyrir þann pening sem safnast hefði með Evrópuævintýrinu. Launin hjá Árna gætu mögulega hækkað en hann ætlar ekki að prófa að spila annars staðar en í Færeyjum. „Ég held að það sé of seint þegar maður er 31 árs gamall. Ég held að ég sé ekkert að fara að geta þénað nógu mikið til að geta lifað á því út ævina,“ sagði Árni við NRK. Færeyski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Sjá meira
Árni skoraði bæði mörk KÍ gegn norsku meisturunum í Molde í gær, í 2-1 sigri, og hefur þar með gert sex mörk í undankeppni Meistaradeildarinnar til þessa. This is just unbelievable!! 2-1 KÍ and it is another beauty from Árni Frederiksberg! I have no more words - I must be dreaming #football @ChampionsLeague pic.twitter.com/QWFufm41c5— Tróndur Arge (@ArgeTrondur) August 8, 2023 Líkt og margir af liðsfélögum hans er Árni í fullri vinnu samhliða fótboltanum, enda Klaksvík rétt um 5.000 manna bær og KÍ langt frá því að hafa sömu veltu og Molde, eða Häcken og Ferencváros sem KÍ hefur þegar slegið út. Þó eru í liðinu atvinnumenn og við stjórnvölinn Norðmaðurinn Magne Hoseth. Árni á að baki 11 A-landsleiki fyrir Færeyjar, þann síðasta árið 2019. Hann starfar hjá heildsölufyrirtæki sem meðal annars selur frosnar pítsur og úr því sem komið er hefur hann ekki í hyggju að yfirgefa Færeyjar, þar sem hann hefur spilað allan sinn feril. „Lífið utan fótboltans gerir það að verkum að ég held kyrru fyrir í Færeyjum. Það er þegar komið tilboð, það er ekki vandamálið, en aðrir hlutir skipta máli. Ég hef það gott hérna og þrífst vel. Nú eigum við fyrir höndum frábær augnablik alveg fram í desember, svo ég er ekki að fara héðan,“ segir Árni í samtali við norska ríkismiðilinn NRK. Skorað á móti meisturum þriggja landa Í gær jafnaði Árni metin gegn Molde með afar sniðugu skoti og skoraði svo sigurmarkið úr skyndisókn fjórum mínútum fyrir leikslok. Þannig fer KÍ með forskot í seinni leikinn sem fram fer í Noregi næsta þriðjudag. WHO ELSE BUT ÁRNI FREDERIKSBERG TO DRAW LEVEL WITH A GOLAZO!!! @FootColicpic.twitter.com/dD4lPJfBAh— Football Report (@FootballReprt) August 8, 2023 Leikmenn KÍ höfðu áður slegið út ungversku meistarana í Ferencváros, sem í kjölfarið ráku þjálfarann sinn, og skoraði Árni tvö mörk í einvíginu. Því næst sló KÍ út sænsku meistarana í Häcken, eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni, þar sem Árni skoraði tvö mörk og svo fyrsta markið í vítaspyrnukeppninni. Sigurliðið í einvígi KÍ og Molde fer í umspil við Olimpija Ljubljana eða Galatasaray, um sæti í sjálfri riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem allra bestu lið álfunnar spila. Hálfur milljarður króna tryggður Ef Árni hættir ekki að skora er einfaldlega alveg inni í myndinni að KÍ frá Færeyjum verði þar, eða þá í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og í versta falli í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Það afrek að slá út Häcken og Ferencváros gerir nefnilega að verkum að KÍ mun leika í riðlakeppni einhverrar af Evrópukeppnunum þremur, og fá að lágmarki um hálfan milljarð íslenskra króna en mögulega mun, mun hærri upphæð. Stefna ekki á fulla atvinnumennsku Það breytir aðeins hefðbundnu lífi Árna sem segir venjulegan dag hjá sér felast í vinnu frá 8-16, og æfingum með KÍ frá 17-20. Norski þjálfarinn Magne Hoseth bendir á að leikmenn hans þurfi að spila mikinn fjölda fótboltaleikja, og alveg fram til 14. desember. Þess vegna verði samið við vinnuveitendur þeirra sem þess óska, um að þeir fái frí og KÍ borgi laun á meðan. Tummas Lervig, formaður KÍ, segir hins vegar ekki standa til að gera KÍ að fullmótuðu atvinnumannaliði. „Nei, mér finnst þetta virka fínt hérna í Færeyjum. Við getum ekki verið algjört atvinnumannafélag. Við erum með góða vinnuveitendur, bæði stjórnarmenn og leikmenn, svo það er hægt að sinna þessu meðfram. Það er fínt að gera þetta þannig,“ sagði Lervig við NRK og bætti við að hann vildi efla kvennalið félagsins og unglingastarfið, fyrir þann pening sem safnast hefði með Evrópuævintýrinu. Launin hjá Árna gætu mögulega hækkað en hann ætlar ekki að prófa að spila annars staðar en í Færeyjum. „Ég held að það sé of seint þegar maður er 31 árs gamall. Ég held að ég sé ekkert að fara að geta þénað nógu mikið til að geta lifað á því út ævina,“ sagði Árni við NRK.
Færeyski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Sjá meira